Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 24. október 2025 09:30 Í gær mælti ég fyrir tillögu okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Það er viðeigandi að málið sé sett á dagskrá þingsins nú þegar algjör neyð ríkir í málefnum fólks með vímuefnavanda. Og ráðherra málaflokksins og ríkisstjórnin virðast ráðalaus. Enginn getur verið ósnortinn af umfjöllun foreldra sem hafa stigið fram að undanförnu með harmsögur um veikindi og jafnvel dauðsföll barna með fíknisjúkdóma. Mæðgin sem stigu fram og bentu á að biðlistar eftir meðferðarúrræðum væru dauðalistar. Faðir sem missti unga syni sína með 12 klukkustunda millibili. Mæður sem ferðast hinu megin á hnöttinn til að fá viðeigandi aðstoð fyrir drengina sína. Ef við bregðumst ekki við núna, hvenær þá? Alltof mörg dauðsföll Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir og bið eftir heilbrigðisþjónustu getur verið dauðadómur. Meðan sjúklingarnir bíða eftir að fá viðeigandi þjónustu er gífurlegt álag á aðstandendum þeirra og fjölskyldum með tilheyrandi afleiðingum og kostnaði fyrir samfélagið. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að heilbrigðisráðherra láti greina þá hópa sem ekki fá viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Nauðsynlegt er að mismunandi sjúklingahópar verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Þessi vinna sem við leggjum til fer vel samhliða annarri vinnu sem á sér þegar stað á vegum heilbrigðisyfirvalda. Við vöktum þó athygli á því í umræðunni að á meðan starfshópar rýna í tölur og við skrifum skýrslur, eru biðlistar eftir meðferðarúrræðum langir og neyðin mikil. Og á þessum biðlistum deyja alltof margir allt of snemma. Vímuefnavandinn snertir alla Það hlýtur öllum að vera það ljóst að fólki sem glímir við vímuefnavanda er ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Það er í hrópandi mótsögn við þá mikilvægu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Við þekkjum öll einhverja sem þjást vegna vímuefnavanda, hvort sem það eru sjúklingar eða aðstandendur þeirra. Drifkraftur minn er ekki síst andlát systur minnar sem lést alltof ung úr fíknisjúkdómi. Tillagan er því lögð fram í minningu hennar. Hún er einnig lögð fram fyrir fjölskylduna mína og allar fjölskyldur sem þjást vegna fíknisjúkdóma. Því fíkn er fjölskyldusjúkdómur. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þessa stöðu. Það er kominn tími á viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Mest lesið Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í gær mælti ég fyrir tillögu okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Það er viðeigandi að málið sé sett á dagskrá þingsins nú þegar algjör neyð ríkir í málefnum fólks með vímuefnavanda. Og ráðherra málaflokksins og ríkisstjórnin virðast ráðalaus. Enginn getur verið ósnortinn af umfjöllun foreldra sem hafa stigið fram að undanförnu með harmsögur um veikindi og jafnvel dauðsföll barna með fíknisjúkdóma. Mæðgin sem stigu fram og bentu á að biðlistar eftir meðferðarúrræðum væru dauðalistar. Faðir sem missti unga syni sína með 12 klukkustunda millibili. Mæður sem ferðast hinu megin á hnöttinn til að fá viðeigandi aðstoð fyrir drengina sína. Ef við bregðumst ekki við núna, hvenær þá? Alltof mörg dauðsföll Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir og bið eftir heilbrigðisþjónustu getur verið dauðadómur. Meðan sjúklingarnir bíða eftir að fá viðeigandi þjónustu er gífurlegt álag á aðstandendum þeirra og fjölskyldum með tilheyrandi afleiðingum og kostnaði fyrir samfélagið. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að heilbrigðisráðherra láti greina þá hópa sem ekki fá viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Nauðsynlegt er að mismunandi sjúklingahópar verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Þessi vinna sem við leggjum til fer vel samhliða annarri vinnu sem á sér þegar stað á vegum heilbrigðisyfirvalda. Við vöktum þó athygli á því í umræðunni að á meðan starfshópar rýna í tölur og við skrifum skýrslur, eru biðlistar eftir meðferðarúrræðum langir og neyðin mikil. Og á þessum biðlistum deyja alltof margir allt of snemma. Vímuefnavandinn snertir alla Það hlýtur öllum að vera það ljóst að fólki sem glímir við vímuefnavanda er ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Það er í hrópandi mótsögn við þá mikilvægu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Við þekkjum öll einhverja sem þjást vegna vímuefnavanda, hvort sem það eru sjúklingar eða aðstandendur þeirra. Drifkraftur minn er ekki síst andlát systur minnar sem lést alltof ung úr fíknisjúkdómi. Tillagan er því lögð fram í minningu hennar. Hún er einnig lögð fram fyrir fjölskylduna mína og allar fjölskyldur sem þjást vegna fíknisjúkdóma. Því fíkn er fjölskyldusjúkdómur. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þessa stöðu. Það er kominn tími á viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar