Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar 15. október 2025 14:31 Það er með miklum þunga sem Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar lýsir yfir áhyggjum af þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú ríkir í þjónustu við börn og ungmenni sem þurfa á meðferðarúrræðum að halda – hvort heldur sem er vegna fjölþætts vanda eða vímuefnavanda. Þessi staða hefur verið óviðunandi lengi, en á síðustu mánuðum hefur hún farið úr böndunum. Þann 19. mars 2025 undirrituðu stjórnvöld samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Samkomulagið átti að marka þáttaskil. Ríkið skyldi verja þremur milljörðum króna til málaflokksins og taka yfir framkvæmd og fjármögnun sérhæfðrar þjónustu fyrir börn sem þurfa að búa utan heimilis. Þetta var mikið fagnaðarefni – en síðan hefur ekkert gerst. Sveitarfélögin, sem árum saman hafa brugðist við með takmörkuðum fjármunum og ótrúlegri seiglu, standa nú ein eftir með allan kostnaðinn og ábyrgðina – enn á ný. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafa þau ekki fengið fjármagn til að tryggja bráðnauðsynleg úrræði þar til ríkið tekur formlega við málaflokknum um áramótin. Á sama tíma magnast vandinn. Fjöldi leitarbeiðna vegna ungmenna í neyslu og stroki hefur aukist til muna og álagið á barnavernd og lögreglu er orðið gríðarlegt og langt umfram það sem eðlilegt getur talist, svo ekki sé talað um að börnin okkar og fjölskyldur þeirra standa eftir vonlítil og úrræðalaus. Enn er ekkert langtímameðferðarheimili til staðar fyrir drengi eftir að Lækjarbakki lokaði í apríl 2024 vegna myglu, og foreldrar hafa í örvæntingu þurft að leita út fyrir landsteinana eftir viðeigandi meðferð fyrir börn sín – mörg hver í lífshættu. Sveitarfélögin geta þar því miður ekki stutt við bakið á þeim, meðal annars þar sem eftirlit og upplýsingar um meðferðaráform, framvindu eða áætlanir eru ekki á þeirra höndum. Það er óásættanlegt að börn í einna viðkvæmustu stöðu samfélagsins séu látin bíða í von og óvissu á meðan áætlanir dragast og loforð gleymast. Hver dagur sem líður án aðgerða getur haft og hefur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir þessi börn og fjölskyldur þeirra. Því er spurningunni hér í upphafi fljótsvarað – nei við getum ekki beðið lengur! Höfundur er formaður Velferðar- og mannréttindaráðs Kópavogs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Framsóknarflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er með miklum þunga sem Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar lýsir yfir áhyggjum af þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú ríkir í þjónustu við börn og ungmenni sem þurfa á meðferðarúrræðum að halda – hvort heldur sem er vegna fjölþætts vanda eða vímuefnavanda. Þessi staða hefur verið óviðunandi lengi, en á síðustu mánuðum hefur hún farið úr böndunum. Þann 19. mars 2025 undirrituðu stjórnvöld samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Samkomulagið átti að marka þáttaskil. Ríkið skyldi verja þremur milljörðum króna til málaflokksins og taka yfir framkvæmd og fjármögnun sérhæfðrar þjónustu fyrir börn sem þurfa að búa utan heimilis. Þetta var mikið fagnaðarefni – en síðan hefur ekkert gerst. Sveitarfélögin, sem árum saman hafa brugðist við með takmörkuðum fjármunum og ótrúlegri seiglu, standa nú ein eftir með allan kostnaðinn og ábyrgðina – enn á ný. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafa þau ekki fengið fjármagn til að tryggja bráðnauðsynleg úrræði þar til ríkið tekur formlega við málaflokknum um áramótin. Á sama tíma magnast vandinn. Fjöldi leitarbeiðna vegna ungmenna í neyslu og stroki hefur aukist til muna og álagið á barnavernd og lögreglu er orðið gríðarlegt og langt umfram það sem eðlilegt getur talist, svo ekki sé talað um að börnin okkar og fjölskyldur þeirra standa eftir vonlítil og úrræðalaus. Enn er ekkert langtímameðferðarheimili til staðar fyrir drengi eftir að Lækjarbakki lokaði í apríl 2024 vegna myglu, og foreldrar hafa í örvæntingu þurft að leita út fyrir landsteinana eftir viðeigandi meðferð fyrir börn sín – mörg hver í lífshættu. Sveitarfélögin geta þar því miður ekki stutt við bakið á þeim, meðal annars þar sem eftirlit og upplýsingar um meðferðaráform, framvindu eða áætlanir eru ekki á þeirra höndum. Það er óásættanlegt að börn í einna viðkvæmustu stöðu samfélagsins séu látin bíða í von og óvissu á meðan áætlanir dragast og loforð gleymast. Hver dagur sem líður án aðgerða getur haft og hefur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir þessi börn og fjölskyldur þeirra. Því er spurningunni hér í upphafi fljótsvarað – nei við getum ekki beðið lengur! Höfundur er formaður Velferðar- og mannréttindaráðs Kópavogs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun