Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson stýrir íslenska landsliðinu í annað sinn á heimavelli á morgun.
Arnar Gunnlaugsson stýrir íslenska landsliðinu í annað sinn á heimavelli á morgun. vísir/anton

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem þeir Arnar Gunnlaugsson og Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum vegna landsleiks Íslands og Úkraínu í undankeppni HM 2026.

Fundurinn hófst klukkan 12:45 en upptöku frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: Blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu

Ísland er með þrjú stig í 2. sæti D-riðils undankeppni HM 2026 en Úkraína í 3. sætinu með með eitt stig. Frakkland er á toppnum með sex stig en Aserbaísjan rekur lestina með eitt stig. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.

Íslendingar mæta Frökkum á mánudaginn en í nóvember leika Íslendingar svo útileiki gegn Aserum og Úkraínumönnum.

Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×