Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar 9. október 2025 12:02 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur undanfarið sagt opinberlega að fræða þurfi almenning betur um sjávarútveginn. Það er sjálfsagt og gott mál – því betra sem fólk skilur hvernig verðmæti verða til í greininni, því betri geta umræðurnar orðið. Mig langar að nota þennan vettvang til að spyrja Guðmund um einn fróðleiksmola sem birtist á heimasíðu Brims undir fyrirsögninni: „Er Fiskistofa með röng gögn eða eru lagaákvæði óljós?“ Þar segir orðrétt: „Þorskígildi 10 þúsund tonna af grálúðu eru næstum jafnmörg og þorskígildi 90 þúsund tonna af makríl samkvæmt útreikningum Fiskistofu og því ættu söluverðmætin að vera áþekk […] En svo er alls ekki. Verðmæti 90 þúsund tonna af makríl er þrisvar sinnum meira en verðmæti 10 þúsund tonna af grálúðu.“ Ef ég skil Guðmund rétt þá fullyrðir hann að verðmæti 10 þúsund tonna afla af grálúðu og 30 þúsund tonn afla af makríl sé svipað. Við hjá stéttarfélögum sjómanna vitum hins vegar að raunveruleikinn er allt annar. Á sama tíma og Guðmundur skrifar þetta er munurinn á kílóverði til sjómanna á þessum tveimur tegundum nálægt því tífaldur. Sjómenn fá allt upp undir 1.000 krónur á kíló fyrir grálúðu – en á síðustu makrílvertíð greiddi Brim sínum sjómönnum að meðaltali 114 krónur á kíló. Ef markmið fróðleiksmolans er að sýna fram á ósamræmi í útreikningum Fiskistofu, þá hlýtur ósamræmið að vera enn meira í verðmynduninni sjálfri. Ef þorskígildi eiga að endurspegla verðmæti, og ef sjómenn fá aðeins greitt brot af því sem markaðsverð segir til um, þá hlýtur að vakna spurningin: Er raunverulega verið að blekkja Fiskistofu – eða sjómennina – ásamt því að verið sé að komast undan skatttekjum af sameiginlegum auðlindum? Einnig má spyrja hvort lagaákvæðin séu óljós. Eða hefur útgerðin einfaldlega náð þeim tökum á verðmyndun í gegnum sölufélög og skúffufyrirtæki að hægt sé að flytja verðmæti til, án þess að sjómenn fái sinn sanngjarna hlut? Miðað við tölurnar sem Brim birtir sjálft – og greiðslur sem sjómenn fá í reynd – þá virðast sjómenn vera hlunnfarnir um allt að tvo þriðju af verðmæti fisksins sem þeir veiða. Ég sé ekki annað. Höfundur er formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Grindavík Brim Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur undanfarið sagt opinberlega að fræða þurfi almenning betur um sjávarútveginn. Það er sjálfsagt og gott mál – því betra sem fólk skilur hvernig verðmæti verða til í greininni, því betri geta umræðurnar orðið. Mig langar að nota þennan vettvang til að spyrja Guðmund um einn fróðleiksmola sem birtist á heimasíðu Brims undir fyrirsögninni: „Er Fiskistofa með röng gögn eða eru lagaákvæði óljós?“ Þar segir orðrétt: „Þorskígildi 10 þúsund tonna af grálúðu eru næstum jafnmörg og þorskígildi 90 þúsund tonna af makríl samkvæmt útreikningum Fiskistofu og því ættu söluverðmætin að vera áþekk […] En svo er alls ekki. Verðmæti 90 þúsund tonna af makríl er þrisvar sinnum meira en verðmæti 10 þúsund tonna af grálúðu.“ Ef ég skil Guðmund rétt þá fullyrðir hann að verðmæti 10 þúsund tonna afla af grálúðu og 30 þúsund tonn afla af makríl sé svipað. Við hjá stéttarfélögum sjómanna vitum hins vegar að raunveruleikinn er allt annar. Á sama tíma og Guðmundur skrifar þetta er munurinn á kílóverði til sjómanna á þessum tveimur tegundum nálægt því tífaldur. Sjómenn fá allt upp undir 1.000 krónur á kíló fyrir grálúðu – en á síðustu makrílvertíð greiddi Brim sínum sjómönnum að meðaltali 114 krónur á kíló. Ef markmið fróðleiksmolans er að sýna fram á ósamræmi í útreikningum Fiskistofu, þá hlýtur ósamræmið að vera enn meira í verðmynduninni sjálfri. Ef þorskígildi eiga að endurspegla verðmæti, og ef sjómenn fá aðeins greitt brot af því sem markaðsverð segir til um, þá hlýtur að vakna spurningin: Er raunverulega verið að blekkja Fiskistofu – eða sjómennina – ásamt því að verið sé að komast undan skatttekjum af sameiginlegum auðlindum? Einnig má spyrja hvort lagaákvæðin séu óljós. Eða hefur útgerðin einfaldlega náð þeim tökum á verðmyndun í gegnum sölufélög og skúffufyrirtæki að hægt sé að flytja verðmæti til, án þess að sjómenn fái sinn sanngjarna hlut? Miðað við tölurnar sem Brim birtir sjálft – og greiðslur sem sjómenn fá í reynd – þá virðast sjómenn vera hlunnfarnir um allt að tvo þriðju af verðmæti fisksins sem þeir veiða. Ég sé ekki annað. Höfundur er formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun