Enski boltinn

Yfir fimm þúsund bannaðar aug­lýsingar á meðan leikurinn var í loftinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reece James í leik með Chelsea og þarna má sjá greinilega veðmálauglýsingu á bak við hann.
Reece James í leik með Chelsea og þarna má sjá greinilega veðmálauglýsingu á bak við hann. Getty/EyesWideOpen

Veðmálauglýsingar virðast eiga auðvelt með að komast fyrir framan augu sjónvarpsáhorfenda þrátt fyrir að vera bannaðar. Þetta sýnir ný rannsókn hjá Bristol-háskóla í Englandi.

Yfir fimm þúsund sýnilegar auglýsingar um fjárhættuspil sáust í nýlegum leik í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir bann sem átti að leiða til fækkunar þeirra.

Þetta kom í ljós eftir greiningu frá Bristol-háskóla. Hún leiddi í ljós að 5.262 dæmi um auglýsingar um fjárhættuspil sáust í útsendingu frá 4-0 sigri Manchester City á Wolves þann 16. ágúst síðastliðinn. Breska ríkisútvarpið segir frá.

Af þeim auglýsingaskilaboðum sem sáust voru um 91 prósent sýnileg á meðan leikurinn stóð yfir en aðeins níu prósent í umfjöllun fyrir og eftir leik. Þetta er því sá leikur sem hefur haft flestar sýnilegar auglýsingar um fjárhættuspil í beinni útsendingu síðan rannsóknin hófst árið 2023.

Samkomulag frá 2019 milli fjárhættuspilafyrirtækja um sjálfvirkt „flautubann“ þýðir að veðmálaauglýsingar í sjónvarpi eru ekki sýndar frá fimm mínútum fyrir upphafsflaut og til fimm mínútna eftir leikslok.

„Bannið“ endar klukkan 21:00 og nær ekki yfir aðrar gerðir sýnilegra auglýsinga eins og kostun á treyjum, auglýsingaskilti við völlinn og merki á mannvirkjum leikvangsins, sem allt hefur aukist á undanförnum árum. Þar finnar auglýsingar bakdyrnarnar inn á skjáinn fyrir framan áhorfendur.

Í fyrstu umferð leikja á þessu tímabili ensku úrvalsdeildarinnar kom í ljós í rannsókn að 13.200 skilaboð um fjárhættuspil sáust í Bretlandi á meðan flautubanninu stóð einu saman, sem er 32 prósenta aukning frá fyrra ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×