Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar 15. október 2025 07:46 Aukin stríðsátök í Evrópu og náttúruvá á Reykjanesi hafa áþreifanlega sýnt fram á það hversu brothætt samfélög geta verið. Þessar ógnir hafa afhjúpað takmarkanir hefðbundinna öryggisvarna og áhættumats þjóða, sem oft byggir á því að meta líkur á þekktum ógnum. Þegar óvissan er mikil dugar slík nálgun ekki lengur. Við þurfum grundvallarbreytingu á hugsunarhætti: Að hætta að einblína á vernd einstakra innviða en tryggja í staðinn samfellda starfsemi samfélagsins út frá grunnþörfum þess. Með nýrri aðferðarfræði er hægt að byggja upp raunverulegt áfallaþol þjóða með skipulögðum hætti. Markvisst samfélagsöryggi Til að geta byggt upp áfallaþol á markvissan hátt er nauðsynlegt að hafa skýra sameiginlega skilgreiningu á því hvað við erum að reyna að vernda. Samfélagsöryggi snýst um að vernda líf, heilsu og aðrar grunnþarfir fólks með því að viðhalda mikilvægustu starfsemi samfélagsins við áföll. Þar sem öryggið er byggt upp frá grunni og fylgt er skýrri, rökréttri orsakakeðju ákvarðar hvert skref það næsta: 1. Grunnþarfir einstaklinga: Allt byrjar á grunnþörfum fólks. Hver og einn þarf aðgang að skjóli, mat, hreinu vatni og öryggi til að lifa af. 2. Grundvallargildi samfélagsins: Þessar grunnþarfir ráða því hvaða gildi við sem samfélag viljum standa vörð um. Þetta eru gildi eins og heilsa almennings, velferð og samfélagslegur stöðugleiki. 3. Samfélagsleg virkni: Þessi virkni skilgreinir hvaða starfsemi og þjónusta er algjörlega ómissandi til að viðhalda grundvallargildunum. Hér erum við að tala um grunnstoðir eins og heilbrigðisþjónustu, matvælaframleiðslu, orkuframleiðslu og samgöngur, en aðeins þá þætti grunnstoðanna sem nauðsynlegir eru fyrir liði 1 og 2. 4. Mikilvægir innviðir: Að lokum ákvarðar þessi samfélagslega virkni hvaða innviðir (mannvirki, kerfi og tækni) eru nauðsynlegir til að styðja við hana. Þetta getur verið allt frá raforkukerfum og vatnsveitum til fjarskiptaneta og sjúkrahúsa, að því marki sem þau styðja við skilgreinda þætti í lið 3. Með þessari nálgun færist áherslan frá því að líta á einstaka innviði sem grunninn sem þarf að vernda, yfir í að líta á innviði til að tryggja þá þjónustu sem er fólki lífsnauðsynleg. Í stað þess að spyrja „hvernig verndum við hitaveituna?“ spyrjum við „hvernig tryggjum við að fólk hafi aðgang að heitu vatni?“, eða í stærra samhengi, „hvernig tryggjum við að húsnæði sé nægjanlega upphitað?“ Þessi breyting á aðferðarfræði er lykillinn að því að byggja upp raunverulegt áfallaþol. Frá áhættumati yfir í samfellda virkni samfélagsins Hefðbundið áhættumat, sem byggir á því að reikna líkur á tilteknum atburðum, er oft ófullnægjandi til að takast á við flóknar og ófyrirséðar áskoranir. Óvissa ógna hefur þannig áhrif á aðferðarfræði áhættumatsins. Ný aðferðarfræði, sem byggir á samfélagsöryggi og rekstrarsamfellu, tekur tillit til óvissu í mati á áhættu. Í stað þess að reyna að spá fyrir um alla mögulega atburði er áherslan lögð á að tryggja að mikilvægasta starfsemin geti haldið áfram, óháð ógnum. Þetta krefst þess að við setjum okkur skýr og mælanleg markmið byggð á skilgreindu samfélagsöryggi. Þetta eru ekki aðeins tæknilegir mælikvarðar heldur stefnumarkandi ákvarðanir sem skilgreina metnaðarstig þjóðar í öryggismálum og byggja á mati á því hvað telst óásættanlegt tjón. Tvo lykilhugtök eru þar í forgrunni: Lágmarksþjónustustig: Sú lágmarksþjónusta sem verður að vera til staðar á öllum tímum til að koma í veg fyrir óásættanlegar afleiðingar, miðað við fyrir fram skilgreindar álagsforsendur. Dæmi gæti verið að tryggja að hver einstaklingur hafi aðgang að minnst þremur til fimm lítrum af hreinu drykkjarvatni á dag við allt að fjögurra daga rafmagnsleysi. Hámarksroftími: Sá hámarkstími sem mikilvæg þjónusta má liggja niðri áður en afleiðingarnar verða óásættanlegar. Til dæmis hversu margar klukkustundir mega líða áður en skortur á húshitun í köldu loftslagi verður að alvarlegu heilbrigðisvandamáli. Með því að skilgreina þessa mælikvarða getur þjóð sett sér skýr og hagnýt markmið um þjónustustig í stað þess að einblína á óljósar líkur á sjaldgæfum atburðum. Eftir að hafa skilgreint hvað við þurfum að vernda (lágmarks þjónustustig) og á hvaða tímaramma (hámarksroftími) getum við snúið okkur að hagnýtu spurningunni um hvernig við náum þessum markmiðum. Það þarf að gera með greiningu á áhættum og vörnum tengdum þeim ferlum sem styðja samfélagslega virkni, sem ekki verður fjallað nánar um hér. Áfallaþol er ferðalag, ekki áfangastaður Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um „Inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum“ varpar ljósi á alvarleika ógna og berskjöldun Íslands á mörgum sviðum. Eins og nýlegar ógnir með drónum í Evrópu hafa sýnt er nauðsynlegt að vera viðbúinn hinu óvænta og byggja upp kerfi sem geta staðist álag, sama hvaðan það kemur. Í því ljósi hefur sjaldan verið mikilvægara að stefnu fylgi aðgerðir og árangursríkri aðferðarfræði sé beitt í að tryggja öryggi samfélagsins eins og kostur er. Stjórnvöld öryggismála og almannavarna þurfa því að auka tíðni og nálgun þjóðaráhættumats og áhættuminnkandi aðgerða til að ná utan um breytta heimsmynd í öryggismálum. Höfundur er framkvæmdastjóri ÖRUGG verkfræðistofu og stundar doktorsnám í samfélagsöryggi og áhættustjórnun við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Aukin stríðsátök í Evrópu og náttúruvá á Reykjanesi hafa áþreifanlega sýnt fram á það hversu brothætt samfélög geta verið. Þessar ógnir hafa afhjúpað takmarkanir hefðbundinna öryggisvarna og áhættumats þjóða, sem oft byggir á því að meta líkur á þekktum ógnum. Þegar óvissan er mikil dugar slík nálgun ekki lengur. Við þurfum grundvallarbreytingu á hugsunarhætti: Að hætta að einblína á vernd einstakra innviða en tryggja í staðinn samfellda starfsemi samfélagsins út frá grunnþörfum þess. Með nýrri aðferðarfræði er hægt að byggja upp raunverulegt áfallaþol þjóða með skipulögðum hætti. Markvisst samfélagsöryggi Til að geta byggt upp áfallaþol á markvissan hátt er nauðsynlegt að hafa skýra sameiginlega skilgreiningu á því hvað við erum að reyna að vernda. Samfélagsöryggi snýst um að vernda líf, heilsu og aðrar grunnþarfir fólks með því að viðhalda mikilvægustu starfsemi samfélagsins við áföll. Þar sem öryggið er byggt upp frá grunni og fylgt er skýrri, rökréttri orsakakeðju ákvarðar hvert skref það næsta: 1. Grunnþarfir einstaklinga: Allt byrjar á grunnþörfum fólks. Hver og einn þarf aðgang að skjóli, mat, hreinu vatni og öryggi til að lifa af. 2. Grundvallargildi samfélagsins: Þessar grunnþarfir ráða því hvaða gildi við sem samfélag viljum standa vörð um. Þetta eru gildi eins og heilsa almennings, velferð og samfélagslegur stöðugleiki. 3. Samfélagsleg virkni: Þessi virkni skilgreinir hvaða starfsemi og þjónusta er algjörlega ómissandi til að viðhalda grundvallargildunum. Hér erum við að tala um grunnstoðir eins og heilbrigðisþjónustu, matvælaframleiðslu, orkuframleiðslu og samgöngur, en aðeins þá þætti grunnstoðanna sem nauðsynlegir eru fyrir liði 1 og 2. 4. Mikilvægir innviðir: Að lokum ákvarðar þessi samfélagslega virkni hvaða innviðir (mannvirki, kerfi og tækni) eru nauðsynlegir til að styðja við hana. Þetta getur verið allt frá raforkukerfum og vatnsveitum til fjarskiptaneta og sjúkrahúsa, að því marki sem þau styðja við skilgreinda þætti í lið 3. Með þessari nálgun færist áherslan frá því að líta á einstaka innviði sem grunninn sem þarf að vernda, yfir í að líta á innviði til að tryggja þá þjónustu sem er fólki lífsnauðsynleg. Í stað þess að spyrja „hvernig verndum við hitaveituna?“ spyrjum við „hvernig tryggjum við að fólk hafi aðgang að heitu vatni?“, eða í stærra samhengi, „hvernig tryggjum við að húsnæði sé nægjanlega upphitað?“ Þessi breyting á aðferðarfræði er lykillinn að því að byggja upp raunverulegt áfallaþol. Frá áhættumati yfir í samfellda virkni samfélagsins Hefðbundið áhættumat, sem byggir á því að reikna líkur á tilteknum atburðum, er oft ófullnægjandi til að takast á við flóknar og ófyrirséðar áskoranir. Óvissa ógna hefur þannig áhrif á aðferðarfræði áhættumatsins. Ný aðferðarfræði, sem byggir á samfélagsöryggi og rekstrarsamfellu, tekur tillit til óvissu í mati á áhættu. Í stað þess að reyna að spá fyrir um alla mögulega atburði er áherslan lögð á að tryggja að mikilvægasta starfsemin geti haldið áfram, óháð ógnum. Þetta krefst þess að við setjum okkur skýr og mælanleg markmið byggð á skilgreindu samfélagsöryggi. Þetta eru ekki aðeins tæknilegir mælikvarðar heldur stefnumarkandi ákvarðanir sem skilgreina metnaðarstig þjóðar í öryggismálum og byggja á mati á því hvað telst óásættanlegt tjón. Tvo lykilhugtök eru þar í forgrunni: Lágmarksþjónustustig: Sú lágmarksþjónusta sem verður að vera til staðar á öllum tímum til að koma í veg fyrir óásættanlegar afleiðingar, miðað við fyrir fram skilgreindar álagsforsendur. Dæmi gæti verið að tryggja að hver einstaklingur hafi aðgang að minnst þremur til fimm lítrum af hreinu drykkjarvatni á dag við allt að fjögurra daga rafmagnsleysi. Hámarksroftími: Sá hámarkstími sem mikilvæg þjónusta má liggja niðri áður en afleiðingarnar verða óásættanlegar. Til dæmis hversu margar klukkustundir mega líða áður en skortur á húshitun í köldu loftslagi verður að alvarlegu heilbrigðisvandamáli. Með því að skilgreina þessa mælikvarða getur þjóð sett sér skýr og hagnýt markmið um þjónustustig í stað þess að einblína á óljósar líkur á sjaldgæfum atburðum. Eftir að hafa skilgreint hvað við þurfum að vernda (lágmarks þjónustustig) og á hvaða tímaramma (hámarksroftími) getum við snúið okkur að hagnýtu spurningunni um hvernig við náum þessum markmiðum. Það þarf að gera með greiningu á áhættum og vörnum tengdum þeim ferlum sem styðja samfélagslega virkni, sem ekki verður fjallað nánar um hér. Áfallaþol er ferðalag, ekki áfangastaður Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um „Inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum“ varpar ljósi á alvarleika ógna og berskjöldun Íslands á mörgum sviðum. Eins og nýlegar ógnir með drónum í Evrópu hafa sýnt er nauðsynlegt að vera viðbúinn hinu óvænta og byggja upp kerfi sem geta staðist álag, sama hvaðan það kemur. Í því ljósi hefur sjaldan verið mikilvægara að stefnu fylgi aðgerðir og árangursríkri aðferðarfræði sé beitt í að tryggja öryggi samfélagsins eins og kostur er. Stjórnvöld öryggismála og almannavarna þurfa því að auka tíðni og nálgun þjóðaráhættumats og áhættuminnkandi aðgerða til að ná utan um breytta heimsmynd í öryggismálum. Höfundur er framkvæmdastjóri ÖRUGG verkfræðistofu og stundar doktorsnám í samfélagsöryggi og áhættustjórnun við Háskóla Íslands
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar