Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 10:30 DeAndre Kane skorar fyrir Grindavík á móti Njarðvík í endurkomuleiknum til Grindavíkur og það var mikil stemmning í stúkunni. Vísir/Anton Brink Grindavík spilaði sinn fyrsta leik á heimavelli sínum í Grindavík í 694 daga á föstudagskvöldið. Leiðtogi liðsins, DeAndre Kane, vill bæði búa og spila alla heimaleiki í Grindavík. Fólk fjölmennti á leikinn og Grindavíkurliðið fór á kostum í stórsigri á nágrönnunum úr Njarðvík. Stefán Árni Pálsson fór og hitti Kane en það mátti sjá viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík hefur leikið sína heimaleiki í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil eða frá rýmingu í bænum eftir jarðhræringar. Lífið í Grindavík hefur aftur á móti verið umtalsvert í sumar og náði það hámarki á föstudagskvöldið í troðfullri HS Orkuhöll. Kane vill fara aftur heim til Grindavíkur og spila alla leiki tímabilsins þar. „Það var gaman að sjá stuðningsmennina. Þeir eru ánægðir að vera komnir aftur til Grindavíkur eftir tvö ár og eftir það sem gerðist þar,“ sagði DeAndre Kane. Einstakt fyrir okkur að koma saman „Það var einstakt fyrir okkur að koma saman eftir að hafa misst einn af okkar stærstu styrktarmönnum,“ sagði Kane. Þarna talar Diandre Kane um Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbónda frá Grindavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi tólfta ágúst, sextíu og eins árs að aldri. Ég tel að þetta sé öruggt núna „Ég tel okkur vera örugga. Ef okkur væri ekki heimilt að snúa aftur þá færum við ekki. Íslensku viðbragðsaðilarnir sem tryggja öryggi okkar hafa lagt nýja vegi og varnargarða,“ sagði Kane. „Ég tel að þetta sé öruggt núna og það er best fyrir okkur og stuðningsmennina ef við getum leikið okkar heimaleiki þar. Við höfum æft þar syðra og það er íþyngjandi að keyra fram og til baka,“ sagði Kane. „Ef það er talið nógu öruggt að leika þar og búa er ekkert til fyrirstöðu að gera það. Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu og því viljum við endilega snúa aftur,“ sagði Kane. Gott að koma til Grindavíkur Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir að öruggt sé að vera í Grindavík í dag. „Blessuð sé minning þessa manns sem tapaði lífinu í sprungu hérna þar sem hann var að vinna og reyna bjarga húsi. Þú þarft að hafa mjög einbeittan vilja ef þú ætlar að detta ofan í sprungu í Grindavík. Þú þarft eiginlega að fara yfir girðingar og reyna að koma þér sjálfur í klandur,“ sagði Ingibergur. „Þannig að það er svona aðeins að við vildum líka sýna fólki að það er hægt að vera hérna. Það er búið að vera fólk hérna í allt sumar og það er búið hérna í burtu af húsum. Veitingastaðir eru opnir, útgerðarfyrirtækin eru að fullu og tjaldstæðið var pakkað í allt sumar, sundlaugin er opin. Ég er að reyna að segja fólki að það sé gott að koma til Grindavíkur,“ sagði Ingibergur. Bónus-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fór og hitti Kane en það mátti sjá viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík hefur leikið sína heimaleiki í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil eða frá rýmingu í bænum eftir jarðhræringar. Lífið í Grindavík hefur aftur á móti verið umtalsvert í sumar og náði það hámarki á föstudagskvöldið í troðfullri HS Orkuhöll. Kane vill fara aftur heim til Grindavíkur og spila alla leiki tímabilsins þar. „Það var gaman að sjá stuðningsmennina. Þeir eru ánægðir að vera komnir aftur til Grindavíkur eftir tvö ár og eftir það sem gerðist þar,“ sagði DeAndre Kane. Einstakt fyrir okkur að koma saman „Það var einstakt fyrir okkur að koma saman eftir að hafa misst einn af okkar stærstu styrktarmönnum,“ sagði Kane. Þarna talar Diandre Kane um Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbónda frá Grindavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi tólfta ágúst, sextíu og eins árs að aldri. Ég tel að þetta sé öruggt núna „Ég tel okkur vera örugga. Ef okkur væri ekki heimilt að snúa aftur þá færum við ekki. Íslensku viðbragðsaðilarnir sem tryggja öryggi okkar hafa lagt nýja vegi og varnargarða,“ sagði Kane. „Ég tel að þetta sé öruggt núna og það er best fyrir okkur og stuðningsmennina ef við getum leikið okkar heimaleiki þar. Við höfum æft þar syðra og það er íþyngjandi að keyra fram og til baka,“ sagði Kane. „Ef það er talið nógu öruggt að leika þar og búa er ekkert til fyrirstöðu að gera það. Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu og því viljum við endilega snúa aftur,“ sagði Kane. Gott að koma til Grindavíkur Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir að öruggt sé að vera í Grindavík í dag. „Blessuð sé minning þessa manns sem tapaði lífinu í sprungu hérna þar sem hann var að vinna og reyna bjarga húsi. Þú þarft að hafa mjög einbeittan vilja ef þú ætlar að detta ofan í sprungu í Grindavík. Þú þarft eiginlega að fara yfir girðingar og reyna að koma þér sjálfur í klandur,“ sagði Ingibergur. „Þannig að það er svona aðeins að við vildum líka sýna fólki að það er hægt að vera hérna. Það er búið að vera fólk hérna í allt sumar og það er búið hérna í burtu af húsum. Veitingastaðir eru opnir, útgerðarfyrirtækin eru að fullu og tjaldstæðið var pakkað í allt sumar, sundlaugin er opin. Ég er að reyna að segja fólki að það sé gott að koma til Grindavíkur,“ sagði Ingibergur.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum