Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Kjartan Kjartansson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 14. október 2025 14:19 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. Hæstiréttur ógilti einn lið skilmála húsnæðislána Íslandsbanka en sýknaði bankann að öðru leyti í dag. Sá liður fjallar um til hvaða þátta bankinn lítur til við ákvörðun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra lána. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að við fyrstu sýn sé niðurstaðan fullnaðarsigur fyrir samtökin. Bankanum hafi verið óheimilt að nota huglæga þætti til viðmiðunar við vaxtaákvarðanir. Miða þyrfti við hlutlausa þætti eins og seðlabankavexti í þessu tilfelli. „Þettar er ótrúlegt og sigur fyrir neytendur og fyrir lántaka í dag,“ sagði Breki við fréttamann Sýnar eftir að dómur féll klukkan hálf tvö í dag. Niðurstaðan þýðir jafnframt að nú verði skýrt hvernig vextir breytist og að neytendur geti rannreynt aftur í tímann hvort breytingar hafi verið sanngjarnar, að mati Breka. Hann segist eiga eftir að fara betur yfir dóminn en hann hefur enn ekki verið birtur opinberlega. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig bankinn og aðrar fjármálastofnanir bregðist við. Breki segir samtökin vilja setjast niður með fulltrúum bankanna og annarra lánveitenda. „Við teljum að önnur lán, bæði hjá bönkunum og líka hjá flestum ef ekki öllum lífeyrissjóðum séu með sömu annmarka og ætti þá að laga líka,“ segir hann. Málið sýni ennfremur fram á mikilvægi þess að samtök neytenda hafi fjárhagslegt bolmagn til þess að ráðast í málaferli sem þessi. Málareksturinn, sem hófst fyrir sex árum, hafi kostað fleiri milljónir króna. „Það er í rauninni magnað að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi án þess að yfirvöld skærust í leikinn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Íslandsbanki Vaxtamálið Lánamál Tengdar fréttir Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Hæstiréttur ógilti einn lið skilmála húsnæðislána Íslandsbanka en sýknaði bankann að öðru leyti í dag. Sá liður fjallar um til hvaða þátta bankinn lítur til við ákvörðun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra lána. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að við fyrstu sýn sé niðurstaðan fullnaðarsigur fyrir samtökin. Bankanum hafi verið óheimilt að nota huglæga þætti til viðmiðunar við vaxtaákvarðanir. Miða þyrfti við hlutlausa þætti eins og seðlabankavexti í þessu tilfelli. „Þettar er ótrúlegt og sigur fyrir neytendur og fyrir lántaka í dag,“ sagði Breki við fréttamann Sýnar eftir að dómur féll klukkan hálf tvö í dag. Niðurstaðan þýðir jafnframt að nú verði skýrt hvernig vextir breytist og að neytendur geti rannreynt aftur í tímann hvort breytingar hafi verið sanngjarnar, að mati Breka. Hann segist eiga eftir að fara betur yfir dóminn en hann hefur enn ekki verið birtur opinberlega. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig bankinn og aðrar fjármálastofnanir bregðist við. Breki segir samtökin vilja setjast niður með fulltrúum bankanna og annarra lánveitenda. „Við teljum að önnur lán, bæði hjá bönkunum og líka hjá flestum ef ekki öllum lífeyrissjóðum séu með sömu annmarka og ætti þá að laga líka,“ segir hann. Málið sýni ennfremur fram á mikilvægi þess að samtök neytenda hafi fjárhagslegt bolmagn til þess að ráðast í málaferli sem þessi. Málareksturinn, sem hófst fyrir sex árum, hafi kostað fleiri milljónir króna. „Það er í rauninni magnað að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi án þess að yfirvöld skærust í leikinn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Íslandsbanki Vaxtamálið Lánamál Tengdar fréttir Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36