Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 14. október 2025 12:00 Ungir miðflokksmenn komu með nýjar derhúfur á landsþinginu sínu þar sem á stóð Ísland fyrst svo allt hitt. Slagorðið gefur til kynna að Miðflokkurinn sé að kalla eftir einangrunarstefnu. Á einföldu máli er verið að kalla eftir því að hlúa þurfi að hinu gamla góða íslenska samfélagi og stöðva alla alþjóðlega aðstoð. Slagorðið er að segja að Íslendingar eigi að huga að sínum eigin hagsmunum áður en þeir aðstoða aðra. Þetta sprettur m.a. út frá umræðunni um fjársvelt heilbrigðiskerfi. Það er satt, heilbrigðiskerfið okkar er fjársvelt og hefur verið það í of langan tíma. En til að fjármagna það þarf það að vera á kostnað þeirra sem minna mega sín? Ísland fyrst svo allt hitt gefur til kynna að íbúar landsins búi við verri kost en allar aðrar þjóðir heims. Það gefur til kynna að soft power í alþjóðafræðum sé tilgangslaust og fjármagnið fyrir slíkt eigi einungis að vera nýtt innanlands. Samkvæmt þessu á að nota þetta fjármagn einungis fyrir Íslendinga. Það á ekki að nota það til að aðstoða úkraínska herinn í sprengjuleit, það á ekki að nota það í að aðstoða aðrar þjóðir eftir náttúruhamfarir sem eyðileggja líf þúsunda, ef ekki milljóna, manna og það á ekki að nota þetta fjármagn til að veita sveltandi börnum mat og heilbrigðisþjónustu. Nei, þetta fjármagn á einungis að vera nýtt hér á landi. Ef allar þjóðir heims myndu hugsa svona, sérstaklega okkar nágrannaþjóðir, þá væri Ísland ekki landið sem það er í dag. Eftir seinni heimsstyrjöldina fengum við Marshall-aðstoðina svokölluðu frá Bandaríkjunum. Við nýttum það fjármagn til að byggja upp fiskveiðikerfið og byggja virkjanir, verksmiðjur og frystihús. Í stuttu máli hafði þetta gífurleg áhrif á íslenskt samfélag og hjálpaði samfélaginu að nútímavæðast. Bankahrunið 2008 var hörmung fyrir Ísland en við stóðum ekki ein á þeim tíma. Færeyjar hlupu undir bagga og lánuðu Íslandi um sjö milljarða króna. Ásamt því tóku hinar Norðurlandaþjóðirnar saman í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrisbankann og lánuðu Íslandi fjármagn til að komast í gegnum þetta hrun. Samkvæmt þessu myndi ætla að Ísland myndi skilja hversu mikilvægt það er að styðja á bakið við aðrar þjóðir. Ef við myndum einangra okkur fyllilega getum við þá átt von á því að aðrar þjóðir muni ekki aðstoða okkur þegar hörmungar dynja yfir. Þessi hugsunarháttur, Ísland fyrst, er hins vegar alls ekki nýr af nálinni. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar kom fram beiðni frá fjölskyldum í Þýskalandi að taka á móti átta gyðingabörnum. Það var hópur Íslendinga sem barðist fyrir því að ríkisstjórnin tæki á móti þessum börnum í ljósi þeirra ofsókna sem gyðingar sættu í Þýskalandi. Forsætisráðherra landsins á þeim tíma, Hermann Jónasson, neitaði þessum börnum um vernd. Það var gert þar sem hann taldi best að Ísland ætti einungis að huga að hagsmunum Íslendinga. Hvað varðar afdrif þessara barna er ekki vitað en það er hægt að gera sér í hugarlund um það. Þessi saga hefur verið stundum til umræðu á seinustu árum, sú umræða hefur einkennst af skömm. Skömm af því að hafa ekki veitt hjálparhönd þar sem það hefði ekki haft áhrif á íslenskt samfélag að bjarga þeim börnum. En einhvern veginn er þessi orðræða sem Hermann Jónasson og aðrir stóðu fyrir á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar komin aftur á kreik í dag. Þessi orðræða er ekkert nema einangrunarstefna, svipað og ríkisstjórn Trumps talar fyrir í dag. Við fáum ekkert út úr því að einangra okkur í alþjóðlegu samfélagi. Orðræðan ætti frekar að vera um að heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild sinni sé fjársvelt. Sækja þarf fjármagnið á réttum stöðum, ekki láta það bitna á þeim sem minna mega sín. Það er hægt að sækja meira fjármagn með því að breyta kvótakerfinu, það er mjög óeðlilegt að hér séu nokkrir einstaklingar sem má kalla „kvótakónga“ þegar þessir peningar eiga að fara beint í ríkiskassann. Sama á við um fjármagnið í ferðaþjónustunni. Það eru til ýmsar betri leiðir til að sækja fjármagn fyrir þessi málefni sem tengjast ekki því að gera líf annarra verra, líf annarra sem búa við aðstæður sem Íslendingar geta ekki gert sér hugarlund um. Það er líka ákveðin hræsni að slíkt slagorð kemur frá Miðflokknum þegar formaður flokksins var sjálfur sekur um að fara með fjármagn úr aflandsfélaginu sínu, Wintris, út fyrir landssteinanna. Ekki var hann að setja Ísland í fyrsta sæti með slíku framferði. Finnum betri leiðir til að fjármagna grunnstoðir samfélagsins sem gerir líf Íslendinga betra frekar en að einangra landið, gera Ísland veikara á alþjóðavettvangi og taka fjármagn af þeim sem minna mega sín. Verum fyrirmyndar samfélag og stöndum saman, með mannúð í fyrirrúmi. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ungir miðflokksmenn komu með nýjar derhúfur á landsþinginu sínu þar sem á stóð Ísland fyrst svo allt hitt. Slagorðið gefur til kynna að Miðflokkurinn sé að kalla eftir einangrunarstefnu. Á einföldu máli er verið að kalla eftir því að hlúa þurfi að hinu gamla góða íslenska samfélagi og stöðva alla alþjóðlega aðstoð. Slagorðið er að segja að Íslendingar eigi að huga að sínum eigin hagsmunum áður en þeir aðstoða aðra. Þetta sprettur m.a. út frá umræðunni um fjársvelt heilbrigðiskerfi. Það er satt, heilbrigðiskerfið okkar er fjársvelt og hefur verið það í of langan tíma. En til að fjármagna það þarf það að vera á kostnað þeirra sem minna mega sín? Ísland fyrst svo allt hitt gefur til kynna að íbúar landsins búi við verri kost en allar aðrar þjóðir heims. Það gefur til kynna að soft power í alþjóðafræðum sé tilgangslaust og fjármagnið fyrir slíkt eigi einungis að vera nýtt innanlands. Samkvæmt þessu á að nota þetta fjármagn einungis fyrir Íslendinga. Það á ekki að nota það til að aðstoða úkraínska herinn í sprengjuleit, það á ekki að nota það í að aðstoða aðrar þjóðir eftir náttúruhamfarir sem eyðileggja líf þúsunda, ef ekki milljóna, manna og það á ekki að nota þetta fjármagn til að veita sveltandi börnum mat og heilbrigðisþjónustu. Nei, þetta fjármagn á einungis að vera nýtt hér á landi. Ef allar þjóðir heims myndu hugsa svona, sérstaklega okkar nágrannaþjóðir, þá væri Ísland ekki landið sem það er í dag. Eftir seinni heimsstyrjöldina fengum við Marshall-aðstoðina svokölluðu frá Bandaríkjunum. Við nýttum það fjármagn til að byggja upp fiskveiðikerfið og byggja virkjanir, verksmiðjur og frystihús. Í stuttu máli hafði þetta gífurleg áhrif á íslenskt samfélag og hjálpaði samfélaginu að nútímavæðast. Bankahrunið 2008 var hörmung fyrir Ísland en við stóðum ekki ein á þeim tíma. Færeyjar hlupu undir bagga og lánuðu Íslandi um sjö milljarða króna. Ásamt því tóku hinar Norðurlandaþjóðirnar saman í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrisbankann og lánuðu Íslandi fjármagn til að komast í gegnum þetta hrun. Samkvæmt þessu myndi ætla að Ísland myndi skilja hversu mikilvægt það er að styðja á bakið við aðrar þjóðir. Ef við myndum einangra okkur fyllilega getum við þá átt von á því að aðrar þjóðir muni ekki aðstoða okkur þegar hörmungar dynja yfir. Þessi hugsunarháttur, Ísland fyrst, er hins vegar alls ekki nýr af nálinni. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar kom fram beiðni frá fjölskyldum í Þýskalandi að taka á móti átta gyðingabörnum. Það var hópur Íslendinga sem barðist fyrir því að ríkisstjórnin tæki á móti þessum börnum í ljósi þeirra ofsókna sem gyðingar sættu í Þýskalandi. Forsætisráðherra landsins á þeim tíma, Hermann Jónasson, neitaði þessum börnum um vernd. Það var gert þar sem hann taldi best að Ísland ætti einungis að huga að hagsmunum Íslendinga. Hvað varðar afdrif þessara barna er ekki vitað en það er hægt að gera sér í hugarlund um það. Þessi saga hefur verið stundum til umræðu á seinustu árum, sú umræða hefur einkennst af skömm. Skömm af því að hafa ekki veitt hjálparhönd þar sem það hefði ekki haft áhrif á íslenskt samfélag að bjarga þeim börnum. En einhvern veginn er þessi orðræða sem Hermann Jónasson og aðrir stóðu fyrir á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar komin aftur á kreik í dag. Þessi orðræða er ekkert nema einangrunarstefna, svipað og ríkisstjórn Trumps talar fyrir í dag. Við fáum ekkert út úr því að einangra okkur í alþjóðlegu samfélagi. Orðræðan ætti frekar að vera um að heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild sinni sé fjársvelt. Sækja þarf fjármagnið á réttum stöðum, ekki láta það bitna á þeim sem minna mega sín. Það er hægt að sækja meira fjármagn með því að breyta kvótakerfinu, það er mjög óeðlilegt að hér séu nokkrir einstaklingar sem má kalla „kvótakónga“ þegar þessir peningar eiga að fara beint í ríkiskassann. Sama á við um fjármagnið í ferðaþjónustunni. Það eru til ýmsar betri leiðir til að sækja fjármagn fyrir þessi málefni sem tengjast ekki því að gera líf annarra verra, líf annarra sem búa við aðstæður sem Íslendingar geta ekki gert sér hugarlund um. Það er líka ákveðin hræsni að slíkt slagorð kemur frá Miðflokknum þegar formaður flokksins var sjálfur sekur um að fara með fjármagn úr aflandsfélaginu sínu, Wintris, út fyrir landssteinanna. Ekki var hann að setja Ísland í fyrsta sæti með slíku framferði. Finnum betri leiðir til að fjármagna grunnstoðir samfélagsins sem gerir líf Íslendinga betra frekar en að einangra landið, gera Ísland veikara á alþjóðavettvangi og taka fjármagn af þeim sem minna mega sín. Verum fyrirmyndar samfélag og stöndum saman, með mannúð í fyrirrúmi. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar