Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. október 2025 18:17 Jacob Falko var öflugur fyrir ÍR í kvöld. Vísir/Pawel ÍR náði í glæsilegan sigur á Njarðvík á útivelli í annarri umferð Bónus deildar karla. Leikinn þurfti að framlengja og skiptust liðin á áhlaupum í henni þar sem ÍR kláraði leikinn 100-102. Leikurinn fór heldur hægt af stað og voru bæði lið svolítið að klikka á sínum skotum í upphafi. ÍR átti fyrstu stig leiksins og liðin skiptust á því að leiða leikinn í upphafi. Tilfinningin var svolítið eins og bæði lið ættu gír inni eftir fyrsta leikhluta sem endaði jafn 20-20. ÍR byrjaði annan leikhlutann af miklum krafti og hlupu yfir Njarðvíkinga sem virkuðu andlausir. ÍR sótti sér myndarlegt forskot sem náði mest fjórtán stigum á kafla. Njarðvíkingar lögðu þó ekki árar í bát og byrjuðu smátt og smátt að saxa niður forskot ÍR. Undir lok leikhlutans náði Njarðvík að jafna leikinn en ÍR náði að fara með tveggja stiga forskot inn í hálfleikinn 44-46. Bæði lið fengu tækifærin til þess að komast á skrið í þriðja leikhluta en voru ekki að nýta sér þau tækifæri sem komu. ÍR var skrefinu á undan lengast af og áttu flottan endasprett í leikhlutanum sem kom þeim í fín mál fyrir fjórða leikhluta og leiddu 67-74 fyrir fjórða leikhluta. ÍR byrjaði fjórða leikhluta af krafti og komst í tíu stiga forskot sem neyddi Rúnar Inga Erlingsson í að taka leikhlé til að skerpa á sínu liði. Bæði lið settu upp skotsýningu þar sem þristarnir flugu á milli. Njarðvíkingar komust á vítalínuna og náðu að jafna leikinn. ÍR fór í sókn en náði ekki að koma boltanum ofan í og því þurfti að framlengja. Staðan 92-92 eftir 40 mínútur. Njarðvíkingar mættu af krafti út í framlenginguna og skoraði fyrstu átta stig framlenginarinnar en skoruðu svo ekki meir. Breiðhyltingar gáfu ekkert eftir og börðust inn í þetta aftur og náðu að lokum að snúa leiknum sér í hag og fóru með gríðarlega öflugan tveggja stiga sigur 100-102. Atvik leiksins Ekkert atvik sem sker sig úr. Njarðvíkingar hafa tækifæri á að taka innkast og spila leikinn út í restina en taka það á sóknarhelmingi ÍR sem skar skotklukkuna niður og gaf færi á því að hleypa ÍR í leikinn. Jacob Falko er svo með ís í æðum og saltar þennan leik af vítalínunni. Stjörnur og skúrkar Jacob Falko var frábær í liði ÍR og dró sitt lið ansi lagt í kvöld. Var með 29 stig og var drjúgur sérstaklega í lokin og steig upp þegar mest á reyndi. Veigar Páll Alexandersson og Dwayne Lautier-Ogunleye voru atkvæða mestir fyrir Njarðvík með 30 stig hvor. Þeir leiddu sókn Njarðvíkinga. Dómararnir Dómarar leiksins voru Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson og Dominik Zielinski. Heilt yfir bara fínasta frammistaða hjá teyminu í kvöld. Ekki fullkomið en alls ekki slæmt heldur. Stemingin og umgjörð Laugardagskvöld og Njarðvík er mikið körfuboltafélag. Umgjörðin í Njarðvík var til fyrirmyndar. Búið að kveikja í grillinu klukkutíma fyrir leik og allt til alls hérna. Stemningin í húsinu hefur þó oft verið betri en í kvöld. Það var oft heldur dauft yfir. Viðtöl Borche Ilievski þjálfari ÍR. „Við gefumst aldrei upp“ „Þetta var mjög spennandi leikur“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR létt eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum forskoti nokkrum sinnum og misstum það nokkrum sinnum en á endanum þá tökum við þennan sigur“ „Við fengum skot undir lokin í venjulegum leiktíma til að vinna þetta en klikkum. Njarðvík kemst í átta stiga forskot í framlengingunni en við gáfumst ekki upp. Það er svona sem við spilum, við gefumst aldrei upp og við trúðum því allan tíman að við gætum unnið þetta“ „Við erum átta stigum undir og þrjár mínútur eftir. Hugarfarslega þá erum við í smá vandræðum þá en við náðum að tengja saman góðar varnir og náðum að saxa á forskotið til þess að komast aftur í leikinn og á endaum vinna“ Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis til leikmanna sinnaVísir/Hulda Margrét „Ömurlegt að kasta þessu svona frá sér“ „Þetta er bara ömurlegt að ná ekki að klára þennan leik“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur svekktur eftir tapið í kvöld. „Við vorum ekki góðir í kvöld og alltof mikið af mistökum en við sýnum karakter og gæði með því að koma til baka og þurfum tvisvar sinnum að kafa djúpt og við náum að sækja framlenginuna ef hægt er að segja það“ „Við erum svo með átta stiga forystu þegar það eru þrjár mínútur eftir og þá ætlum við bara að vera alltof klárir og förum að breyta. Við hægjum á leiknum alltof mikið og fórum að bulla sóknarlega“ „Við endum á að taka léleg skot og okkur er refsað fyrir það. Það er ömurlegt að kasta þessu svona frá sér“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR
ÍR náði í glæsilegan sigur á Njarðvík á útivelli í annarri umferð Bónus deildar karla. Leikinn þurfti að framlengja og skiptust liðin á áhlaupum í henni þar sem ÍR kláraði leikinn 100-102. Leikurinn fór heldur hægt af stað og voru bæði lið svolítið að klikka á sínum skotum í upphafi. ÍR átti fyrstu stig leiksins og liðin skiptust á því að leiða leikinn í upphafi. Tilfinningin var svolítið eins og bæði lið ættu gír inni eftir fyrsta leikhluta sem endaði jafn 20-20. ÍR byrjaði annan leikhlutann af miklum krafti og hlupu yfir Njarðvíkinga sem virkuðu andlausir. ÍR sótti sér myndarlegt forskot sem náði mest fjórtán stigum á kafla. Njarðvíkingar lögðu þó ekki árar í bát og byrjuðu smátt og smátt að saxa niður forskot ÍR. Undir lok leikhlutans náði Njarðvík að jafna leikinn en ÍR náði að fara með tveggja stiga forskot inn í hálfleikinn 44-46. Bæði lið fengu tækifærin til þess að komast á skrið í þriðja leikhluta en voru ekki að nýta sér þau tækifæri sem komu. ÍR var skrefinu á undan lengast af og áttu flottan endasprett í leikhlutanum sem kom þeim í fín mál fyrir fjórða leikhluta og leiddu 67-74 fyrir fjórða leikhluta. ÍR byrjaði fjórða leikhluta af krafti og komst í tíu stiga forskot sem neyddi Rúnar Inga Erlingsson í að taka leikhlé til að skerpa á sínu liði. Bæði lið settu upp skotsýningu þar sem þristarnir flugu á milli. Njarðvíkingar komust á vítalínuna og náðu að jafna leikinn. ÍR fór í sókn en náði ekki að koma boltanum ofan í og því þurfti að framlengja. Staðan 92-92 eftir 40 mínútur. Njarðvíkingar mættu af krafti út í framlenginguna og skoraði fyrstu átta stig framlenginarinnar en skoruðu svo ekki meir. Breiðhyltingar gáfu ekkert eftir og börðust inn í þetta aftur og náðu að lokum að snúa leiknum sér í hag og fóru með gríðarlega öflugan tveggja stiga sigur 100-102. Atvik leiksins Ekkert atvik sem sker sig úr. Njarðvíkingar hafa tækifæri á að taka innkast og spila leikinn út í restina en taka það á sóknarhelmingi ÍR sem skar skotklukkuna niður og gaf færi á því að hleypa ÍR í leikinn. Jacob Falko er svo með ís í æðum og saltar þennan leik af vítalínunni. Stjörnur og skúrkar Jacob Falko var frábær í liði ÍR og dró sitt lið ansi lagt í kvöld. Var með 29 stig og var drjúgur sérstaklega í lokin og steig upp þegar mest á reyndi. Veigar Páll Alexandersson og Dwayne Lautier-Ogunleye voru atkvæða mestir fyrir Njarðvík með 30 stig hvor. Þeir leiddu sókn Njarðvíkinga. Dómararnir Dómarar leiksins voru Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson og Dominik Zielinski. Heilt yfir bara fínasta frammistaða hjá teyminu í kvöld. Ekki fullkomið en alls ekki slæmt heldur. Stemingin og umgjörð Laugardagskvöld og Njarðvík er mikið körfuboltafélag. Umgjörðin í Njarðvík var til fyrirmyndar. Búið að kveikja í grillinu klukkutíma fyrir leik og allt til alls hérna. Stemningin í húsinu hefur þó oft verið betri en í kvöld. Það var oft heldur dauft yfir. Viðtöl Borche Ilievski þjálfari ÍR. „Við gefumst aldrei upp“ „Þetta var mjög spennandi leikur“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR létt eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum forskoti nokkrum sinnum og misstum það nokkrum sinnum en á endanum þá tökum við þennan sigur“ „Við fengum skot undir lokin í venjulegum leiktíma til að vinna þetta en klikkum. Njarðvík kemst í átta stiga forskot í framlengingunni en við gáfumst ekki upp. Það er svona sem við spilum, við gefumst aldrei upp og við trúðum því allan tíman að við gætum unnið þetta“ „Við erum átta stigum undir og þrjár mínútur eftir. Hugarfarslega þá erum við í smá vandræðum þá en við náðum að tengja saman góðar varnir og náðum að saxa á forskotið til þess að komast aftur í leikinn og á endaum vinna“ Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis til leikmanna sinnaVísir/Hulda Margrét „Ömurlegt að kasta þessu svona frá sér“ „Þetta er bara ömurlegt að ná ekki að klára þennan leik“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur svekktur eftir tapið í kvöld. „Við vorum ekki góðir í kvöld og alltof mikið af mistökum en við sýnum karakter og gæði með því að koma til baka og þurfum tvisvar sinnum að kafa djúpt og við náum að sækja framlenginuna ef hægt er að segja það“ „Við erum svo með átta stiga forystu þegar það eru þrjár mínútur eftir og þá ætlum við bara að vera alltof klárir og förum að breyta. Við hægjum á leiknum alltof mikið og fórum að bulla sóknarlega“ „Við endum á að taka léleg skot og okkur er refsað fyrir það. Það er ömurlegt að kasta þessu svona frá sér“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson.
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn