Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 22. október 2025 08:47 Eitt meginverkefni stjórnvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna sinnar þjóðar, ekki hvað síst til að tryggja samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem standa í alþjóðlegri samkeppni. Þetta má segja að hafi verið rauði þráðurinn í viðtölum mínum við forsvarsmenn úr íslenskum flugrekstri á afmælisviðburði Flugvarpsins, hlaðvarps Íslendinga um flugmál fyrr í þessum mánuði og er tilefni þessara skrifa. Íslenskur flugrekstur er afar mikilvægur þjóðarbúi okkar og þrátt fyrir gjaldþrot flugfélaga á síðustu mánuðum eigum við enn gríðarlega öflug fyrirtæki í alþjóðlegum flugrekstri þar sem þúsundir Íslendinga vinna sérhæfð störf. Þessum fyrirtækjum þurfa stjórnvöld að gefa gaum og gæta þess að leggja ekki á þau óþarfar og ósanngjarnar álögur eins og því miður hefur verið gert. Milljarðar í kolefnisgjöld Kolefnisgjöld á íslensk flugfélög eru afar ósanngjörn og til að bíta höfuðið af skömminni þá eru gjöldin jafnvel hærri þar sem losunin er minni. Þetta á við um flug sem hefur viðkomu á Íslandi til Bandaríkjanna því fyrri leggurinn frá Evrópu til Keflavíkur er skattlagður sem flug innan Evrópu. Bandarísk flugfélög sem fljúga sömu flugleið án viðkomu hérlendis greiða ekki þessi gjöld og af því að félagið er íslenskt og hefur viðkomu hérlendis þá er gjaldið líka hærra en það væri fyrir evrópskt flugfélag sem flýgur beint yfir hafið. Þetta er dæmi um ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi þar sem íslensk stjórnvöld undirgengust evrópska umhverfisskatta (ETS) án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Þetta eru umhverfissskattar þar sem yfirlýst markmið er að fá fólk til að ferðast með lestum frekar en flugvélum. Þar sem það er ekki hægt, eins og til dæmis milli Kanaríeyja og Spánar, þá er undanþága á því flugi þar sem eyjarnar eru skilgreindar „útvörður“ svæðisins. Það sama ætti auðvitað að eiga við um Ísland en því miður er þetta sorglegt dæmi um hversu illa við höfum haldið á hagsmunum flugsins á Íslandi að það skuli vera í gildi undanþága á eyjaflugi milli Spánar og Kanaríeyja, en ekki milli Íslands og Evrópu. Icelandair sem nú treður marvaðann við að ná endum saman í rekstrinum þurfti að greiða sem nemur um 2,5 milljörðum íslenskra króna í kolefnisgjöld fyrir árið 2024. Á sama tíma er félagið að reyna endurnýja flugflotann og fá sparneytnari flugvélar sem menga minna. Í allri umræðu um losun gróðurhúsalofttegunda er líka vert að minna á að losun frá fluginu er einungis um 2-3% af allri losun í heiminum. Alþjóðsamningar: Flugfélagið Air Atlanta sem er með höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fékk flugrekstrarleyfi á Möltu fyrir nokkrum árum síðan og er í dag með 10 af 17 breiðþotum sínum skráðar á Möltu. En af hverju? Jú það snýst um samkeppnishæfni og Ísland hefur ekki verið með nauðsynlega tvíhliða samninga til að félagið gæti keppt á alþjóðlegum markaði. Ísland er sem dæmi ekki með loftferðasamning við Kína en með því að hafa flugrekstrarleyfi á Möltu og skrá flugvélarnar þar, opnast stærsta markaðssvæði heims fyrir stærstu fraktflugvélar heims eins og þær sem Atlanta rekur. Önnur ástæða var sú að Ísland hefur ekki haft tvísköttunarsamning við Saudi Arabíu þar sem stór hluti flugs Atlanta fer fram. Þetta mun nú loks standa til bóta sem er vel, en frekar dapurt að það hafi tekið mörg ár að ljúka slíkum samningi. Flugfélagið gat heldur ekki beðið og sótti sér flugrekstrarleyfi á Möltu. Loftlagsmálin: Nú eru boðaðar breytingar á lögum um loftlagsmál og markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið stjórnvalda og alþjóðlegar skuldbindingar. Einn liður í að minnka losun frá flugi er að auka hlutfall sjálfbærs eldsneytis eða SAF (sustainable aviation fuel) í eldsneytisnotkun flugfélaga, en eldsneytiskaup eru einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstrinum. Evrópusambandið hefur valið þá leið að regluvæða þessa notkun og skylda notkun á ákveðnu hlutfalli af SAF og það hlutfall á að hækka verulega á allra næstu árum. SAF er í dag 3-5 sinnum dýrara en venjulegt þotueldsneyti. Það væri nær að horfa til vesturs í þessum efnum þar sem Bandaríkjamenn hafa farið hvataleið til að auka notkun á SAF í stað valdboða og sektarákvæða. Ég vil hvetja ríkisstjórn Íslands til að gefa flugrekstri á Íslandi meiri gaum hér eftir en hingað til. Við eigum að vera í forystuhlutverki og efla flugrekstur hér á landi með því að búa honum bestu skilyrði til vaxtar og ekki hefta fyrirtækin í fjötra reglugerða. Í íslenskum flugrekstri býr mikill auður í öflugu fólki sem með kunnáttu, reynslu og hugrekki hefur alla burði til að keppa á alþjóðlegum flugmarkaði. En það þarf frelsi til þess. Höfundur er flugstjóri og stýrir Flugvarpinu, hlaðvarpi Íslendinga um flugmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Eitt meginverkefni stjórnvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna sinnar þjóðar, ekki hvað síst til að tryggja samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem standa í alþjóðlegri samkeppni. Þetta má segja að hafi verið rauði þráðurinn í viðtölum mínum við forsvarsmenn úr íslenskum flugrekstri á afmælisviðburði Flugvarpsins, hlaðvarps Íslendinga um flugmál fyrr í þessum mánuði og er tilefni þessara skrifa. Íslenskur flugrekstur er afar mikilvægur þjóðarbúi okkar og þrátt fyrir gjaldþrot flugfélaga á síðustu mánuðum eigum við enn gríðarlega öflug fyrirtæki í alþjóðlegum flugrekstri þar sem þúsundir Íslendinga vinna sérhæfð störf. Þessum fyrirtækjum þurfa stjórnvöld að gefa gaum og gæta þess að leggja ekki á þau óþarfar og ósanngjarnar álögur eins og því miður hefur verið gert. Milljarðar í kolefnisgjöld Kolefnisgjöld á íslensk flugfélög eru afar ósanngjörn og til að bíta höfuðið af skömminni þá eru gjöldin jafnvel hærri þar sem losunin er minni. Þetta á við um flug sem hefur viðkomu á Íslandi til Bandaríkjanna því fyrri leggurinn frá Evrópu til Keflavíkur er skattlagður sem flug innan Evrópu. Bandarísk flugfélög sem fljúga sömu flugleið án viðkomu hérlendis greiða ekki þessi gjöld og af því að félagið er íslenskt og hefur viðkomu hérlendis þá er gjaldið líka hærra en það væri fyrir evrópskt flugfélag sem flýgur beint yfir hafið. Þetta er dæmi um ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi þar sem íslensk stjórnvöld undirgengust evrópska umhverfisskatta (ETS) án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Þetta eru umhverfissskattar þar sem yfirlýst markmið er að fá fólk til að ferðast með lestum frekar en flugvélum. Þar sem það er ekki hægt, eins og til dæmis milli Kanaríeyja og Spánar, þá er undanþága á því flugi þar sem eyjarnar eru skilgreindar „útvörður“ svæðisins. Það sama ætti auðvitað að eiga við um Ísland en því miður er þetta sorglegt dæmi um hversu illa við höfum haldið á hagsmunum flugsins á Íslandi að það skuli vera í gildi undanþága á eyjaflugi milli Spánar og Kanaríeyja, en ekki milli Íslands og Evrópu. Icelandair sem nú treður marvaðann við að ná endum saman í rekstrinum þurfti að greiða sem nemur um 2,5 milljörðum íslenskra króna í kolefnisgjöld fyrir árið 2024. Á sama tíma er félagið að reyna endurnýja flugflotann og fá sparneytnari flugvélar sem menga minna. Í allri umræðu um losun gróðurhúsalofttegunda er líka vert að minna á að losun frá fluginu er einungis um 2-3% af allri losun í heiminum. Alþjóðsamningar: Flugfélagið Air Atlanta sem er með höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fékk flugrekstrarleyfi á Möltu fyrir nokkrum árum síðan og er í dag með 10 af 17 breiðþotum sínum skráðar á Möltu. En af hverju? Jú það snýst um samkeppnishæfni og Ísland hefur ekki verið með nauðsynlega tvíhliða samninga til að félagið gæti keppt á alþjóðlegum markaði. Ísland er sem dæmi ekki með loftferðasamning við Kína en með því að hafa flugrekstrarleyfi á Möltu og skrá flugvélarnar þar, opnast stærsta markaðssvæði heims fyrir stærstu fraktflugvélar heims eins og þær sem Atlanta rekur. Önnur ástæða var sú að Ísland hefur ekki haft tvísköttunarsamning við Saudi Arabíu þar sem stór hluti flugs Atlanta fer fram. Þetta mun nú loks standa til bóta sem er vel, en frekar dapurt að það hafi tekið mörg ár að ljúka slíkum samningi. Flugfélagið gat heldur ekki beðið og sótti sér flugrekstrarleyfi á Möltu. Loftlagsmálin: Nú eru boðaðar breytingar á lögum um loftlagsmál og markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið stjórnvalda og alþjóðlegar skuldbindingar. Einn liður í að minnka losun frá flugi er að auka hlutfall sjálfbærs eldsneytis eða SAF (sustainable aviation fuel) í eldsneytisnotkun flugfélaga, en eldsneytiskaup eru einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstrinum. Evrópusambandið hefur valið þá leið að regluvæða þessa notkun og skylda notkun á ákveðnu hlutfalli af SAF og það hlutfall á að hækka verulega á allra næstu árum. SAF er í dag 3-5 sinnum dýrara en venjulegt þotueldsneyti. Það væri nær að horfa til vesturs í þessum efnum þar sem Bandaríkjamenn hafa farið hvataleið til að auka notkun á SAF í stað valdboða og sektarákvæða. Ég vil hvetja ríkisstjórn Íslands til að gefa flugrekstri á Íslandi meiri gaum hér eftir en hingað til. Við eigum að vera í forystuhlutverki og efla flugrekstur hér á landi með því að búa honum bestu skilyrði til vaxtar og ekki hefta fyrirtækin í fjötra reglugerða. Í íslenskum flugrekstri býr mikill auður í öflugu fólki sem með kunnáttu, reynslu og hugrekki hefur alla burði til að keppa á alþjóðlegum flugmarkaði. En það þarf frelsi til þess. Höfundur er flugstjóri og stýrir Flugvarpinu, hlaðvarpi Íslendinga um flugmál.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun