Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar 20. október 2025 09:15 Undanfarin ár hefur það sífellt orðið algengara að ráðast að réttindum minnihlutahópa, sérstaklega mannréttindum og borgaralegum réttindum trans kvenna og þær notaðar sem leið að því að skerða réttindi allra kvenna. Í fyrstu voru þetta aðallega fáfróðir og fordómafullir einstaklingar, sem við oft köllum virkir í athugasemdum, sem spúðu út úr sér endalausum ranghugmyndum um trans fólk, sem margoft hefur verið sannreynt að sé vitleysa af hálfu alþjóðlegra fræða, heilbrigðis og vísindastofnana. En svo gerðist það að stjórnmálafólk, yst á hægri væng stjórnmálana, sáu sér leik á borði og fóru að nota trans fólk, sérstaklega trans konur sem blóraböggull fyrir nánast allt mögulegt og ómögulegt. Þetta stjórnmálafólk fór síðan að sjá að þessi "GRÝLA" var að virka vel á þá einstaklinga í samfélaginu sem voru reiðir og vildu ekkert frekar en að fá að níðast á einhverjum öðrum til þess að fá útrás fyrir sína reiði, og þannig fá fullt af atkvæðum, enda það eina sem þessir poppulistar vilja er völd og nákvæmlega sama hvernig þeir ná þeim. Þetta er einmitt það sem níðingar gera (bullies á ensku), þeir níðast á öðru fólki, sérstaklega þeim sem er minni máttar, til þess að upphefja sjálfa sig úr eigin vanmætti og vanlíðan. En er það þannig samfélag sem við viljum búa í hér á landi? Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihluta hóp eins og trans fólki? Samþykkjum við það sem þjóð að það er í lagi og jafnvel sjálfsagt að vera níðingur, með engin lífsgildi önnur en að það megi vera vondur við annað fólk, ef það fólk er trans? Af hverju er endalaust verið að gefa slíkum níðingum meira vald með að auglýsa þá í fjölmiðlum, taka við þá viðtöl og ýta undir þessar ranghugmyndir að það sé í lagi að hafa skoðun á lífi, heilsu og tilvist fólks?! Eins og sést best þegar fólk sem er hreinlega að rifna af hatri gagnvart trans fólki, heldur ráðstefnur með aðstoð stjórnmálaflokks og fær endalaust lánað og leigt húsnæði undir slíka viðburði og prentar viðbjóð með hjálp prentþjónustu til þess eins að gera líf trans fólks enn erfiðara en raun ber vitni. Og af hverju er endalaust ætlast til þess að við, sem tilheyrum þessum minnihlutahóp, séu kurteis, málefnaleg, hlý, viðkunnaleg og skilningsrík, en megum aldrei vera sár eða reið, því þá erum við stimpluð enn frekar?! Ég er fyrir löngu síðan búin að fá nóg af fáfræðinni og fordómunum sem endalaust fá svigrúm í heiminum í dag. En ég get ósköp lítið gert annað en að skrifa, mæta sjálf í viðtöl og hrópa á skýin, í veikri von um að fólk þessa heims öðlist smá visku og lesi sér til og hlusti á annað fólk. Eins og þessi mýta að trans fólk sjái eftir að hafa farið í gegnum ferlið!! Rannsóknir sýna að einungis 0,5% trans fólks sem hefur farið í gegnum kynstaðfestandi hormónameðferðir og kynstaðfestandi skurðaðgerðir, sjá eftir að hafa farið í gegnum ferlið, á meðan um 8 - 25% sjá eftir allskonar öðrum aðgerðum, eins og hnjáaðgerðum, hjartaaðgerðum, mjaðmaskiptum og margt fleira. Er það þá réttlætanlegt að taka lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu af 99,5% trans fólks til að "bjarga" þessum 0,5% frá þessum örlögum?! Hvaða rugl röksemdafærsla er þetta?! Þá ættum við, samkvæmt sömu rökum, að hætta allri heilbrigðisþjónustu og öllum aðgerðum. Einnig alveg að hætta að eignast börn, því samkvæmt rannsóknum þá sjá um 8% fólks eftir því að hafa átt börn! https://www.americanjournalofsurgery.com/article/S0002-9610(24)00238-1/fulltext Það er ekki trans fólki að kenna að vextir séu háir, að matarverð hækki alltaf umfram launahækkanir, að húsnæði sé á skornum skammti, að vegirnir séu með þeim lélegustu í Evrópu, að eldgos verði á Íslandi og flugfélög fari á hausinn. Við erum fólk eins og annað fólk og okkar líf, andleg og líkamleg heilsa ætti ekki sífellt að vera ógnað til þess eins að níðingar fái endalaust að upphefja sjálfa sig og næla í atkvæði annarra níðinga! En ég veit líka að níðingarnir þrífast best á aðgerðaleysi þeirra sem hvorki verða fyrir einelti eða eru að beita því. Þið haldið eflaust að þið eruð hlutlaus, en illskan þrífst best þegar gott fólk gerir ekkert og þannig eruð þið samsek eineltinu. Viljið þið halda áfram að senda þau skilaboð til barna okkar og barnabarna að hér á Íslandi má vera Níðingur?! Að einelti sé í lagi?! Eða að einelti og ofsóknir séu í lagi þegar það er gegn fólki sem ykkur finnst ekki ásættanlega "öðruvísi"? Því það eru skilaboðin sem þið eruð að senda, þegar þig standið ekki á móti því einelti sem á sér stað gagnvart trans fólki í heiminum í dag. Munum að það er alltaf val hvernig manneskja þú vilt vera og að vera gott fólk er ekki að níðast á öðru fólki, þó það fari í taugarnar á þér. Það má best sjá á því hversu endalaust hinsegin fólk hefur sýnt langlundargeð, kurteisi og jafnvel mætt hatrinu með endalausum kærleika og þolinmæði, hvernig fólk við erum. Nú er komið að ykkur, kæra þjóð að sýna okkur, að þið eruð ekki síðri en við þegar kemur að því að tileinka ykkur góð lífsgildi. Ást, umhyggja og virðing til ykkar allra, alltaf! Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Magnea Danks Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur það sífellt orðið algengara að ráðast að réttindum minnihlutahópa, sérstaklega mannréttindum og borgaralegum réttindum trans kvenna og þær notaðar sem leið að því að skerða réttindi allra kvenna. Í fyrstu voru þetta aðallega fáfróðir og fordómafullir einstaklingar, sem við oft köllum virkir í athugasemdum, sem spúðu út úr sér endalausum ranghugmyndum um trans fólk, sem margoft hefur verið sannreynt að sé vitleysa af hálfu alþjóðlegra fræða, heilbrigðis og vísindastofnana. En svo gerðist það að stjórnmálafólk, yst á hægri væng stjórnmálana, sáu sér leik á borði og fóru að nota trans fólk, sérstaklega trans konur sem blóraböggull fyrir nánast allt mögulegt og ómögulegt. Þetta stjórnmálafólk fór síðan að sjá að þessi "GRÝLA" var að virka vel á þá einstaklinga í samfélaginu sem voru reiðir og vildu ekkert frekar en að fá að níðast á einhverjum öðrum til þess að fá útrás fyrir sína reiði, og þannig fá fullt af atkvæðum, enda það eina sem þessir poppulistar vilja er völd og nákvæmlega sama hvernig þeir ná þeim. Þetta er einmitt það sem níðingar gera (bullies á ensku), þeir níðast á öðru fólki, sérstaklega þeim sem er minni máttar, til þess að upphefja sjálfa sig úr eigin vanmætti og vanlíðan. En er það þannig samfélag sem við viljum búa í hér á landi? Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihluta hóp eins og trans fólki? Samþykkjum við það sem þjóð að það er í lagi og jafnvel sjálfsagt að vera níðingur, með engin lífsgildi önnur en að það megi vera vondur við annað fólk, ef það fólk er trans? Af hverju er endalaust verið að gefa slíkum níðingum meira vald með að auglýsa þá í fjölmiðlum, taka við þá viðtöl og ýta undir þessar ranghugmyndir að það sé í lagi að hafa skoðun á lífi, heilsu og tilvist fólks?! Eins og sést best þegar fólk sem er hreinlega að rifna af hatri gagnvart trans fólki, heldur ráðstefnur með aðstoð stjórnmálaflokks og fær endalaust lánað og leigt húsnæði undir slíka viðburði og prentar viðbjóð með hjálp prentþjónustu til þess eins að gera líf trans fólks enn erfiðara en raun ber vitni. Og af hverju er endalaust ætlast til þess að við, sem tilheyrum þessum minnihlutahóp, séu kurteis, málefnaleg, hlý, viðkunnaleg og skilningsrík, en megum aldrei vera sár eða reið, því þá erum við stimpluð enn frekar?! Ég er fyrir löngu síðan búin að fá nóg af fáfræðinni og fordómunum sem endalaust fá svigrúm í heiminum í dag. En ég get ósköp lítið gert annað en að skrifa, mæta sjálf í viðtöl og hrópa á skýin, í veikri von um að fólk þessa heims öðlist smá visku og lesi sér til og hlusti á annað fólk. Eins og þessi mýta að trans fólk sjái eftir að hafa farið í gegnum ferlið!! Rannsóknir sýna að einungis 0,5% trans fólks sem hefur farið í gegnum kynstaðfestandi hormónameðferðir og kynstaðfestandi skurðaðgerðir, sjá eftir að hafa farið í gegnum ferlið, á meðan um 8 - 25% sjá eftir allskonar öðrum aðgerðum, eins og hnjáaðgerðum, hjartaaðgerðum, mjaðmaskiptum og margt fleira. Er það þá réttlætanlegt að taka lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu af 99,5% trans fólks til að "bjarga" þessum 0,5% frá þessum örlögum?! Hvaða rugl röksemdafærsla er þetta?! Þá ættum við, samkvæmt sömu rökum, að hætta allri heilbrigðisþjónustu og öllum aðgerðum. Einnig alveg að hætta að eignast börn, því samkvæmt rannsóknum þá sjá um 8% fólks eftir því að hafa átt börn! https://www.americanjournalofsurgery.com/article/S0002-9610(24)00238-1/fulltext Það er ekki trans fólki að kenna að vextir séu háir, að matarverð hækki alltaf umfram launahækkanir, að húsnæði sé á skornum skammti, að vegirnir séu með þeim lélegustu í Evrópu, að eldgos verði á Íslandi og flugfélög fari á hausinn. Við erum fólk eins og annað fólk og okkar líf, andleg og líkamleg heilsa ætti ekki sífellt að vera ógnað til þess eins að níðingar fái endalaust að upphefja sjálfa sig og næla í atkvæði annarra níðinga! En ég veit líka að níðingarnir þrífast best á aðgerðaleysi þeirra sem hvorki verða fyrir einelti eða eru að beita því. Þið haldið eflaust að þið eruð hlutlaus, en illskan þrífst best þegar gott fólk gerir ekkert og þannig eruð þið samsek eineltinu. Viljið þið halda áfram að senda þau skilaboð til barna okkar og barnabarna að hér á Íslandi má vera Níðingur?! Að einelti sé í lagi?! Eða að einelti og ofsóknir séu í lagi þegar það er gegn fólki sem ykkur finnst ekki ásættanlega "öðruvísi"? Því það eru skilaboðin sem þið eruð að senda, þegar þig standið ekki á móti því einelti sem á sér stað gagnvart trans fólki í heiminum í dag. Munum að það er alltaf val hvernig manneskja þú vilt vera og að vera gott fólk er ekki að níðast á öðru fólki, þó það fari í taugarnar á þér. Það má best sjá á því hversu endalaust hinsegin fólk hefur sýnt langlundargeð, kurteisi og jafnvel mætt hatrinu með endalausum kærleika og þolinmæði, hvernig fólk við erum. Nú er komið að ykkur, kæra þjóð að sýna okkur, að þið eruð ekki síðri en við þegar kemur að því að tileinka ykkur góð lífsgildi. Ást, umhyggja og virðing til ykkar allra, alltaf! Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun