Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar 22. október 2025 11:02 Síðan ég flutti til Íslands hef ég séð (Halloween) Hrekkjavöku festa rætur hér á landi, eflast með hverju árinu sem líður -sem mér finnst ánægjulegt. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hrekkjavöku. Sumir telja hana fyrst og fremst vera viðskiptalegt fyrirbæri, enn eitt tækifærið til að eyða peningum, en ég sé hana öðruvísi. Hrekkjavaka snýst um samfélagið. Hugsið ykkur: nágrannar verja tíma sínum og peningum í að breyta heimilum sínum í draugaleg sýningarsvæði - ekki fyrir sjálfa sig, heldur til að gleðja börnin. Þetta eina kvöld á ári opnum við bókstaflega dyr okkar fyrir ókunnugum, brosum til litlu prinsessanna, uppvakninganna, geimfaranna og risaeðlanna. Foreldrar ganga um göturnar, heilsa kunningjum og vinum á meðan börnin hlaupa á undan í leit að sælgæti. Á venjulegu októberkvöldi værum við flest heima með ljósin dempuð og dyrnar lokaðar, föst í okkar daglegu rútínu. En á Hrekkjavöku lifna göturnar við. Fjölskyldur eru úti saman, þrátt fyrir veðrið sem Ísland hefur upp á að bjóða þennan dag. Þeir sem ekki eiga ung tröllabörn til að leiða um hverfið, standa samt við dyrnar með sælgæti og bros á vör. Það er það sem ég elska við Hrekkjavökuna - samkenndin og þátttakan. Þetta snýst ekki um sælgætið, heldur tengslin. Það breytir venjulegu kvöldi í eitthvað sérstakt, eitthvað mannlegt. Það sést að þessi hefð er í vexti - horfið bara á graskerin.Fyrir örfáum árum var það eins og að finna sjaldgæfan fjársjóð að sjá grasker í verslun í Reykjavík. Núna eru heilu tunnurnar af appelsínugulum graskerum í flestum matvöruverslunum sem ég tel skýr merki um að Ísland sé smám saman að taka upp þessa skemmtilegu hefð. (Smá áminning varðandi graskerin: nú þegar þau eru orðin svona algeng getur verið freistandi að brjóta eitt eða tvö. En þessi logandi grasker eru merki til krakkanna sem ganga í hús; smá ljósker samfélagsins okkar sem vert er að vernda. Svo takið börnin með ykkur, bæði ung og eldri, og hjálpumst að við að passa upp á graskerin.) Nokkur ráð til að gera kvöldið sem ánægjulegast fyrir alla: Börnin byrja venjulega að ganga í hús um klukkan 17. Í Norður-Ameríku myndi það halda áfram langt fram á kvöld, en hér virðist ró færast yfir um klukkan 20. Notið endurskinsmerki ef þið eruð úti eftir myrkur sérstaklega ef þið eruð dökkklædd sem Batman,norn eða þessháttar. Ef þið ætlið að taka á móti krökkum, kveikið á útiljósinu eða ljósinu í stofunni – það er alþjóðlegt merki um að húsið taki þátt. Ef sælgætið klárast eða viljið ekki taka þátt, slökkvið einfaldlega á ljósunum og blásið á kertin í graskerunum. Bjóðið aðeins upp á innpakkað sælgæti af öryggisástæðum. Í mörgum hverfum deilir fólk kortum sem sýna hvaða hús taka þátt. Ég vona að eftir nokkur ár þurfum við kannski ekki lengur kortin – við munum einfaldlega ganga út þann 31. október, og láta ljósin og logandi grasker leiða okkur um hverfin. Ég hef komist að því að vaxandi tilvist Hrekkjavaka hér segir margt um Ísland sjálft. Íslendingar eru mjög tengdir sínum samfélögum, en hringirnir eru oft þéttir og einkennast af friðhelgi. Að opna dyr sínar fyrir ókunnugum þykir ekki sjálfsagt hér, sem gerir Hrekkjavöku enn sérstæðari í mínum huga. Þetta eina kvöld á ári stíga Íslendingar út fyrir þægindarammann sinn til að fagna gleði, ímyndunarafli og tengslum - og það finnst mér eitthvað sem vert er að varðveita. Fyrir okkur öllog sérstaka börnin. Höfundur leiðir B2B teymið hjá Digido markaðsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrekkjavaka Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Síðan ég flutti til Íslands hef ég séð (Halloween) Hrekkjavöku festa rætur hér á landi, eflast með hverju árinu sem líður -sem mér finnst ánægjulegt. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hrekkjavöku. Sumir telja hana fyrst og fremst vera viðskiptalegt fyrirbæri, enn eitt tækifærið til að eyða peningum, en ég sé hana öðruvísi. Hrekkjavaka snýst um samfélagið. Hugsið ykkur: nágrannar verja tíma sínum og peningum í að breyta heimilum sínum í draugaleg sýningarsvæði - ekki fyrir sjálfa sig, heldur til að gleðja börnin. Þetta eina kvöld á ári opnum við bókstaflega dyr okkar fyrir ókunnugum, brosum til litlu prinsessanna, uppvakninganna, geimfaranna og risaeðlanna. Foreldrar ganga um göturnar, heilsa kunningjum og vinum á meðan börnin hlaupa á undan í leit að sælgæti. Á venjulegu októberkvöldi værum við flest heima með ljósin dempuð og dyrnar lokaðar, föst í okkar daglegu rútínu. En á Hrekkjavöku lifna göturnar við. Fjölskyldur eru úti saman, þrátt fyrir veðrið sem Ísland hefur upp á að bjóða þennan dag. Þeir sem ekki eiga ung tröllabörn til að leiða um hverfið, standa samt við dyrnar með sælgæti og bros á vör. Það er það sem ég elska við Hrekkjavökuna - samkenndin og þátttakan. Þetta snýst ekki um sælgætið, heldur tengslin. Það breytir venjulegu kvöldi í eitthvað sérstakt, eitthvað mannlegt. Það sést að þessi hefð er í vexti - horfið bara á graskerin.Fyrir örfáum árum var það eins og að finna sjaldgæfan fjársjóð að sjá grasker í verslun í Reykjavík. Núna eru heilu tunnurnar af appelsínugulum graskerum í flestum matvöruverslunum sem ég tel skýr merki um að Ísland sé smám saman að taka upp þessa skemmtilegu hefð. (Smá áminning varðandi graskerin: nú þegar þau eru orðin svona algeng getur verið freistandi að brjóta eitt eða tvö. En þessi logandi grasker eru merki til krakkanna sem ganga í hús; smá ljósker samfélagsins okkar sem vert er að vernda. Svo takið börnin með ykkur, bæði ung og eldri, og hjálpumst að við að passa upp á graskerin.) Nokkur ráð til að gera kvöldið sem ánægjulegast fyrir alla: Börnin byrja venjulega að ganga í hús um klukkan 17. Í Norður-Ameríku myndi það halda áfram langt fram á kvöld, en hér virðist ró færast yfir um klukkan 20. Notið endurskinsmerki ef þið eruð úti eftir myrkur sérstaklega ef þið eruð dökkklædd sem Batman,norn eða þessháttar. Ef þið ætlið að taka á móti krökkum, kveikið á útiljósinu eða ljósinu í stofunni – það er alþjóðlegt merki um að húsið taki þátt. Ef sælgætið klárast eða viljið ekki taka þátt, slökkvið einfaldlega á ljósunum og blásið á kertin í graskerunum. Bjóðið aðeins upp á innpakkað sælgæti af öryggisástæðum. Í mörgum hverfum deilir fólk kortum sem sýna hvaða hús taka þátt. Ég vona að eftir nokkur ár þurfum við kannski ekki lengur kortin – við munum einfaldlega ganga út þann 31. október, og láta ljósin og logandi grasker leiða okkur um hverfin. Ég hef komist að því að vaxandi tilvist Hrekkjavaka hér segir margt um Ísland sjálft. Íslendingar eru mjög tengdir sínum samfélögum, en hringirnir eru oft þéttir og einkennast af friðhelgi. Að opna dyr sínar fyrir ókunnugum þykir ekki sjálfsagt hér, sem gerir Hrekkjavöku enn sérstæðari í mínum huga. Þetta eina kvöld á ári stíga Íslendingar út fyrir þægindarammann sinn til að fagna gleði, ímyndunarafli og tengslum - og það finnst mér eitthvað sem vert er að varðveita. Fyrir okkur öllog sérstaka börnin. Höfundur leiðir B2B teymið hjá Digido markaðsstofu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun