Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar 12. október 2025 08:01 Í Bændablaðinu þann 9. október 2025 er grein eftir Innviðaráðherra undir fyrirsögninni “Stærri og öflugri sveitarfélög”. Þar segir Innviðaráðherra orðrétt í inngangi greinarinnar: “Við viljum öll búa í samfélagi þar sem grunnstoðirnar eru sterkar, þar sem börnin okkar ganga í góða skóla, samgöngur eru greiðar og stjórnsýsla skilvirk og þjónustar íbúum sínum. Þetta er forsenda fyrir jöfnum búsetuskilyrðum og jákvæðri byggðaþróun um land allt. Til að tryggja góða þjónustu um land allt þurfa sveitarfélögin að geta tekist á við stór og flókin verkefni. Nýlegar rannsóknir sýna að stærri og fjölmennari sveitarfélög eru betur í stakk búin til að sinna verkefnum sínum. Þau veita betri og hagkvæmari þjónustu, laða að sé hæfara starfsfólk og hafa meiri slagkraft til að byggja upp innviði.” Síðar í greininni er reynt að rökstyðja að eina rétta sé að svipta íbúa fámennustu sveitarfélaga landsins réttinum til að taka ákvörðun um tilvist sveitarfélags síns með því að fyrirskipa sameiningar. Með þessu er helgasti réttur sveitarstjórnarstigsins, íbúalýðræðið, afnumið og valtað yfir ákvörðunarvald sveitarfélaga, ekki aðeins hinna fámennustu, heldur einnig þeirra sveitarfélaga sem þeim verður uppálagt að sameinast. Verði ráðherra veitt vald til þess að hlutast til um sameiningu sveitarfélaga með þessum hætti er gerður að engu sá réttur íbúa til þess að kjósa sér fulltrúa til þess að fara með umboð og málefni viðkomandi sveitarfélags. Um er að ræða skref sem grefur undan lýðræði og hlutverki kjörinna fulltrúa. En skoðum staðreyndir málsins nánar og hvort fullyrðingar ráðherranns standist skoðun. Ráðherrann segir að við viljum öll búa í samfélagi þar sem samgöngur eru greiðar. Þá verður að benda ráðherranum á að uppbygging, rekstur og viðhald samgöngukerfisins á Íslandi er á ábyrgð Innviðaráðherra og eins og allir íbúar á landsbyggðinni vita, þá eru vegir landsins víða að hruni komnir og er það á ábyrgð ráðherranns að hafa samgöngur greiðar en ekki minni sveitarfélaga. Einnig ber ráðherrann ábyrgð á snjómokstri á landsbyggðinni, en allir vita að á veturna er ekki tryggð viðunandi vetrarþjónusta sem tryggir greiðar samgöngur á landsbyggðinni, allt í boði of lítilla fjárveitinga frá Alþingi. Sum minni sveitarfélög veita verulegum fjármunum í snjómokstur á vegum sem ætti að koma frá ríkinu, en þar eru það einmitt íbúarnir í nærumhverfinu sem hafa áhrif á slíkar ákvarðanir í gegnum sitt sveitarfélag. Kannski er bara markmið ráðherrans að leggja af byggð í minni sveitarfélögum til þess að þurfa ekki að viðhalda samgöngum og vetrarþjónustu í dreifbýlinu! Ráðherrann segir að stærri sveitarfélög veiti betri og hagkvæmari þjónustu. Slík fullyrðing þarfnast frekari útskýringar frá ráðherranum. Á nýlegum ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Innviðaráðuneytið hélt var sérstök umfjöllun um málefni fatlaðra sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Þar kom fram að mikill halli væri enn á málaflokknum þrátt fyrir verulega aukningu af fjármagni frá ríki til sveitarfélaga síðustu ár til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðra. Í gögnum sem kynnt voru á fundinum, þá kom fram að margra milljarða halli væri á málaflokki fatlaðra í Reykjavík og að kostnaður á hvern þjónustuþega væri 39 milljónir á ári í Reykjavík. Þrettán sveitarfélög á Suðurlandi, það fámennasta með rúmlega 300 íbúa og það fjölmennasta með um 12.000 íbúa, reka saman byggðasamlagið Bergrisann sem sér um málaflokk fatlaðra á Suðurlandi. Eins og fram kom í gögnunum á fundinum, þá var kostnaður á hvern þjónustuþega á Suðurlandi 21 milljón á ári og málaflokkurinn í heild rekinn með um 500 milljóna afgangi. Slíkar tölfræðilega staðreyndir sýna skýrt að minni sveitarfélög virðast halda betur um reksturinn heldur en stærsta sveitarfélag landsins. En skoðum nánar rekstur sveitarfélaga á Íslandi. Sex stóru sveitarfélögin sem mynda höfuðborgarsvæðið eru með þeim sveitarfélögum á Íslandi sem eru mest skuldsett. Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er á bilinu 95 – 141 % og veltufé frá rekstri er á bilinu 3-7 %. Bæði er skuldsetningin verulega há og veltufé frá rekstri langt frá því að vera nægjanlegt til að geta staðið að fullu undir nauðsynlegum fjárfestingum. T.d. er ekkert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem tekur á móti öllum börnum á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Ef við tökum til samanburðar sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu, þ.e.a.s. Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes- og Grafningshrepp, Bláskógabyggð og Hrunamannahrepp. Íbúafjöldi hvers sveitarfélags frá 650 – 1.500. Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaganna er á bilinu 36 – 103 % og veltufjárhlutfall 6 – 16 %. Öll þessi sveitarfélög reka grunnskóla og flest þeirra taka inn börn á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – Skuldahlutfall og veltufé frá rekstri Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu – Skuldahlutfall og veltufé frá rekstri Það er mitt mat að fyrst og fremst viljum við öll búa við lýðræði, þar sem lýðræðislegur réttur íbúanna er virtur. Alþingi má ekki falla í þá gryfju að veita einum ráðherra slíkt alræðisvald að þvinga fram sameiningar í samfélögum úti á landi. Samfélögum sem ráðherrann hefur engin tengsl við og jafnvel aldrei komið til. Ég vil hvetja Innviðaráðherra til þess að draga til baka áform um þvingaðar sameiningar sveitarfélaga með færri en 250 íbúa áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi. Einungis 0,15% íbúa landsins búa í þessum sveitarfélögum, sem öll eru verulega landstór og í dreifbýli. Þar skiptir máli að hlusta á vilja íbúanna. Stöndum vörð um lýðræðið og tryggjum fjölbreytta búsetu um land allt, bæði fyrir fjölmenn og fámenn samfélög. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Bændablaðinu þann 9. október 2025 er grein eftir Innviðaráðherra undir fyrirsögninni “Stærri og öflugri sveitarfélög”. Þar segir Innviðaráðherra orðrétt í inngangi greinarinnar: “Við viljum öll búa í samfélagi þar sem grunnstoðirnar eru sterkar, þar sem börnin okkar ganga í góða skóla, samgöngur eru greiðar og stjórnsýsla skilvirk og þjónustar íbúum sínum. Þetta er forsenda fyrir jöfnum búsetuskilyrðum og jákvæðri byggðaþróun um land allt. Til að tryggja góða þjónustu um land allt þurfa sveitarfélögin að geta tekist á við stór og flókin verkefni. Nýlegar rannsóknir sýna að stærri og fjölmennari sveitarfélög eru betur í stakk búin til að sinna verkefnum sínum. Þau veita betri og hagkvæmari þjónustu, laða að sé hæfara starfsfólk og hafa meiri slagkraft til að byggja upp innviði.” Síðar í greininni er reynt að rökstyðja að eina rétta sé að svipta íbúa fámennustu sveitarfélaga landsins réttinum til að taka ákvörðun um tilvist sveitarfélags síns með því að fyrirskipa sameiningar. Með þessu er helgasti réttur sveitarstjórnarstigsins, íbúalýðræðið, afnumið og valtað yfir ákvörðunarvald sveitarfélaga, ekki aðeins hinna fámennustu, heldur einnig þeirra sveitarfélaga sem þeim verður uppálagt að sameinast. Verði ráðherra veitt vald til þess að hlutast til um sameiningu sveitarfélaga með þessum hætti er gerður að engu sá réttur íbúa til þess að kjósa sér fulltrúa til þess að fara með umboð og málefni viðkomandi sveitarfélags. Um er að ræða skref sem grefur undan lýðræði og hlutverki kjörinna fulltrúa. En skoðum staðreyndir málsins nánar og hvort fullyrðingar ráðherranns standist skoðun. Ráðherrann segir að við viljum öll búa í samfélagi þar sem samgöngur eru greiðar. Þá verður að benda ráðherranum á að uppbygging, rekstur og viðhald samgöngukerfisins á Íslandi er á ábyrgð Innviðaráðherra og eins og allir íbúar á landsbyggðinni vita, þá eru vegir landsins víða að hruni komnir og er það á ábyrgð ráðherranns að hafa samgöngur greiðar en ekki minni sveitarfélaga. Einnig ber ráðherrann ábyrgð á snjómokstri á landsbyggðinni, en allir vita að á veturna er ekki tryggð viðunandi vetrarþjónusta sem tryggir greiðar samgöngur á landsbyggðinni, allt í boði of lítilla fjárveitinga frá Alþingi. Sum minni sveitarfélög veita verulegum fjármunum í snjómokstur á vegum sem ætti að koma frá ríkinu, en þar eru það einmitt íbúarnir í nærumhverfinu sem hafa áhrif á slíkar ákvarðanir í gegnum sitt sveitarfélag. Kannski er bara markmið ráðherrans að leggja af byggð í minni sveitarfélögum til þess að þurfa ekki að viðhalda samgöngum og vetrarþjónustu í dreifbýlinu! Ráðherrann segir að stærri sveitarfélög veiti betri og hagkvæmari þjónustu. Slík fullyrðing þarfnast frekari útskýringar frá ráðherranum. Á nýlegum ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Innviðaráðuneytið hélt var sérstök umfjöllun um málefni fatlaðra sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Þar kom fram að mikill halli væri enn á málaflokknum þrátt fyrir verulega aukningu af fjármagni frá ríki til sveitarfélaga síðustu ár til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðra. Í gögnum sem kynnt voru á fundinum, þá kom fram að margra milljarða halli væri á málaflokki fatlaðra í Reykjavík og að kostnaður á hvern þjónustuþega væri 39 milljónir á ári í Reykjavík. Þrettán sveitarfélög á Suðurlandi, það fámennasta með rúmlega 300 íbúa og það fjölmennasta með um 12.000 íbúa, reka saman byggðasamlagið Bergrisann sem sér um málaflokk fatlaðra á Suðurlandi. Eins og fram kom í gögnunum á fundinum, þá var kostnaður á hvern þjónustuþega á Suðurlandi 21 milljón á ári og málaflokkurinn í heild rekinn með um 500 milljóna afgangi. Slíkar tölfræðilega staðreyndir sýna skýrt að minni sveitarfélög virðast halda betur um reksturinn heldur en stærsta sveitarfélag landsins. En skoðum nánar rekstur sveitarfélaga á Íslandi. Sex stóru sveitarfélögin sem mynda höfuðborgarsvæðið eru með þeim sveitarfélögum á Íslandi sem eru mest skuldsett. Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er á bilinu 95 – 141 % og veltufé frá rekstri er á bilinu 3-7 %. Bæði er skuldsetningin verulega há og veltufé frá rekstri langt frá því að vera nægjanlegt til að geta staðið að fullu undir nauðsynlegum fjárfestingum. T.d. er ekkert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem tekur á móti öllum börnum á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Ef við tökum til samanburðar sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu, þ.e.a.s. Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes- og Grafningshrepp, Bláskógabyggð og Hrunamannahrepp. Íbúafjöldi hvers sveitarfélags frá 650 – 1.500. Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaganna er á bilinu 36 – 103 % og veltufjárhlutfall 6 – 16 %. Öll þessi sveitarfélög reka grunnskóla og flest þeirra taka inn börn á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – Skuldahlutfall og veltufé frá rekstri Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu – Skuldahlutfall og veltufé frá rekstri Það er mitt mat að fyrst og fremst viljum við öll búa við lýðræði, þar sem lýðræðislegur réttur íbúanna er virtur. Alþingi má ekki falla í þá gryfju að veita einum ráðherra slíkt alræðisvald að þvinga fram sameiningar í samfélögum úti á landi. Samfélögum sem ráðherrann hefur engin tengsl við og jafnvel aldrei komið til. Ég vil hvetja Innviðaráðherra til þess að draga til baka áform um þvingaðar sameiningar sveitarfélaga með færri en 250 íbúa áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi. Einungis 0,15% íbúa landsins búa í þessum sveitarfélögum, sem öll eru verulega landstór og í dreifbýli. Þar skiptir máli að hlusta á vilja íbúanna. Stöndum vörð um lýðræðið og tryggjum fjölbreytta búsetu um land allt, bæði fyrir fjölmenn og fámenn samfélög. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun