Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar 15. október 2025 11:00 Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Árin 2012 og 2015 fengu skólar ,,sínar“ PISA niðurstöður frá Menntamálastofnun (núverandi MMS). Niðurstöður skóla þar sem yfir 70% þátttaka er og yfir 40 nemendur í árgangi gefa ágætis vísbendingar um stöðu skólans í PISA enda notast Ísland ekki við úrtak heldur er allt þýðið undir, allir 15 ára nemendur taka prófið vegna fámennis. Því meiri þátttaka og því fleiri nemendur því sterkari vísbendingar um stöðu skólanna. Þess má geta að bæði Finnar og Eistar afhenta hverjum skóla niðurstöður sínar enda metnaður hjá menntayfirvöldum þar að nýta þær til þess að taka rétt og markviss skref áfram í þágu nemenda. Samtöl undirritaðs við Francesco Avvisati yfirmann PISA hjá OECD og Sheilu Krawchuk og Keith Rust hjá Westat sem halda utan um töl- og aðferðafræði PISA fyrir OECD staðfesta það að lítil lönd eins og Ísland séu í kjörstöðu að nýta niðurstöður PISA fyrir skólana sína. Enda fékk OECD hugmyndina að ,,PISA for schools“ þannig að stærri ríki gætu gert það sama og við Íslendingar fengum ,,frítt“ upp í hendurnar með hefðbundna PISA prófinu, það er stundum gott að vera fámenn. Margir skólar nýttu sér niðurstöðurnar 2012 og 2015 nemendum til hagsbóta en PISA prófið er vandað og áreiðanlegt og í raun ómetanleg viðbót inn í skólastarfið þannig að hægt sé að taka markviss skref áfram og bæta árangur nemenda. Frá árinu 2018 hefur verið sett í lás og engir skólar fá ,,sínar“ niðurstöðu og liggja niðurstöður skóla og sveitarfélaga og rykfalla engum til gagns, niðurstöður sem stærri ríki borga hundruðir milljóna til að fá. Hvers vegna fengu skólar niðurstöður sínar 2012 og 2015? Hvað hefur breyst síðan? Skortur á áreiðanlegum og réttmætum mælingu er mikill og leyndarhyggjan óþolandi fyrir skólamenn sem vilja bæta námsárangur nemenda sinna með því að nýta allar þær upplýsingar sem við eigum um skólana okkar. Munum það að það er val þeirra sem stjórna að staðan er eins og hún er í menntakerfinu. Það er ekki óviðráðanlegt verkefni að snúa vörn í sigur, dæmin sanna það. Á meðan nemendum, foreldrum og skólum er haldið í myrkrinu geta valdhafar hjakkað í sama farinu enda vandanum haldið leyndum, fólk veit ekki hvar mesta blæðingin er. Ekrt að sjá allt í góðu hér, hér er mantran. Ef við vissum hvar skórinn kreppir mest þyrftu stjórnvöld að grípa í taumana en það er einmitt það sem þau hræðast því þau hvorki geta né kunna það. Munum að Ísland ,,tapaði“ 2 heilum skólaárum skv. PISA á milli 2018 og 2022 þrátt fyrir að Íslenskir skólar væru mest opnir allra skóla í Covid 19 faraldrinum. Fáviska er sæla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál PISA-könnun Sjálfstæðisflokkurinn Jón Pétur Zimsen Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Árin 2012 og 2015 fengu skólar ,,sínar“ PISA niðurstöður frá Menntamálastofnun (núverandi MMS). Niðurstöður skóla þar sem yfir 70% þátttaka er og yfir 40 nemendur í árgangi gefa ágætis vísbendingar um stöðu skólans í PISA enda notast Ísland ekki við úrtak heldur er allt þýðið undir, allir 15 ára nemendur taka prófið vegna fámennis. Því meiri þátttaka og því fleiri nemendur því sterkari vísbendingar um stöðu skólanna. Þess má geta að bæði Finnar og Eistar afhenta hverjum skóla niðurstöður sínar enda metnaður hjá menntayfirvöldum þar að nýta þær til þess að taka rétt og markviss skref áfram í þágu nemenda. Samtöl undirritaðs við Francesco Avvisati yfirmann PISA hjá OECD og Sheilu Krawchuk og Keith Rust hjá Westat sem halda utan um töl- og aðferðafræði PISA fyrir OECD staðfesta það að lítil lönd eins og Ísland séu í kjörstöðu að nýta niðurstöður PISA fyrir skólana sína. Enda fékk OECD hugmyndina að ,,PISA for schools“ þannig að stærri ríki gætu gert það sama og við Íslendingar fengum ,,frítt“ upp í hendurnar með hefðbundna PISA prófinu, það er stundum gott að vera fámenn. Margir skólar nýttu sér niðurstöðurnar 2012 og 2015 nemendum til hagsbóta en PISA prófið er vandað og áreiðanlegt og í raun ómetanleg viðbót inn í skólastarfið þannig að hægt sé að taka markviss skref áfram og bæta árangur nemenda. Frá árinu 2018 hefur verið sett í lás og engir skólar fá ,,sínar“ niðurstöðu og liggja niðurstöður skóla og sveitarfélaga og rykfalla engum til gagns, niðurstöður sem stærri ríki borga hundruðir milljóna til að fá. Hvers vegna fengu skólar niðurstöður sínar 2012 og 2015? Hvað hefur breyst síðan? Skortur á áreiðanlegum og réttmætum mælingu er mikill og leyndarhyggjan óþolandi fyrir skólamenn sem vilja bæta námsárangur nemenda sinna með því að nýta allar þær upplýsingar sem við eigum um skólana okkar. Munum það að það er val þeirra sem stjórna að staðan er eins og hún er í menntakerfinu. Það er ekki óviðráðanlegt verkefni að snúa vörn í sigur, dæmin sanna það. Á meðan nemendum, foreldrum og skólum er haldið í myrkrinu geta valdhafar hjakkað í sama farinu enda vandanum haldið leyndum, fólk veit ekki hvar mesta blæðingin er. Ekrt að sjá allt í góðu hér, hér er mantran. Ef við vissum hvar skórinn kreppir mest þyrftu stjórnvöld að grípa í taumana en það er einmitt það sem þau hræðast því þau hvorki geta né kunna það. Munum að Ísland ,,tapaði“ 2 heilum skólaárum skv. PISA á milli 2018 og 2022 þrátt fyrir að Íslenskir skólar væru mest opnir allra skóla í Covid 19 faraldrinum. Fáviska er sæla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar