Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson skrifa 23. október 2025 08:03 Um ábyrgð, heiðarleika og virðingu fyrir leikreglum samfélagsins Á undanförnum vikum hefur myndast umræða á samfélagsmiðlum þar sem frístundahúsaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi eru hvattir til að skrá sig með „ótilgreint heimilisfang“ í sveitarfélaginu til að öðlast kosningarétt og hafa þannig áhrif á næstu sveitarstjórnarkosningar, þótt þeir búi ekki raunverulega í sveitarfélaginu. Í umræðunum má jafnvel sjá hagnýtar leiðbeiningar um hvernig framkvæma eigi slíka skráningu. Við vitum vel að margir sem dvelja reglulega í frístundahúsum í sveitarfélaginu hafa sterk tengsl við svæðið, eru virkir þátttakendur í samfélaginu og vilja hafa áhrif á þróun þess. Þessi tengsl eru dýrmæt og sveitarfélagið metur framlag frístundahúsaeigenda mikils. Þegar fólk er hvatt til að breyta skráningu sinni tímabundið til að hafa áhrif á kosningar, án þess að hafa fasta búsetu hér, þá er verið að spila með traustið sem lýðræðið byggir á. Lýðræði er ekki leikur. Það er samkomulag okkar allra um að virða reglurnar og bera ábyrgð á samfélaginu sem við erum hluti af. Ekki spurning um völd – heldur ábyrgð Mikilvægt er að taka fram að núverandi meirihluti í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mun ekki bjóða sig fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þessi umræða snýst því ekki um pólitískan ávinning eða um að halda í völd. Hún snýst um eitthvað miklu dýpra: virðingu fyrir leikreglunum, trausti til kerfisins og ábyrgð gagnvart samfélaginu öllu. Við berum öll ábyrgð á því að tryggja að ákvarðanir séu teknar á málefnalegum grunni en ekki með skipulögðum aðgerðum á samfélagsmiðlum sem geta breytt forsendum kosninga. Lýðræðið byggir á þátttöku þeirra sem búa allan ársins hring í samfélaginu, lifa með því og bera ábyrgð á því. Þegar lýðræði verður brothætt Lýðræðið krefst virkrar þátttöku, en einnig heiðarleika og jafnræðis.Þegar fólk er hvatt til að „skrá sig tímabundið“ í sveitarfélag til að kjósa, jafnvel með hugmynd um að „skrá sig til baka“ eftir kosningar þá er verið að nýta kerfið á hátt sem getur raskað trausti og jafnvægi í kosningum. Flestir sem taka þátt í slíku gera það ekki af vondum hug, heldur vegna þess að þeir vilja hafa áhrif á samfélag sem þeim þykir vænt um. Það breytir ekki því að aðgerðir af þessu tagi geta haft alvarlegar afleiðingar: þær brengla tölfræði Þjóðskrár, valda óvissu í áætlunum sveitarfélaga og geta raskað þeirri samstöðu sem þarf til að tryggja ábyrga stjórnsýslu. Þær geta einnig leitt til þess að ákvarðanir um þjónustu, skólamál, neyðarviðbrögð eða uppbyggingu byggjast á röngum forsendum – með tilheyrandi ójafnræði milli íbúa og í samstarfsverkefnum sveitarfélagsins. Þegar hópur fólks er hvattur til að breyta skráningu sinni eingöngu til að hafa áhrif á kosningaúrslit, án þess að hafa raunverulega búsetu eða ábyrgð á samfélaginu, þá er lýðræðislegur grundvöllur kosninga orðinn óljós. Það er hvorki í anda kosningalaga né í anda samfélagslegrar samstöðu. Skipulag og jafnræði í forgrunni Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru nær 3.400 frístundahús og rúmlega 690 skráðir íbúar. Það er eðlilegt að eigendur frístundahúsa vilji hafa rödd í umræðu um skipulag, þjónustu og framtíðarsýn. En það er mikilvægt að muna að skipulag er verkfæri til að tryggja jafnvægi milli hagsmuna þeirra sem búa hér og þeirra sem nýta svæðið til frístunda.Ef kerfi lögheimilisskráningar er notað til að breyta því jafnvægi, þá er verið að grafa undan grundvallarhlutverki sveitarfélagsins, að tryggja réttláta, stöðuga og faglega stjórnsýslu. Skipulag er ekki aðeins teikningar eða reglur, það er rammi sem tryggir jafnræði og traust milli íbúa, frístundahúsaeigenda og stjórnvalda. Nauðsyn skýrleika og lagabreytinga Þessi staða sýnir að skýra þarf reglurnar betur. Endurskoða þarf lög um lögheimili og aðsetur þannig að þeir sem ekki eru með skráð lögheimili í íbúðarhúsnæði verði skráðir „ótilgreindir“ í því sveitarfélagi þar sem þeir höfðu síðast lögheimili með staðfangi, ekki í sveitarfélagi þar sem þeir dvelja tímabundið. Slík breyting myndi tryggja réttlæti, jafnræði og raunhæft skipulagsvald sveitarfélaga og sporna við því að hægt sé að sniðganga bann við fastri búsetu í frístundabyggð.Jafnframt þarf að efla fræðslu og eftirlit með því þegar hvatt er til slíkra skráninga, hvort sem það er gert af misskilningi eða ásetningi. Lokaorð Grundvöllur allra sveitarfélaga endurspeglast í virku íbúalýðræði. Þau verða að geta tekið ákvarðanir um skipulag, þjónustu og þróun byggðar á traustum upplýsingum og raunverulegri búsetu íbúa. Þegar kerfið er notað með þeim hætti að fólk er hvatt til að „skrá sig inn til að kjósa og út aftur þegar búið er að kjósa“, þá er hætta á að við glötum trausti á ferlunum sem halda samfélaginu saman. Við í Grímsnes- og Grafningshreppi stöndum ekki gegn nýjum röddum, breytingum eða þátttöku, heldur leggjum áherslu á að hún fari fram á heiðarlegum og gagnsæjum forsendum. Við viljum standa vörð um það sem sameinar okkur: virðingu, samstöðu og ábyrgð. Lýðræði krefst ábyrgðar – og hún byrjar á virðingu fyrir leikreglunum. Höfundar eru Ása Valdís Árnadóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um ábyrgð, heiðarleika og virðingu fyrir leikreglum samfélagsins Á undanförnum vikum hefur myndast umræða á samfélagsmiðlum þar sem frístundahúsaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi eru hvattir til að skrá sig með „ótilgreint heimilisfang“ í sveitarfélaginu til að öðlast kosningarétt og hafa þannig áhrif á næstu sveitarstjórnarkosningar, þótt þeir búi ekki raunverulega í sveitarfélaginu. Í umræðunum má jafnvel sjá hagnýtar leiðbeiningar um hvernig framkvæma eigi slíka skráningu. Við vitum vel að margir sem dvelja reglulega í frístundahúsum í sveitarfélaginu hafa sterk tengsl við svæðið, eru virkir þátttakendur í samfélaginu og vilja hafa áhrif á þróun þess. Þessi tengsl eru dýrmæt og sveitarfélagið metur framlag frístundahúsaeigenda mikils. Þegar fólk er hvatt til að breyta skráningu sinni tímabundið til að hafa áhrif á kosningar, án þess að hafa fasta búsetu hér, þá er verið að spila með traustið sem lýðræðið byggir á. Lýðræði er ekki leikur. Það er samkomulag okkar allra um að virða reglurnar og bera ábyrgð á samfélaginu sem við erum hluti af. Ekki spurning um völd – heldur ábyrgð Mikilvægt er að taka fram að núverandi meirihluti í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mun ekki bjóða sig fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þessi umræða snýst því ekki um pólitískan ávinning eða um að halda í völd. Hún snýst um eitthvað miklu dýpra: virðingu fyrir leikreglunum, trausti til kerfisins og ábyrgð gagnvart samfélaginu öllu. Við berum öll ábyrgð á því að tryggja að ákvarðanir séu teknar á málefnalegum grunni en ekki með skipulögðum aðgerðum á samfélagsmiðlum sem geta breytt forsendum kosninga. Lýðræðið byggir á þátttöku þeirra sem búa allan ársins hring í samfélaginu, lifa með því og bera ábyrgð á því. Þegar lýðræði verður brothætt Lýðræðið krefst virkrar þátttöku, en einnig heiðarleika og jafnræðis.Þegar fólk er hvatt til að „skrá sig tímabundið“ í sveitarfélag til að kjósa, jafnvel með hugmynd um að „skrá sig til baka“ eftir kosningar þá er verið að nýta kerfið á hátt sem getur raskað trausti og jafnvægi í kosningum. Flestir sem taka þátt í slíku gera það ekki af vondum hug, heldur vegna þess að þeir vilja hafa áhrif á samfélag sem þeim þykir vænt um. Það breytir ekki því að aðgerðir af þessu tagi geta haft alvarlegar afleiðingar: þær brengla tölfræði Þjóðskrár, valda óvissu í áætlunum sveitarfélaga og geta raskað þeirri samstöðu sem þarf til að tryggja ábyrga stjórnsýslu. Þær geta einnig leitt til þess að ákvarðanir um þjónustu, skólamál, neyðarviðbrögð eða uppbyggingu byggjast á röngum forsendum – með tilheyrandi ójafnræði milli íbúa og í samstarfsverkefnum sveitarfélagsins. Þegar hópur fólks er hvattur til að breyta skráningu sinni eingöngu til að hafa áhrif á kosningaúrslit, án þess að hafa raunverulega búsetu eða ábyrgð á samfélaginu, þá er lýðræðislegur grundvöllur kosninga orðinn óljós. Það er hvorki í anda kosningalaga né í anda samfélagslegrar samstöðu. Skipulag og jafnræði í forgrunni Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru nær 3.400 frístundahús og rúmlega 690 skráðir íbúar. Það er eðlilegt að eigendur frístundahúsa vilji hafa rödd í umræðu um skipulag, þjónustu og framtíðarsýn. En það er mikilvægt að muna að skipulag er verkfæri til að tryggja jafnvægi milli hagsmuna þeirra sem búa hér og þeirra sem nýta svæðið til frístunda.Ef kerfi lögheimilisskráningar er notað til að breyta því jafnvægi, þá er verið að grafa undan grundvallarhlutverki sveitarfélagsins, að tryggja réttláta, stöðuga og faglega stjórnsýslu. Skipulag er ekki aðeins teikningar eða reglur, það er rammi sem tryggir jafnræði og traust milli íbúa, frístundahúsaeigenda og stjórnvalda. Nauðsyn skýrleika og lagabreytinga Þessi staða sýnir að skýra þarf reglurnar betur. Endurskoða þarf lög um lögheimili og aðsetur þannig að þeir sem ekki eru með skráð lögheimili í íbúðarhúsnæði verði skráðir „ótilgreindir“ í því sveitarfélagi þar sem þeir höfðu síðast lögheimili með staðfangi, ekki í sveitarfélagi þar sem þeir dvelja tímabundið. Slík breyting myndi tryggja réttlæti, jafnræði og raunhæft skipulagsvald sveitarfélaga og sporna við því að hægt sé að sniðganga bann við fastri búsetu í frístundabyggð.Jafnframt þarf að efla fræðslu og eftirlit með því þegar hvatt er til slíkra skráninga, hvort sem það er gert af misskilningi eða ásetningi. Lokaorð Grundvöllur allra sveitarfélaga endurspeglast í virku íbúalýðræði. Þau verða að geta tekið ákvarðanir um skipulag, þjónustu og þróun byggðar á traustum upplýsingum og raunverulegri búsetu íbúa. Þegar kerfið er notað með þeim hætti að fólk er hvatt til að „skrá sig inn til að kjósa og út aftur þegar búið er að kjósa“, þá er hætta á að við glötum trausti á ferlunum sem halda samfélaginu saman. Við í Grímsnes- og Grafningshreppi stöndum ekki gegn nýjum röddum, breytingum eða þátttöku, heldur leggjum áherslu á að hún fari fram á heiðarlegum og gagnsæjum forsendum. Við viljum standa vörð um það sem sameinar okkur: virðingu, samstöðu og ábyrgð. Lýðræði krefst ábyrgðar – og hún byrjar á virðingu fyrir leikreglunum. Höfundar eru Ása Valdís Árnadóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar