Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar 21. október 2025 20:32 Verðbólga á Íslandi nú um stundir er afar þrálát. Til þess liggja nokkrar ástæður. Að allmiklu leyti er hún borin uppi af s.k. húsnæðislið eins og nokkur undanfarin ár. Sú staðreynd að húsnæði skuli skilgreint sem neysla hefur kostað íslensk heimili milljarða og gerir enn. Síðustu tíu til tólf ár hefur ekki mátt minnast á að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölugrunni. Ég man eftir að hafa átt í orðaskiptum við þáverandi fjármálaráðherra um efnið fyrir nokkrum árum. Sá sagði að líkur væru á að verð húsnæðis myndi lækka og aðgerðin væri þess vegna ekki fýsileg. Spá ráðherrans þáverandi um lækkun húsnæðisverðs hefur sannarlega ekki ræst þvert á móti hækkar húsnæði sem nánast aldrei fyrr. Annar er sá verðbólguþáttur sem litla athygli fær, nefnilega verð á nauðsynjum. Allt þetta ár og lengra til hafa verið kjöraðstæður fyrir íslensk fákeppnisfyrirtæki að lækka verð. Gengi krónunnar er sterkt. Aukin sjálfvirkni í verslunum lækkar launakostnað. (Já ég er að tala um ólaunaða vinnu viðskiptavina við að afgreiða sig sjálfir). Stærsta einstaka verslunarfyrirtæki landsins hefur enda þurft að birta nýjar afkomuviðvaranir í tvígang því afkoman er engu lík. Forstjóri Haga sagði við birtingu næstsíðustu viðvaranar að fyrirtækið væri ekki að hækka vöruverð en birgjar hefðu aftur á móti gert það. Við verðum að krefja forstjórann um nöfn þessara birgja svo við getum varast að kaupa vörur þeirra því að nú er til þess að líta að þrír stærstu birgjar Hagkaupa og Bónuss eru Aðföng Bananar hf og Ferskar kjötvörur. Þessir þrír birgjar eru.....haldið ykkur, í eigu Haga líkt og Bónus og Hagkaup. Forstjórinn þarf einnig að skýra yfirlýsingar um hækkandi launakostnað vegna áður nefnds vinnuframlags viðskiptavina. Atvinnuvegaráðherra og ríkisstjórnin sem hún situr í hafa haft uppi beinar árásir á grundvallaratvinnuvegi á milli þess sem ráðherrann eflir golfkunnáttu sína. Árásir ráðherrans hafa beinst að sjávarútvegi ferðaþjónustu og nú síðast landbúnaði. Ein er sú atvinnugrein sem ráðherra málaflokksins hefur látið afskiptalausa nefnilega verslun og þjónusta. Aðgerðir og aðgerðaleysi þeirrar atvinnugreinar leika lykilhlutverk í baráttu við verðbólgu. Þrjár stærstu verslanakeðjur landsins hafa nálægt níutíu prósent markaðshlutdeild. Sífellt stækkandi heildverslanir hafa meiri og meiri áhrif um vöruframboð og verðmyndun. Á ég að minnast á eldsneytisverð sem lifir sjálfstæðu lífi á Íslandi óháð heimsmarkaði og gengis krónu. Verðlagning á þeim markaði er fyrir neðan allt velsæmi. Mig rekur minni til þess að ráðherra neytendamála í Svíþjóð hafi fyrir ekki svo löngu síðan kallað forstjóra stærstu verslanakeðja þar í landi á teppið þegar honum ofbauð hversu langan tíma tók að lækka þar vöruverð. Ráðherra neytendamála á Íslandi og reyndar formaður samtaka neytenda hafa mestar áhyggjur af bílastæðagjöldum nú um stundir enda þurfti ráðherrann að greiða allhátt gjald á bílastæði í einni af golfferðum sínum í sumar. Samkeppnisyfirvöld hafa fyrir löngu gefist upp við að veita stærstu leikendum á markaði aðhald. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar kortlagt mayonesmarkaðinn á Íslandi allvel og gefið út álit þar að lútandi. Þriðja meginástæða þrálátrar verðbólgu er ofurhátt vaxtastig. Seðlabanka íslands er nokkur vorkunn að eiga í ,,samstarfi” við ríkisstjórn sem mun ekki skila hallalausum ríkissjóði næstu fimm ár að séð verður. Seðlabankinn er nú sem oft áður í hlutverki hunds sem eltir á sér skottið í sífellu.Háir vextir eru að sliga fyrirtæki sem eiga ekki annan kost en að kostnaði vegna vaxtanna út í verðlag. Seðlabankastjóri er nú líkt og forveri hans farinn að tala í hringi þegar ástæður hárrar verðbólgu ber á góma. Hann er nú þeirrar skoðunar að launahækkanir umfram kjarasamninga eigi sök á verðbólgunni. Við síðustu kjarasamningagerð var kappkostað að hækkanir yrðu ekki til að valda verðbólgu. Í fljótu bragði kemur aðeins eitt dæmi upp í hugann varðandi hækkanir umfram samninga en það er hækkun á launum seðlabankastjóra sjálfs. Því miður er það svo að seðlabankastjóri hefur yfirbragð bugaðs manns sem gefist hefur upp við verkefni sitt. Það er þörf á samræmdu átaki til að vinna bug á verðbólgu. Húsnæðisliðurinn þarf að fara út úr grunninum. Fákeppnisaðilar þurfa að ganga fram af ábyrgð og ættu stærstu eigendur þeirra, lífeyrissjóðir erfiðismanna að sjá sóma sinn í að svo verði ellegar selja hluti sína í fyrirtækjunum. Að síðustu þarf seðlabankinn að lækka vexti rösklega til þess að árangur náist í baráttunni við verðbólgu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi nú um stundir er afar þrálát. Til þess liggja nokkrar ástæður. Að allmiklu leyti er hún borin uppi af s.k. húsnæðislið eins og nokkur undanfarin ár. Sú staðreynd að húsnæði skuli skilgreint sem neysla hefur kostað íslensk heimili milljarða og gerir enn. Síðustu tíu til tólf ár hefur ekki mátt minnast á að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölugrunni. Ég man eftir að hafa átt í orðaskiptum við þáverandi fjármálaráðherra um efnið fyrir nokkrum árum. Sá sagði að líkur væru á að verð húsnæðis myndi lækka og aðgerðin væri þess vegna ekki fýsileg. Spá ráðherrans þáverandi um lækkun húsnæðisverðs hefur sannarlega ekki ræst þvert á móti hækkar húsnæði sem nánast aldrei fyrr. Annar er sá verðbólguþáttur sem litla athygli fær, nefnilega verð á nauðsynjum. Allt þetta ár og lengra til hafa verið kjöraðstæður fyrir íslensk fákeppnisfyrirtæki að lækka verð. Gengi krónunnar er sterkt. Aukin sjálfvirkni í verslunum lækkar launakostnað. (Já ég er að tala um ólaunaða vinnu viðskiptavina við að afgreiða sig sjálfir). Stærsta einstaka verslunarfyrirtæki landsins hefur enda þurft að birta nýjar afkomuviðvaranir í tvígang því afkoman er engu lík. Forstjóri Haga sagði við birtingu næstsíðustu viðvaranar að fyrirtækið væri ekki að hækka vöruverð en birgjar hefðu aftur á móti gert það. Við verðum að krefja forstjórann um nöfn þessara birgja svo við getum varast að kaupa vörur þeirra því að nú er til þess að líta að þrír stærstu birgjar Hagkaupa og Bónuss eru Aðföng Bananar hf og Ferskar kjötvörur. Þessir þrír birgjar eru.....haldið ykkur, í eigu Haga líkt og Bónus og Hagkaup. Forstjórinn þarf einnig að skýra yfirlýsingar um hækkandi launakostnað vegna áður nefnds vinnuframlags viðskiptavina. Atvinnuvegaráðherra og ríkisstjórnin sem hún situr í hafa haft uppi beinar árásir á grundvallaratvinnuvegi á milli þess sem ráðherrann eflir golfkunnáttu sína. Árásir ráðherrans hafa beinst að sjávarútvegi ferðaþjónustu og nú síðast landbúnaði. Ein er sú atvinnugrein sem ráðherra málaflokksins hefur látið afskiptalausa nefnilega verslun og þjónusta. Aðgerðir og aðgerðaleysi þeirrar atvinnugreinar leika lykilhlutverk í baráttu við verðbólgu. Þrjár stærstu verslanakeðjur landsins hafa nálægt níutíu prósent markaðshlutdeild. Sífellt stækkandi heildverslanir hafa meiri og meiri áhrif um vöruframboð og verðmyndun. Á ég að minnast á eldsneytisverð sem lifir sjálfstæðu lífi á Íslandi óháð heimsmarkaði og gengis krónu. Verðlagning á þeim markaði er fyrir neðan allt velsæmi. Mig rekur minni til þess að ráðherra neytendamála í Svíþjóð hafi fyrir ekki svo löngu síðan kallað forstjóra stærstu verslanakeðja þar í landi á teppið þegar honum ofbauð hversu langan tíma tók að lækka þar vöruverð. Ráðherra neytendamála á Íslandi og reyndar formaður samtaka neytenda hafa mestar áhyggjur af bílastæðagjöldum nú um stundir enda þurfti ráðherrann að greiða allhátt gjald á bílastæði í einni af golfferðum sínum í sumar. Samkeppnisyfirvöld hafa fyrir löngu gefist upp við að veita stærstu leikendum á markaði aðhald. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar kortlagt mayonesmarkaðinn á Íslandi allvel og gefið út álit þar að lútandi. Þriðja meginástæða þrálátrar verðbólgu er ofurhátt vaxtastig. Seðlabanka íslands er nokkur vorkunn að eiga í ,,samstarfi” við ríkisstjórn sem mun ekki skila hallalausum ríkissjóði næstu fimm ár að séð verður. Seðlabankinn er nú sem oft áður í hlutverki hunds sem eltir á sér skottið í sífellu.Háir vextir eru að sliga fyrirtæki sem eiga ekki annan kost en að kostnaði vegna vaxtanna út í verðlag. Seðlabankastjóri er nú líkt og forveri hans farinn að tala í hringi þegar ástæður hárrar verðbólgu ber á góma. Hann er nú þeirrar skoðunar að launahækkanir umfram kjarasamninga eigi sök á verðbólgunni. Við síðustu kjarasamningagerð var kappkostað að hækkanir yrðu ekki til að valda verðbólgu. Í fljótu bragði kemur aðeins eitt dæmi upp í hugann varðandi hækkanir umfram samninga en það er hækkun á launum seðlabankastjóra sjálfs. Því miður er það svo að seðlabankastjóri hefur yfirbragð bugaðs manns sem gefist hefur upp við verkefni sitt. Það er þörf á samræmdu átaki til að vinna bug á verðbólgu. Húsnæðisliðurinn þarf að fara út úr grunninum. Fákeppnisaðilar þurfa að ganga fram af ábyrgð og ættu stærstu eigendur þeirra, lífeyrissjóðir erfiðismanna að sjá sóma sinn í að svo verði ellegar selja hluti sína í fyrirtækjunum. Að síðustu þarf seðlabankinn að lækka vexti rösklega til þess að árangur náist í baráttunni við verðbólgu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar