Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar 15. október 2025 11:00 Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Árin 2012 og 2015 fengu skólar ,,sínar“ PISA niðurstöður frá Menntamálastofnun (núverandi MMS). Niðurstöður skóla þar sem yfir 70% þátttaka er og yfir 40 nemendur í árgangi gefa ágætis vísbendingar um stöðu skólans í PISA enda notast Ísland ekki við úrtak heldur er allt þýðið undir, allir 15 ára nemendur taka prófið vegna fámennis. Því meiri þátttaka og því fleiri nemendur því sterkari vísbendingar um stöðu skólanna. Þess má geta að bæði Finnar og Eistar afhenta hverjum skóla niðurstöður sínar enda metnaður hjá menntayfirvöldum þar að nýta þær til þess að taka rétt og markviss skref áfram í þágu nemenda. Samtöl undirritaðs við Francesco Avvisati yfirmann PISA hjá OECD og Sheilu Krawchuk og Keith Rust hjá Westat sem halda utan um töl- og aðferðafræði PISA fyrir OECD staðfesta það að lítil lönd eins og Ísland séu í kjörstöðu að nýta niðurstöður PISA fyrir skólana sína. Enda fékk OECD hugmyndina að ,,PISA for schools“ þannig að stærri ríki gætu gert það sama og við Íslendingar fengum ,,frítt“ upp í hendurnar með hefðbundna PISA prófinu, það er stundum gott að vera fámenn. Margir skólar nýttu sér niðurstöðurnar 2012 og 2015 nemendum til hagsbóta en PISA prófið er vandað og áreiðanlegt og í raun ómetanleg viðbót inn í skólastarfið þannig að hægt sé að taka markviss skref áfram og bæta árangur nemenda. Frá árinu 2018 hefur verið sett í lás og engir skólar fá ,,sínar“ niðurstöðu og liggja niðurstöður skóla og sveitarfélaga og rykfalla engum til gagns, niðurstöður sem stærri ríki borga hundruðir milljóna til að fá. Hvers vegna fengu skólar niðurstöður sínar 2012 og 2015? Hvað hefur breyst síðan? Skortur á áreiðanlegum og réttmætum mælingu er mikill og leyndarhyggjan óþolandi fyrir skólamenn sem vilja bæta námsárangur nemenda sinna með því að nýta allar þær upplýsingar sem við eigum um skólana okkar. Munum það að það er val þeirra sem stjórna að staðan er eins og hún er í menntakerfinu. Það er ekki óviðráðanlegt verkefni að snúa vörn í sigur, dæmin sanna það. Á meðan nemendum, foreldrum og skólum er haldið í myrkrinu geta valdhafar hjakkað í sama farinu enda vandanum haldið leyndum, fólk veit ekki hvar mesta blæðingin er. Ekrt að sjá allt í góðu hér, hér er mantran. Ef við vissum hvar skórinn kreppir mest þyrftu stjórnvöld að grípa í taumana en það er einmitt það sem þau hræðast því þau hvorki geta né kunna það. Munum að Ísland ,,tapaði“ 2 heilum skólaárum skv. PISA á milli 2018 og 2022 þrátt fyrir að Íslenskir skólar væru mest opnir allra skóla í Covid 19 faraldrinum. Fáviska er sæla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál PISA-könnun Sjálfstæðisflokkurinn Jón Pétur Zimsen Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Árin 2012 og 2015 fengu skólar ,,sínar“ PISA niðurstöður frá Menntamálastofnun (núverandi MMS). Niðurstöður skóla þar sem yfir 70% þátttaka er og yfir 40 nemendur í árgangi gefa ágætis vísbendingar um stöðu skólans í PISA enda notast Ísland ekki við úrtak heldur er allt þýðið undir, allir 15 ára nemendur taka prófið vegna fámennis. Því meiri þátttaka og því fleiri nemendur því sterkari vísbendingar um stöðu skólanna. Þess má geta að bæði Finnar og Eistar afhenta hverjum skóla niðurstöður sínar enda metnaður hjá menntayfirvöldum þar að nýta þær til þess að taka rétt og markviss skref áfram í þágu nemenda. Samtöl undirritaðs við Francesco Avvisati yfirmann PISA hjá OECD og Sheilu Krawchuk og Keith Rust hjá Westat sem halda utan um töl- og aðferðafræði PISA fyrir OECD staðfesta það að lítil lönd eins og Ísland séu í kjörstöðu að nýta niðurstöður PISA fyrir skólana sína. Enda fékk OECD hugmyndina að ,,PISA for schools“ þannig að stærri ríki gætu gert það sama og við Íslendingar fengum ,,frítt“ upp í hendurnar með hefðbundna PISA prófinu, það er stundum gott að vera fámenn. Margir skólar nýttu sér niðurstöðurnar 2012 og 2015 nemendum til hagsbóta en PISA prófið er vandað og áreiðanlegt og í raun ómetanleg viðbót inn í skólastarfið þannig að hægt sé að taka markviss skref áfram og bæta árangur nemenda. Frá árinu 2018 hefur verið sett í lás og engir skólar fá ,,sínar“ niðurstöðu og liggja niðurstöður skóla og sveitarfélaga og rykfalla engum til gagns, niðurstöður sem stærri ríki borga hundruðir milljóna til að fá. Hvers vegna fengu skólar niðurstöður sínar 2012 og 2015? Hvað hefur breyst síðan? Skortur á áreiðanlegum og réttmætum mælingu er mikill og leyndarhyggjan óþolandi fyrir skólamenn sem vilja bæta námsárangur nemenda sinna með því að nýta allar þær upplýsingar sem við eigum um skólana okkar. Munum það að það er val þeirra sem stjórna að staðan er eins og hún er í menntakerfinu. Það er ekki óviðráðanlegt verkefni að snúa vörn í sigur, dæmin sanna það. Á meðan nemendum, foreldrum og skólum er haldið í myrkrinu geta valdhafar hjakkað í sama farinu enda vandanum haldið leyndum, fólk veit ekki hvar mesta blæðingin er. Ekrt að sjá allt í góðu hér, hér er mantran. Ef við vissum hvar skórinn kreppir mest þyrftu stjórnvöld að grípa í taumana en það er einmitt það sem þau hræðast því þau hvorki geta né kunna það. Munum að Ísland ,,tapaði“ 2 heilum skólaárum skv. PISA á milli 2018 og 2022 þrátt fyrir að Íslenskir skólar væru mest opnir allra skóla í Covid 19 faraldrinum. Fáviska er sæla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar