Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar 22. október 2025 07:48 Hvenær valdir þú síðast veitingastað erlendis án þess að láta álit annarra á netinu ráða för? Hvenær lagðir þú síðast símanúmer á minnið eða prófaðir að rata án þess að nota símann? Á rauðu ljósi í umferðinni, þegar að við hægjum okkur á salerninu, í bíó, við matarborðið eða fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldunni… alltaf er síminn innan seilingar til þess að grípa, stela og halda athygli okkar. Erum við sátt við þann ómeðvitaða samfélagssáttmála að það þurfi að vera hægt að ná í okkur öll, öllum stundum, alltaf, allan daginn? Er það rétt nálgun að líta þannig á að það sé dónaskapur að svara ekki strax? Hvað er til ráða og hvernig myndum við sem samfélag vilja sjá leikreglurnar á netinu? Nýtum tímann frekar en að drepa hann! Það er fyrir löngu kominn tími til þess að við færum valdið í hendur okkar notenda. Setjum okkur mörk og nýtum tækin á okkar forsendum en ekki tæknifyrirtækjanna sem að hagnast á athygli okkar. Hérna koma nokkur góð ráð til að hafa í huga, listinn er ekki tæmandi og eitt virkar ekki fyrir okkur öll en mögulega er hér eitthvað til þess að valdefla þig. Stillum símann á „Do Not Disturb“ þegar við viljum fá að vera í friði. Það má líka skilja símann eftir heima af og til. Nýtum svefnstillinguna (e. Sleep Mode) því góður svefn er mikilvægari en tilkynningarnar. Með App Limits getum við sett okkur raunhæf mörk með það að markmiði að gleyma okkur ekki í heilalausu skrolli og skruni. Slökkvum á ónauðsynlegum tilkynningum. Höfum bara kveikt á því sem skiptir okkur máli. Prófaðu að slökkva á þeim öllum og gefa síðan meðvitað leyfi fyrir þeim tilkynningum sem þú saknar. Taktu hljóðið af öllum tilkynningum. Þær trufla bæði þig og aðra. Veldu vel hvaða tilkynningar fá að birtast á skjánum á meðan að úrið eða síminn er læst/ur (ef einhverjar). Þessar tilkynningar grípa athygli okkar meðan að síminn liggur á borðinu fyrir framan okkur. Skoðum „Screen Time“og veltum fyrir okkur hvort við við séum að nýta tímann okkar vel. Færum öppin sem freista mest úr augsýn, eins og samfélagmiðla og leiki. Við smellum oft ómeðvitað á sama stað á skjánum. Setjum gagnleg öpp á opnunarsíðuna í staðinn. Dæmi um gagnleg öpp: Notes, Maps, dagatalið, reiknivél, myndavél, vekjaraklukkan, frétta- og hlaðvarpsöpp, áminningar, Storytel, Dualingo, bankaöpp, ChatGPT o.fl. Dæmi um freistandi: Samfélagsmiðlar eins og t.d. Snapchat, Instagram, TikTok, Twitter (X), YouTube og Facebook. Leikir eins og t.d. Candy Crush, Roblox, Clash Royal og BrawlStars Forgangsröðum samskiptaleiðum svo við séum ekki að vakta alla miðla stöðugt allan daginn. Dæmi: Ef skilaboðin eru áríðandi þá sendum við SMS eða hringjum (leyfum þær tilkynningar) en slökkvum á samfélagsmiðlum og skoðum þá frekar á okkar eigin forsendum, þegar okkur hentar. Markmiðið er að vera meira meðvituð - þetta þarf ekki að vera fullkomið! Í stað þess stöðugt að draga úr okkur og öðrum með neikvæðri umræðu skulum við horfa á jákvæðan og uppbyggilegan hátt á það sem við getum gert til að líta upp og létta okkur lífið. Þetta er ekki okkar slagur við börnin okkar heldur þurfum við að vera meðvituð um að tækið sem við erum með stöðugt í höndunum er hannað til að stela og halda athygli okkar. Það eitt að vera meðvituð um það og taka síðan skref í átt að betri umgengni er stór sigur! Vegferðin byrjar hjá okkur sjálfum, verum góðar fyrirmyndir og aðstoðum þau sem þurfa aðstoð. Saman getum við skapað heilbrigðara samfélag á netinu! Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Skúli Bragi Geirdal Símanotkun barna Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hvenær valdir þú síðast veitingastað erlendis án þess að láta álit annarra á netinu ráða för? Hvenær lagðir þú síðast símanúmer á minnið eða prófaðir að rata án þess að nota símann? Á rauðu ljósi í umferðinni, þegar að við hægjum okkur á salerninu, í bíó, við matarborðið eða fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldunni… alltaf er síminn innan seilingar til þess að grípa, stela og halda athygli okkar. Erum við sátt við þann ómeðvitaða samfélagssáttmála að það þurfi að vera hægt að ná í okkur öll, öllum stundum, alltaf, allan daginn? Er það rétt nálgun að líta þannig á að það sé dónaskapur að svara ekki strax? Hvað er til ráða og hvernig myndum við sem samfélag vilja sjá leikreglurnar á netinu? Nýtum tímann frekar en að drepa hann! Það er fyrir löngu kominn tími til þess að við færum valdið í hendur okkar notenda. Setjum okkur mörk og nýtum tækin á okkar forsendum en ekki tæknifyrirtækjanna sem að hagnast á athygli okkar. Hérna koma nokkur góð ráð til að hafa í huga, listinn er ekki tæmandi og eitt virkar ekki fyrir okkur öll en mögulega er hér eitthvað til þess að valdefla þig. Stillum símann á „Do Not Disturb“ þegar við viljum fá að vera í friði. Það má líka skilja símann eftir heima af og til. Nýtum svefnstillinguna (e. Sleep Mode) því góður svefn er mikilvægari en tilkynningarnar. Með App Limits getum við sett okkur raunhæf mörk með það að markmiði að gleyma okkur ekki í heilalausu skrolli og skruni. Slökkvum á ónauðsynlegum tilkynningum. Höfum bara kveikt á því sem skiptir okkur máli. Prófaðu að slökkva á þeim öllum og gefa síðan meðvitað leyfi fyrir þeim tilkynningum sem þú saknar. Taktu hljóðið af öllum tilkynningum. Þær trufla bæði þig og aðra. Veldu vel hvaða tilkynningar fá að birtast á skjánum á meðan að úrið eða síminn er læst/ur (ef einhverjar). Þessar tilkynningar grípa athygli okkar meðan að síminn liggur á borðinu fyrir framan okkur. Skoðum „Screen Time“og veltum fyrir okkur hvort við við séum að nýta tímann okkar vel. Færum öppin sem freista mest úr augsýn, eins og samfélagmiðla og leiki. Við smellum oft ómeðvitað á sama stað á skjánum. Setjum gagnleg öpp á opnunarsíðuna í staðinn. Dæmi um gagnleg öpp: Notes, Maps, dagatalið, reiknivél, myndavél, vekjaraklukkan, frétta- og hlaðvarpsöpp, áminningar, Storytel, Dualingo, bankaöpp, ChatGPT o.fl. Dæmi um freistandi: Samfélagsmiðlar eins og t.d. Snapchat, Instagram, TikTok, Twitter (X), YouTube og Facebook. Leikir eins og t.d. Candy Crush, Roblox, Clash Royal og BrawlStars Forgangsröðum samskiptaleiðum svo við séum ekki að vakta alla miðla stöðugt allan daginn. Dæmi: Ef skilaboðin eru áríðandi þá sendum við SMS eða hringjum (leyfum þær tilkynningar) en slökkvum á samfélagsmiðlum og skoðum þá frekar á okkar eigin forsendum, þegar okkur hentar. Markmiðið er að vera meira meðvituð - þetta þarf ekki að vera fullkomið! Í stað þess stöðugt að draga úr okkur og öðrum með neikvæðri umræðu skulum við horfa á jákvæðan og uppbyggilegan hátt á það sem við getum gert til að líta upp og létta okkur lífið. Þetta er ekki okkar slagur við börnin okkar heldur þurfum við að vera meðvituð um að tækið sem við erum með stöðugt í höndunum er hannað til að stela og halda athygli okkar. Það eitt að vera meðvituð um það og taka síðan skref í átt að betri umgengni er stór sigur! Vegferðin byrjar hjá okkur sjálfum, verum góðar fyrirmyndir og aðstoðum þau sem þurfa aðstoð. Saman getum við skapað heilbrigðara samfélag á netinu! Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun