Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar 15. október 2025 06:47 Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Galdurinn við Sjálfstætt fólk er sá að hún er mjög krefjandi fyrir lesandann að því leyti að aðalpersónan Bjartur er ekkert sérstaklega góð manneskja. Þetta á raunar líka við um Jón Hreggviðsson, aðalpersónu Íslandsklukkunnar, sem heitu pottunum finnst líka of flókin til að „henda í“ nemendur og mér finnst líka mjög gaman að kenna. Lesandi bókmennta á að samsama sig með aðalpersónum, finna til með þeim og spegla sig í þeim, en öll slík hegðun gagnvart þeim félögum er afskaplega óþægileg. Þrátt fyrir þetta er augljóst fyrir lesandann að báðir eiga þeir skilið réttlæti í sínum samfélögum. Það á nefnilega ekki að þurfa að sýna fram á manngæsku sína eða siðferði til þess að eiga skilið réttlæti og sanngirni. Þessi krefjandi afstaða gagnvart bókinni reynist ýmsum flókin, bæði nemendum og rígfullorðnu fólki. Þess vegna er Bjartur í Sumarhúsum stundum hylltur sem einhvers konar hetja þrátt fyrir alla hans vankanta, af því að í samfélagi, þar sem öll umræða er pólariseruð og svarthvít, ræður fólk illa við að líka ekki við aðalpersónu bókarinnar, en hafa samúð með aðstæðum hennar og finnast þær ranglátar. Þó er þetta einmitt sú ástæða sem mér finnst vega þyngst í þeirri ákvörðun að halda áfram að kenna þessa erfiðu bók. Ungmenni sem við lok íslenskunáms á þriðja þrepi eiga, samkvæmt aðalnámskrá að „átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum, sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum“ verða að geta lesið bókmenntir sem reyna á þessa þætti, bókmenntir þar sem lesandinn er krafinn um að geta haft flóknar tilfinningar og tekið flókna afstöðu. Það er ekki auðvelt að læra Sjálfstætt fólk. Það er raunar ekki alltaf auðvelt að kenna Sjálfstætt fólk. En það á heldur ekki alltaf að vera auðvelt að vera í námi. Ég kæri mig alls ekki um að vera kennari sem „mætir nemendum þar sem þau eru“. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk eða starf. Mitt starf er að hjálpa nemendum að þroskast og vaxa, að fá þau einmitt til þess að hætta að vera þar sem þau eru þegar þau koma til mín og gera þau reiðubúin til að takast á við lífið á nýjan hátt. Nám verður að vera erfitt og krefjandi, annars erum við ekki að sinna okkar skyldum. Nemendur okkar í MH eru yfirleitt stoltir og ánægðir með sig eftir að hafa lesið þessa krefjandi bókmennt, enda mega þau alveg vera það. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því fyrir unga manneskju að ráða við erfitt og flókið verkefni sem hún hefði ekkert endilega ráðist í nema tilneydd og uppgötva að þó það hafi verið erfitt, þá réði hún við það. Eftir Sjálfstætt fólk virka aðrar bækur auðveldari en áður og það að halda því fram að ungt fólk geti ekki eða eigi ekki að lesa þessa bók af því að hún sé of flókin er að gera lítið úr þessu frábæra fólki sem leggur sig virkilega fram við að lesa, þroskast og læra. Og ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum. Höfundur er íslensku- og bókmenntafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bókmenntir Framhaldsskólar Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Galdurinn við Sjálfstætt fólk er sá að hún er mjög krefjandi fyrir lesandann að því leyti að aðalpersónan Bjartur er ekkert sérstaklega góð manneskja. Þetta á raunar líka við um Jón Hreggviðsson, aðalpersónu Íslandsklukkunnar, sem heitu pottunum finnst líka of flókin til að „henda í“ nemendur og mér finnst líka mjög gaman að kenna. Lesandi bókmennta á að samsama sig með aðalpersónum, finna til með þeim og spegla sig í þeim, en öll slík hegðun gagnvart þeim félögum er afskaplega óþægileg. Þrátt fyrir þetta er augljóst fyrir lesandann að báðir eiga þeir skilið réttlæti í sínum samfélögum. Það á nefnilega ekki að þurfa að sýna fram á manngæsku sína eða siðferði til þess að eiga skilið réttlæti og sanngirni. Þessi krefjandi afstaða gagnvart bókinni reynist ýmsum flókin, bæði nemendum og rígfullorðnu fólki. Þess vegna er Bjartur í Sumarhúsum stundum hylltur sem einhvers konar hetja þrátt fyrir alla hans vankanta, af því að í samfélagi, þar sem öll umræða er pólariseruð og svarthvít, ræður fólk illa við að líka ekki við aðalpersónu bókarinnar, en hafa samúð með aðstæðum hennar og finnast þær ranglátar. Þó er þetta einmitt sú ástæða sem mér finnst vega þyngst í þeirri ákvörðun að halda áfram að kenna þessa erfiðu bók. Ungmenni sem við lok íslenskunáms á þriðja þrepi eiga, samkvæmt aðalnámskrá að „átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum, sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum“ verða að geta lesið bókmenntir sem reyna á þessa þætti, bókmenntir þar sem lesandinn er krafinn um að geta haft flóknar tilfinningar og tekið flókna afstöðu. Það er ekki auðvelt að læra Sjálfstætt fólk. Það er raunar ekki alltaf auðvelt að kenna Sjálfstætt fólk. En það á heldur ekki alltaf að vera auðvelt að vera í námi. Ég kæri mig alls ekki um að vera kennari sem „mætir nemendum þar sem þau eru“. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk eða starf. Mitt starf er að hjálpa nemendum að þroskast og vaxa, að fá þau einmitt til þess að hætta að vera þar sem þau eru þegar þau koma til mín og gera þau reiðubúin til að takast á við lífið á nýjan hátt. Nám verður að vera erfitt og krefjandi, annars erum við ekki að sinna okkar skyldum. Nemendur okkar í MH eru yfirleitt stoltir og ánægðir með sig eftir að hafa lesið þessa krefjandi bókmennt, enda mega þau alveg vera það. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því fyrir unga manneskju að ráða við erfitt og flókið verkefni sem hún hefði ekkert endilega ráðist í nema tilneydd og uppgötva að þó það hafi verið erfitt, þá réði hún við það. Eftir Sjálfstætt fólk virka aðrar bækur auðveldari en áður og það að halda því fram að ungt fólk geti ekki eða eigi ekki að lesa þessa bók af því að hún sé of flókin er að gera lítið úr þessu frábæra fólki sem leggur sig virkilega fram við að lesa, þroskast og læra. Og ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum. Höfundur er íslensku- og bókmenntafræðingur
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar