Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson og Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifa 17. október 2025 14:02 Við Vinstri græn í Reykjavík höfum nú hafið vinnu við gerð höfuðborgarstefnu um málefni Reykjavíkurborgar. Kosningar nálgast óðfluga og verkefni okkar er að móta og skapa raunhæfan valkost til vinstri fyrir kjósendur í borginni. Við þurfum að horfa á áskoranirnar sem Reykjavík stendur frammi fyrir og möguleikana sem borgin okkar hefur upp á að bjóða. Engum dylst að harðar deilur hafa staðið yfir innbyrðis á vinstri væng stjórnmálanna undanfarin ár, bæði hér heima og alþjóðlega, sem hafa dregið verulega úr þrótti og samstöðumætti félagshyggjufólks. Þessar innantökur, sem snúast því miður oftar um persónur og leikendur en raunverulegan skoðanaágreining um málefni samfélagsins, hafa stuðlað að uppgangi öfgafullrar hægristefnu á Vesturlöndum og hér heima. Á Alþingi situr í fyrsta skipti í lýðveldissögunni ekkert félagshyggjuafl. Þessari þróun ætlum við að snúa við og við byrjum á því að efla traust kjósenda á okkar sameiginlegu pólitísku sýn í vor. Til þess að gera það þurfum við að setja okkur í spor bæði barnafjölskyldanna og þeirra sem búa ein, þeirra sem þurfa að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir strætó og þeirra sem syrgja tímann sem þau þurfa að vera föst í bílaumferð. Þeirra sem upplifa að þau séu á jaðrinum af því að samfélagið þrýstir þeim þangað og þeirra sem eru bara dálítið hrædd við ýmislegt sem þau þekkja ekki. Þeirra sem vilja þéttara stuðningsnet og samheldnara samfélag og þeirra sem þurfa andrými. Þeirra sem vilja meira jafnrétti og tækifæri fyrir öll. Þeirra sem vilja finna lausnir og að á þau sé hlustað. Við getum alltaf gert betur. Það vitum við Vinstri græn. Sjálfsgagnrýnin er satt best að segja sjaldnast langt undan hjá þessum hópi vinstrafólks sem hefur marga fjöruna sopið. Við í VGR munum taka hana og nýta til góðs: finna betri leiðir en áður, þora að viðurkenna það þegar við förum óvart út af veginum og koma okkur aftur á rétta leið og draga þau sem við vinnum með í átt að jafnrétti, félagslegu réttlæti og umhverfi sem við getum þrifist í. Við viljum finna lausnir. Við viljum samfélag sem grípur þau sem þurfa á því að halda að detta í öruggt fang. Við erum óhrædd að gera breytingar og við viljum vinna að því að gera borgina okkar enn betri. Við viljum horfa til þess hvað er að gerast í kringum okkur í borgum sem við viljum líkjast og við viljum að Reykjavík sé skjólsæl borg í fleiri en einum skilningi. Hér eigum við öll að geta dregið andann léttar og upplifað öryggi. Við í Vinstri grænum í Reykjavík viljum gera allt sem við getum til að Reykjavík sé okkar allra. Og við munum leggja okkur fram við að móta og bjóða fram stefnu sem getur ýtt undir það á allan mögulegan hátt. Höfundar eru formaður og varaformaður VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn í Reykjavík höfum nú hafið vinnu við gerð höfuðborgarstefnu um málefni Reykjavíkurborgar. Kosningar nálgast óðfluga og verkefni okkar er að móta og skapa raunhæfan valkost til vinstri fyrir kjósendur í borginni. Við þurfum að horfa á áskoranirnar sem Reykjavík stendur frammi fyrir og möguleikana sem borgin okkar hefur upp á að bjóða. Engum dylst að harðar deilur hafa staðið yfir innbyrðis á vinstri væng stjórnmálanna undanfarin ár, bæði hér heima og alþjóðlega, sem hafa dregið verulega úr þrótti og samstöðumætti félagshyggjufólks. Þessar innantökur, sem snúast því miður oftar um persónur og leikendur en raunverulegan skoðanaágreining um málefni samfélagsins, hafa stuðlað að uppgangi öfgafullrar hægristefnu á Vesturlöndum og hér heima. Á Alþingi situr í fyrsta skipti í lýðveldissögunni ekkert félagshyggjuafl. Þessari þróun ætlum við að snúa við og við byrjum á því að efla traust kjósenda á okkar sameiginlegu pólitísku sýn í vor. Til þess að gera það þurfum við að setja okkur í spor bæði barnafjölskyldanna og þeirra sem búa ein, þeirra sem þurfa að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir strætó og þeirra sem syrgja tímann sem þau þurfa að vera föst í bílaumferð. Þeirra sem upplifa að þau séu á jaðrinum af því að samfélagið þrýstir þeim þangað og þeirra sem eru bara dálítið hrædd við ýmislegt sem þau þekkja ekki. Þeirra sem vilja þéttara stuðningsnet og samheldnara samfélag og þeirra sem þurfa andrými. Þeirra sem vilja meira jafnrétti og tækifæri fyrir öll. Þeirra sem vilja finna lausnir og að á þau sé hlustað. Við getum alltaf gert betur. Það vitum við Vinstri græn. Sjálfsgagnrýnin er satt best að segja sjaldnast langt undan hjá þessum hópi vinstrafólks sem hefur marga fjöruna sopið. Við í VGR munum taka hana og nýta til góðs: finna betri leiðir en áður, þora að viðurkenna það þegar við förum óvart út af veginum og koma okkur aftur á rétta leið og draga þau sem við vinnum með í átt að jafnrétti, félagslegu réttlæti og umhverfi sem við getum þrifist í. Við viljum finna lausnir. Við viljum samfélag sem grípur þau sem þurfa á því að halda að detta í öruggt fang. Við erum óhrædd að gera breytingar og við viljum vinna að því að gera borgina okkar enn betri. Við viljum horfa til þess hvað er að gerast í kringum okkur í borgum sem við viljum líkjast og við viljum að Reykjavík sé skjólsæl borg í fleiri en einum skilningi. Hér eigum við öll að geta dregið andann léttar og upplifað öryggi. Við í Vinstri grænum í Reykjavík viljum gera allt sem við getum til að Reykjavík sé okkar allra. Og við munum leggja okkur fram við að móta og bjóða fram stefnu sem getur ýtt undir það á allan mögulegan hátt. Höfundar eru formaður og varaformaður VG í Reykjavík.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun