Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar 13. október 2025 11:00 Ég býð mig fram til ritara Framsóknar af þeirri sannfæringu að framtíð flokksins liggi í því að vera hreyfiafl breytinga sem þjóna fólki – ekki kerfum. Framsókn hefur verið sterkt afl á sveitarstjórnastiginu og leitt umbætur á þjónustu við fjölskyldur og leitt öflögt uppbyggingarstarf. Nú þurfum við að virkja baráttugleðina og nýta þá fjölbreyttu reynslu sem við búum yfir fyrir áframhaldandi framfarir um allt land. Framsókn á að vera flokkur sem leiðir umbætur í opinberri stjórnsýslu. Við eigum að efla sveitarfélögin, treysta þeim til að leysa fleiri verkefni og færa ákvarðanir nær fólkinu. Við vitum að þegar ábyrgðin er skýr, nálægðin meiri og valdið nær íbúunum – þá verður þjónustan betri. Þetta hefur sannað sig í verkefnum sem þegar hafa færst til sveitarfélaga, svo sem á sviði menntamála og þjónustu við fatlað fólk. Við höfum líka leitt róttækar breytingar í ríkisrekstrinum sjálfum – ekki síst þegar málefni barna voru sett í forgrunn með stofnun barnamálaráðuneytis, sem hefur markað nýja sýn á réttindi og velferð barna. Slíkar kerfisbreytingar sýna að Framsókn getur verið afl framfara og umbóta þegar hugrekki og framtíðarsýn fara saman. Ég vil sjá að Framsókn ráðist í skipulagða málefnavinnu um það hvernig við gerum íslenska stjórnsýslu skilvirkari, hagkvæmari og betur í stakk búna til að þjónusta fólkið í landinu. Við þurfum að nýta tækifærin sem felast í nýrri tækni – þ.m.t. gervigreind – til að einfalda ferla, stytta biðtíma og bæta upplýsingagjöf til almennings. Tæknin getur gert hið opinbera gagnsærra og aðgengilegra – ef við nýtum hana rétt og með ábyrgð. Við eigum að vera óhrædd við að leggja til róttækar breytingar þar sem við sjáum að kerfi eru helst til þess fallin að viðhalda sjálfum sér í stað þess að þjónusta samfélagið. Við þurfum að taka heiðarlegt samtal um stöðu menntakerfisins. Framsókn getur leitt það samtal sem ætti að mínu mati að ala á aukinni virðingu fyrir því verkefni sem það er að kenna börnunum okkar. Það er áhyggjuefni að Ísland standi ekki jafnfætis öðrum þjóðum í alþjóðlegum samanburði og við eigum að taka djörf skref til þess að snúa við þeirri þróun og byggja upp menntakerfi sem byggir á metnaði og framsýni. Ég vil taka þátt í því að móta starf sem markar Framsókn stöðu sem framtíðarafl í íslenskum stjórnmálum – flokkur sem þjónar fólki, ekki kerfum. Ég býð mig fram til ritara Framsóknar til að vinna að því markmiði í góðri samvinnu með flokksfélögum. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps og frambjóðandi í embætti ritara Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Framsóknarflokkurinn Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Ég býð mig fram til ritara Framsóknar af þeirri sannfæringu að framtíð flokksins liggi í því að vera hreyfiafl breytinga sem þjóna fólki – ekki kerfum. Framsókn hefur verið sterkt afl á sveitarstjórnastiginu og leitt umbætur á þjónustu við fjölskyldur og leitt öflögt uppbyggingarstarf. Nú þurfum við að virkja baráttugleðina og nýta þá fjölbreyttu reynslu sem við búum yfir fyrir áframhaldandi framfarir um allt land. Framsókn á að vera flokkur sem leiðir umbætur í opinberri stjórnsýslu. Við eigum að efla sveitarfélögin, treysta þeim til að leysa fleiri verkefni og færa ákvarðanir nær fólkinu. Við vitum að þegar ábyrgðin er skýr, nálægðin meiri og valdið nær íbúunum – þá verður þjónustan betri. Þetta hefur sannað sig í verkefnum sem þegar hafa færst til sveitarfélaga, svo sem á sviði menntamála og þjónustu við fatlað fólk. Við höfum líka leitt róttækar breytingar í ríkisrekstrinum sjálfum – ekki síst þegar málefni barna voru sett í forgrunn með stofnun barnamálaráðuneytis, sem hefur markað nýja sýn á réttindi og velferð barna. Slíkar kerfisbreytingar sýna að Framsókn getur verið afl framfara og umbóta þegar hugrekki og framtíðarsýn fara saman. Ég vil sjá að Framsókn ráðist í skipulagða málefnavinnu um það hvernig við gerum íslenska stjórnsýslu skilvirkari, hagkvæmari og betur í stakk búna til að þjónusta fólkið í landinu. Við þurfum að nýta tækifærin sem felast í nýrri tækni – þ.m.t. gervigreind – til að einfalda ferla, stytta biðtíma og bæta upplýsingagjöf til almennings. Tæknin getur gert hið opinbera gagnsærra og aðgengilegra – ef við nýtum hana rétt og með ábyrgð. Við eigum að vera óhrædd við að leggja til róttækar breytingar þar sem við sjáum að kerfi eru helst til þess fallin að viðhalda sjálfum sér í stað þess að þjónusta samfélagið. Við þurfum að taka heiðarlegt samtal um stöðu menntakerfisins. Framsókn getur leitt það samtal sem ætti að mínu mati að ala á aukinni virðingu fyrir því verkefni sem það er að kenna börnunum okkar. Það er áhyggjuefni að Ísland standi ekki jafnfætis öðrum þjóðum í alþjóðlegum samanburði og við eigum að taka djörf skref til þess að snúa við þeirri þróun og byggja upp menntakerfi sem byggir á metnaði og framsýni. Ég vil taka þátt í því að móta starf sem markar Framsókn stöðu sem framtíðarafl í íslenskum stjórnmálum – flokkur sem þjónar fólki, ekki kerfum. Ég býð mig fram til ritara Framsóknar til að vinna að því markmiði í góðri samvinnu með flokksfélögum. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps og frambjóðandi í embætti ritara Framsóknar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun