Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 08:18 Arna Eiríksdóttir var skiljanlega óánægð með vítaspyrnudóminn enda gat hún lítið gert til að fá boltann ekki upp í höndina. Getty/Molly Darlington Vålerenga tapaði naumlega á móti Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eina mark leiksins kom úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á íslenska miðvörðinn Örnu Eiríksdóttur. Það er óhætt að segja að vítið hafi verið miðpunktur umfjöllunar eftir leikinn og flestir eru á því að íslenska landsliðskonan hafi þar verið beitt miklu ranglæti. Fannst höndin vera í eðlilegri stöðu „Ég þarf að sjá atvikið aftur, en á þessari stundu fannst mér höndin á mér vera í eðlilegri stöðu. Mér fannst boltinn fara fyrst í lærið á mér og svo í höndina. Það er pirrandi að þetta skuli ráða úrslitum,“ sagði svekkt Arna Eiríksdóttir við NRK eftir leikinn. „Ég hef séð þetta á myndbandi eftir á. Þetta er svolítið skrítið. Þegar VAR getur skoðað myndir af þessu eftir á hefði þetta ekki átt að vera víti. Boltinn fer fyrst í mjöðmina á Örnu og svo í höndina. Þetta hefði ekki átt að vera víti,“ sagði Nils Lexerød, þjálfari Vålerenga, við NRK. Marc Skinner, þjálfari Manchester United, tók jafnvel undir með þeim þegar hann heyrði af því að boltinn hefði farið í lærið á Örnu og svo upp í höndina? Fréttin á síðu norska ríkisútvarpsins.NRK Sport Óheppni fyrir Vålerenga „Það smáatriði hef ég ekki séð. Ef það er rétt þá finnst þeim þetta örugglega strangur dómur. Allt sem ég sá var hendi. Ef það er rétt þá er þetta óheppni fyrir Vålerenga, en mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn,“ sagði Marc Skinner við NRK. „Mér finnst þetta mjög strangur dómur. Varnarmaðurinn er á hreyfingu, handleggurinn hennar virtist ekki svo langt frá, en hann breytir stefnu boltans. Ég væri móðguð ef ég væri hún,“ sagði fótboltasérfræðingurinn Anita Asante á Disney+. Aðeins of langt frá líkamanum „Þetta er auðvitað hrottalegt fyrir Vålerenga, en svona er þetta. Þegar það er spil og pressa inn í vítateignum þá er alltaf hætta á að svona gerist. Hefði dómarinn ekki dæmt víti, hefði VAR gripið inn í og breytt dómnum? Það er umræðan sem við erum að taka hér,“ sagði Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK. „Það er auðvitað mjög strangt að fá dæmda á sig vítaspyrnu fyrir þetta. Því miður er hönd Eiríksdóttur aðeins of langt frá líkamanum,“ sagði Kristoffer Løkberg, fótboltasérfræðingur NRK. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira
Það er óhætt að segja að vítið hafi verið miðpunktur umfjöllunar eftir leikinn og flestir eru á því að íslenska landsliðskonan hafi þar verið beitt miklu ranglæti. Fannst höndin vera í eðlilegri stöðu „Ég þarf að sjá atvikið aftur, en á þessari stundu fannst mér höndin á mér vera í eðlilegri stöðu. Mér fannst boltinn fara fyrst í lærið á mér og svo í höndina. Það er pirrandi að þetta skuli ráða úrslitum,“ sagði svekkt Arna Eiríksdóttir við NRK eftir leikinn. „Ég hef séð þetta á myndbandi eftir á. Þetta er svolítið skrítið. Þegar VAR getur skoðað myndir af þessu eftir á hefði þetta ekki átt að vera víti. Boltinn fer fyrst í mjöðmina á Örnu og svo í höndina. Þetta hefði ekki átt að vera víti,“ sagði Nils Lexerød, þjálfari Vålerenga, við NRK. Marc Skinner, þjálfari Manchester United, tók jafnvel undir með þeim þegar hann heyrði af því að boltinn hefði farið í lærið á Örnu og svo upp í höndina? Fréttin á síðu norska ríkisútvarpsins.NRK Sport Óheppni fyrir Vålerenga „Það smáatriði hef ég ekki séð. Ef það er rétt þá finnst þeim þetta örugglega strangur dómur. Allt sem ég sá var hendi. Ef það er rétt þá er þetta óheppni fyrir Vålerenga, en mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn,“ sagði Marc Skinner við NRK. „Mér finnst þetta mjög strangur dómur. Varnarmaðurinn er á hreyfingu, handleggurinn hennar virtist ekki svo langt frá, en hann breytir stefnu boltans. Ég væri móðguð ef ég væri hún,“ sagði fótboltasérfræðingurinn Anita Asante á Disney+. Aðeins of langt frá líkamanum „Þetta er auðvitað hrottalegt fyrir Vålerenga, en svona er þetta. Þegar það er spil og pressa inn í vítateignum þá er alltaf hætta á að svona gerist. Hefði dómarinn ekki dæmt víti, hefði VAR gripið inn í og breytt dómnum? Það er umræðan sem við erum að taka hér,“ sagði Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK. „Það er auðvitað mjög strangt að fá dæmda á sig vítaspyrnu fyrir þetta. Því miður er hönd Eiríksdóttur aðeins of langt frá líkamanum,“ sagði Kristoffer Løkberg, fótboltasérfræðingur NRK.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira