Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar 15. október 2025 06:47 Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Galdurinn við Sjálfstætt fólk er sá að hún er mjög krefjandi fyrir lesandann að því leyti að aðalpersónan Bjartur er ekkert sérstaklega góð manneskja. Þetta á raunar líka við um Jón Hreggviðsson, aðalpersónu Íslandsklukkunnar, sem heitu pottunum finnst líka of flókin til að „henda í“ nemendur og mér finnst líka mjög gaman að kenna. Lesandi bókmennta á að samsama sig með aðalpersónum, finna til með þeim og spegla sig í þeim, en öll slík hegðun gagnvart þeim félögum er afskaplega óþægileg. Þrátt fyrir þetta er augljóst fyrir lesandann að báðir eiga þeir skilið réttlæti í sínum samfélögum. Það á nefnilega ekki að þurfa að sýna fram á manngæsku sína eða siðferði til þess að eiga skilið réttlæti og sanngirni. Þessi krefjandi afstaða gagnvart bókinni reynist ýmsum flókin, bæði nemendum og rígfullorðnu fólki. Þess vegna er Bjartur í Sumarhúsum stundum hylltur sem einhvers konar hetja þrátt fyrir alla hans vankanta, af því að í samfélagi, þar sem öll umræða er pólariseruð og svarthvít, ræður fólk illa við að líka ekki við aðalpersónu bókarinnar, en hafa samúð með aðstæðum hennar og finnast þær ranglátar. Þó er þetta einmitt sú ástæða sem mér finnst vega þyngst í þeirri ákvörðun að halda áfram að kenna þessa erfiðu bók. Ungmenni sem við lok íslenskunáms á þriðja þrepi eiga, samkvæmt aðalnámskrá að „átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum, sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum“ verða að geta lesið bókmenntir sem reyna á þessa þætti, bókmenntir þar sem lesandinn er krafinn um að geta haft flóknar tilfinningar og tekið flókna afstöðu. Það er ekki auðvelt að læra Sjálfstætt fólk. Það er raunar ekki alltaf auðvelt að kenna Sjálfstætt fólk. En það á heldur ekki alltaf að vera auðvelt að vera í námi. Ég kæri mig alls ekki um að vera kennari sem „mætir nemendum þar sem þau eru“. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk eða starf. Mitt starf er að hjálpa nemendum að þroskast og vaxa, að fá þau einmitt til þess að hætta að vera þar sem þau eru þegar þau koma til mín og gera þau reiðubúin til að takast á við lífið á nýjan hátt. Nám verður að vera erfitt og krefjandi, annars erum við ekki að sinna okkar skyldum. Nemendur okkar í MH eru yfirleitt stoltir og ánægðir með sig eftir að hafa lesið þessa krefjandi bókmennt, enda mega þau alveg vera það. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því fyrir unga manneskju að ráða við erfitt og flókið verkefni sem hún hefði ekkert endilega ráðist í nema tilneydd og uppgötva að þó það hafi verið erfitt, þá réði hún við það. Eftir Sjálfstætt fólk virka aðrar bækur auðveldari en áður og það að halda því fram að ungt fólk geti ekki eða eigi ekki að lesa þessa bók af því að hún sé of flókin er að gera lítið úr þessu frábæra fólki sem leggur sig virkilega fram við að lesa, þroskast og læra. Og ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum. Höfundur er íslensku- og bókmenntafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bókmenntir Framhaldsskólar Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Galdurinn við Sjálfstætt fólk er sá að hún er mjög krefjandi fyrir lesandann að því leyti að aðalpersónan Bjartur er ekkert sérstaklega góð manneskja. Þetta á raunar líka við um Jón Hreggviðsson, aðalpersónu Íslandsklukkunnar, sem heitu pottunum finnst líka of flókin til að „henda í“ nemendur og mér finnst líka mjög gaman að kenna. Lesandi bókmennta á að samsama sig með aðalpersónum, finna til með þeim og spegla sig í þeim, en öll slík hegðun gagnvart þeim félögum er afskaplega óþægileg. Þrátt fyrir þetta er augljóst fyrir lesandann að báðir eiga þeir skilið réttlæti í sínum samfélögum. Það á nefnilega ekki að þurfa að sýna fram á manngæsku sína eða siðferði til þess að eiga skilið réttlæti og sanngirni. Þessi krefjandi afstaða gagnvart bókinni reynist ýmsum flókin, bæði nemendum og rígfullorðnu fólki. Þess vegna er Bjartur í Sumarhúsum stundum hylltur sem einhvers konar hetja þrátt fyrir alla hans vankanta, af því að í samfélagi, þar sem öll umræða er pólariseruð og svarthvít, ræður fólk illa við að líka ekki við aðalpersónu bókarinnar, en hafa samúð með aðstæðum hennar og finnast þær ranglátar. Þó er þetta einmitt sú ástæða sem mér finnst vega þyngst í þeirri ákvörðun að halda áfram að kenna þessa erfiðu bók. Ungmenni sem við lok íslenskunáms á þriðja þrepi eiga, samkvæmt aðalnámskrá að „átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum, sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum“ verða að geta lesið bókmenntir sem reyna á þessa þætti, bókmenntir þar sem lesandinn er krafinn um að geta haft flóknar tilfinningar og tekið flókna afstöðu. Það er ekki auðvelt að læra Sjálfstætt fólk. Það er raunar ekki alltaf auðvelt að kenna Sjálfstætt fólk. En það á heldur ekki alltaf að vera auðvelt að vera í námi. Ég kæri mig alls ekki um að vera kennari sem „mætir nemendum þar sem þau eru“. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk eða starf. Mitt starf er að hjálpa nemendum að þroskast og vaxa, að fá þau einmitt til þess að hætta að vera þar sem þau eru þegar þau koma til mín og gera þau reiðubúin til að takast á við lífið á nýjan hátt. Nám verður að vera erfitt og krefjandi, annars erum við ekki að sinna okkar skyldum. Nemendur okkar í MH eru yfirleitt stoltir og ánægðir með sig eftir að hafa lesið þessa krefjandi bókmennt, enda mega þau alveg vera það. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því fyrir unga manneskju að ráða við erfitt og flókið verkefni sem hún hefði ekkert endilega ráðist í nema tilneydd og uppgötva að þó það hafi verið erfitt, þá réði hún við það. Eftir Sjálfstætt fólk virka aðrar bækur auðveldari en áður og það að halda því fram að ungt fólk geti ekki eða eigi ekki að lesa þessa bók af því að hún sé of flókin er að gera lítið úr þessu frábæra fólki sem leggur sig virkilega fram við að lesa, þroskast og læra. Og ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum. Höfundur er íslensku- og bókmenntafræðingur
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun