Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar 23. október 2025 10:45 Á hátíðlegum stundum er okkur talin trú um að við lifum í einu besta velferðarríki veraldar. Þessi gullhúðaða lygi er sú stærsta af þeim öllum. Þetta minnir á söguna „Nýju föt keisarans“ eftir H.C. Andersen; stundum held ég að við höfum sett þá sögu í leikritaform sem hefur verið í gangi í áratugi í þessu samfélagi. Uppsetningin á því verki er jafn þreytt og föstudagsþátturinn „Vikan með Gísla Martein“ á RÚV, sem við skattgreiðendur neyðumst til að fjármagna. Hvenær hættum við að kaupa þennan skrípaleik og horfumst í augu við sannleikann? Þetta er ekki fyrirmyndarsamfélag miðað við hvernig við komum fram við okkar minnstu bræður og systur. Það er löngu tímabært að láta skynsemina ráða för en ekki hégómadraumum sumra þingmanna um klapp á bakið í Brussel í von um stöðuhækkun úr „hangaround“ í „prospect“, eins og gengur og gerist í heimi mótorhjólaklúbba, þar til full aðild með vesti og merkjum fæst oftast að lokum. Lottó og hamsturinn á hjólinu Já, þetta hlýtur að vera stórkostlegt „fyrirmyndarsamfélag“ þegar skattpíndi almúginn, sem fjármagnar allan sirkusinn, fær ekki einu sinni þá sjálfsögðu þjónustu að komast til heimilislæknis. Kerfið er nútímalegt! Þú tekur þátt í lottói: þú hringir á tilteknum degi á ákveðnum tíma dagsins til að biðja um tíma. Ef þú ert heppinn, færðu tíma eftir mánuð, eða tvo. En ef þú þarft að komast til sérfræðings máttu reikna með miklu lengri bið. Hvílík þjónusta í einu ríkasta landi heims… eða svo er mér sagt. Er nema von að spilafíkn blómstri (41% 15 ára prófað að veðja) þegar þjóðarsálin virðist gegnsýrð af „gambli“ – meira að segja þegar kemur að því að fá tíma hjá heimilislækni? Og þegar þú loksins mætir líður þér eins og þjófi að stela tíma læknisins í færibandavinnunni. Undir yfirskini heilbrigðiskerfis hefur verið sviðsettur algjör skrípaleikur þar sem sjúklingurinn er alltaf auminginn í leikslok. Lyktin lýgur ekki Svo eru það blessuð börnin í vanda. Að ræða þann málaflokk er eins og að opna gamla grafhvelfingu; fnykurinn af kerfisbundinni vanrækslu er yfirþyrmandi. Það er orðið dæmigert að foreldrar í örvæntingu flýi land til að sækja þjónustu fyrir börnin sín; það getur ekki verið eðlilegt – og barnamálaráðherra okkar finnst ekkert athugavert við það og vill meina að kerfið hafi ekki brugðist. En ríkisstjórnin stendur vaktina! Hún dælir milljörðum í „fjölþóttaógn“ sem enginn hefur dáið úr hérlendis. Forgangsröðunin er fullkomin. Á meðan hafa „olnbogabörn“ dáið. Og geðheilbrigðismálin? Æ, tölum ekki um það. Það er svo leiðinlegt þegar verið er að verja landið frá ógninni í austri. Það er nóg til fyrir NATÓ, vopnakaup til Úkraínu og til að borga sig inn í fína Brussel-klúbbinn. Skál fyrir því! Á meðan er menntakerfið í „endurskipulagningu“ þar sem kennarar eru ekki lengur öruggir fyrir ofbeldi í starfi. Hlutskipti starfsfólks á gólfinu í meðferðarkerfunum með erfiðustu börnin er að láta berja sig í veikindafrí af því fólkið með möppurnar tók af þeim verkfærin. Kerfið er í steik, en aðalatriðið er að verja okkur frá austri. Hitt reddast. Biðlistinn Hápunktur skrípaleiksins og AÐALSKÖMMIN er hvernig við komum fram við gamla fólkið sem byggði undirstöður velferðarinnar sem við erum nú að eyðileggja. Þakkirnar? Að vera í „biðsal dauðans“. Á meðan erum við upptekin við að standa í biðröðinni í Brussel, eins og spenntir umsækjendur, tilbúin að ausa milljörðum í aðrar þjóðir bara til að fá inngöngu í þennan blessaða kotelklúbb. Við gerum „risið geðveikt flott.“ Á meðan glansmyndin er í lagi má restin fúna. Kjallarinn fær að molna og morkna. Hver þarf undirstöður þegar yfirborðið er svona glansandi út á við? Valkostirnir fyrir aldraða eru: „Biðsalur dauðans“ EÐA vera neydd til að vera heima við aðstæður þar sem allir vita að þau verða sér að voða. Kannski er þetta hin nýja, hagkvæma stefna? Aðferðin til að flýta fyrir dauðanum svo fólk hætti að vera byrði á samfélaginu sem er hvort eð er „runnið út af dagsetningu“? Ef móðir mín, 84 ára í þriggja hæða húsi, hrynur niður stigann, er það happdrættisvinningur? Þá losnar pláss! Og þá getum við sett MEIRI pening í Brussel-klúbbinn! Snilld, skál fyrir því! Og þetta er engin getgáta. Þetta er reynslan. Pabbi gamli, sem bjó lengst af 63 ár í sama bæ, fékk pláss 45 mínútna akstur í burtu á hjúkrunarheimili. Ekki fyrr en hann átti einn og hálfan mánuð í 91 árs afmælið. Hann fékk plássið eftir að hann var búinn að detta ítrekað heima. Eftir öll beinbrotin (rifbein, höfuðkúpa, mjöðm), ofan á krabbamein (lunga, auga). Fóturinn var styttri í 16 ár (fórnað á altari niðurskurðar í hruninu). Ein hjartaloka var óvirk (stólar um alla neðri hæðina sem var ~50 fermetrar þar sem hann gat ekki notað hina 50 fermetrana þar sem hann þurfti að fara upp 16 tröppur til að komast þangað. Stólana þurfti hann til að komast á klósettið til að ná andanum og hvíla hjartað). Móðir mín hjúkraði honum síðustu 18 árin. ÞÁ, og aðeins þá, var hann nógu mikið „case“. Sá hálfi mánuður sem hann fékk á heimilinu var hann mestallan tímann meðvitundarlaus. Nú á að endurtaka leikinn með mömmu. Hún þarf eflaust að taka flugið niður stigann til að fá inngöngu. Vaknið Stjórnvöld ættu svo sannarlega að lesa „Nýju föt keisarans“. Pabbi skilaði sínu alla tíð og verðskuldaði ekki svona ævikvöld. Hann tók engin kúlulán, fékk aldrei neinar niðurfellingar, vann fyrir öllu með tveimur jafnsterkum og var aldrei í neinu leikriti. En hvað með þessi pólitísku „puntprik“ sem núna röfla um „fjölþóttaógnir“? Hvað bíður þeirra þegar þeirra tími kemur? Verður það biðsalur dauðans eða eitthvað annað? Það fer líklega eftir því hvort við, almenningur, ætlum loksins að krefjast þess að sýningum á leikritinu „Nýju föt keisarans“ verði hætt. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Á hátíðlegum stundum er okkur talin trú um að við lifum í einu besta velferðarríki veraldar. Þessi gullhúðaða lygi er sú stærsta af þeim öllum. Þetta minnir á söguna „Nýju föt keisarans“ eftir H.C. Andersen; stundum held ég að við höfum sett þá sögu í leikritaform sem hefur verið í gangi í áratugi í þessu samfélagi. Uppsetningin á því verki er jafn þreytt og föstudagsþátturinn „Vikan með Gísla Martein“ á RÚV, sem við skattgreiðendur neyðumst til að fjármagna. Hvenær hættum við að kaupa þennan skrípaleik og horfumst í augu við sannleikann? Þetta er ekki fyrirmyndarsamfélag miðað við hvernig við komum fram við okkar minnstu bræður og systur. Það er löngu tímabært að láta skynsemina ráða för en ekki hégómadraumum sumra þingmanna um klapp á bakið í Brussel í von um stöðuhækkun úr „hangaround“ í „prospect“, eins og gengur og gerist í heimi mótorhjólaklúbba, þar til full aðild með vesti og merkjum fæst oftast að lokum. Lottó og hamsturinn á hjólinu Já, þetta hlýtur að vera stórkostlegt „fyrirmyndarsamfélag“ þegar skattpíndi almúginn, sem fjármagnar allan sirkusinn, fær ekki einu sinni þá sjálfsögðu þjónustu að komast til heimilislæknis. Kerfið er nútímalegt! Þú tekur þátt í lottói: þú hringir á tilteknum degi á ákveðnum tíma dagsins til að biðja um tíma. Ef þú ert heppinn, færðu tíma eftir mánuð, eða tvo. En ef þú þarft að komast til sérfræðings máttu reikna með miklu lengri bið. Hvílík þjónusta í einu ríkasta landi heims… eða svo er mér sagt. Er nema von að spilafíkn blómstri (41% 15 ára prófað að veðja) þegar þjóðarsálin virðist gegnsýrð af „gambli“ – meira að segja þegar kemur að því að fá tíma hjá heimilislækni? Og þegar þú loksins mætir líður þér eins og þjófi að stela tíma læknisins í færibandavinnunni. Undir yfirskini heilbrigðiskerfis hefur verið sviðsettur algjör skrípaleikur þar sem sjúklingurinn er alltaf auminginn í leikslok. Lyktin lýgur ekki Svo eru það blessuð börnin í vanda. Að ræða þann málaflokk er eins og að opna gamla grafhvelfingu; fnykurinn af kerfisbundinni vanrækslu er yfirþyrmandi. Það er orðið dæmigert að foreldrar í örvæntingu flýi land til að sækja þjónustu fyrir börnin sín; það getur ekki verið eðlilegt – og barnamálaráðherra okkar finnst ekkert athugavert við það og vill meina að kerfið hafi ekki brugðist. En ríkisstjórnin stendur vaktina! Hún dælir milljörðum í „fjölþóttaógn“ sem enginn hefur dáið úr hérlendis. Forgangsröðunin er fullkomin. Á meðan hafa „olnbogabörn“ dáið. Og geðheilbrigðismálin? Æ, tölum ekki um það. Það er svo leiðinlegt þegar verið er að verja landið frá ógninni í austri. Það er nóg til fyrir NATÓ, vopnakaup til Úkraínu og til að borga sig inn í fína Brussel-klúbbinn. Skál fyrir því! Á meðan er menntakerfið í „endurskipulagningu“ þar sem kennarar eru ekki lengur öruggir fyrir ofbeldi í starfi. Hlutskipti starfsfólks á gólfinu í meðferðarkerfunum með erfiðustu börnin er að láta berja sig í veikindafrí af því fólkið með möppurnar tók af þeim verkfærin. Kerfið er í steik, en aðalatriðið er að verja okkur frá austri. Hitt reddast. Biðlistinn Hápunktur skrípaleiksins og AÐALSKÖMMIN er hvernig við komum fram við gamla fólkið sem byggði undirstöður velferðarinnar sem við erum nú að eyðileggja. Þakkirnar? Að vera í „biðsal dauðans“. Á meðan erum við upptekin við að standa í biðröðinni í Brussel, eins og spenntir umsækjendur, tilbúin að ausa milljörðum í aðrar þjóðir bara til að fá inngöngu í þennan blessaða kotelklúbb. Við gerum „risið geðveikt flott.“ Á meðan glansmyndin er í lagi má restin fúna. Kjallarinn fær að molna og morkna. Hver þarf undirstöður þegar yfirborðið er svona glansandi út á við? Valkostirnir fyrir aldraða eru: „Biðsalur dauðans“ EÐA vera neydd til að vera heima við aðstæður þar sem allir vita að þau verða sér að voða. Kannski er þetta hin nýja, hagkvæma stefna? Aðferðin til að flýta fyrir dauðanum svo fólk hætti að vera byrði á samfélaginu sem er hvort eð er „runnið út af dagsetningu“? Ef móðir mín, 84 ára í þriggja hæða húsi, hrynur niður stigann, er það happdrættisvinningur? Þá losnar pláss! Og þá getum við sett MEIRI pening í Brussel-klúbbinn! Snilld, skál fyrir því! Og þetta er engin getgáta. Þetta er reynslan. Pabbi gamli, sem bjó lengst af 63 ár í sama bæ, fékk pláss 45 mínútna akstur í burtu á hjúkrunarheimili. Ekki fyrr en hann átti einn og hálfan mánuð í 91 árs afmælið. Hann fékk plássið eftir að hann var búinn að detta ítrekað heima. Eftir öll beinbrotin (rifbein, höfuðkúpa, mjöðm), ofan á krabbamein (lunga, auga). Fóturinn var styttri í 16 ár (fórnað á altari niðurskurðar í hruninu). Ein hjartaloka var óvirk (stólar um alla neðri hæðina sem var ~50 fermetrar þar sem hann gat ekki notað hina 50 fermetrana þar sem hann þurfti að fara upp 16 tröppur til að komast þangað. Stólana þurfti hann til að komast á klósettið til að ná andanum og hvíla hjartað). Móðir mín hjúkraði honum síðustu 18 árin. ÞÁ, og aðeins þá, var hann nógu mikið „case“. Sá hálfi mánuður sem hann fékk á heimilinu var hann mestallan tímann meðvitundarlaus. Nú á að endurtaka leikinn með mömmu. Hún þarf eflaust að taka flugið niður stigann til að fá inngöngu. Vaknið Stjórnvöld ættu svo sannarlega að lesa „Nýju föt keisarans“. Pabbi skilaði sínu alla tíð og verðskuldaði ekki svona ævikvöld. Hann tók engin kúlulán, fékk aldrei neinar niðurfellingar, vann fyrir öllu með tveimur jafnsterkum og var aldrei í neinu leikriti. En hvað með þessi pólitísku „puntprik“ sem núna röfla um „fjölþóttaógnir“? Hvað bíður þeirra þegar þeirra tími kemur? Verður það biðsalur dauðans eða eitthvað annað? Það fer líklega eftir því hvort við, almenningur, ætlum loksins að krefjast þess að sýningum á leikritinu „Nýju föt keisarans“ verði hætt. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun