Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 08:18 Arna Eiríksdóttir var skiljanlega óánægð með vítaspyrnudóminn enda gat hún lítið gert til að fá boltann ekki upp í höndina. Getty/Molly Darlington Vålerenga tapaði naumlega á móti Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eina mark leiksins kom úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á íslenska miðvörðinn Örnu Eiríksdóttur. Það er óhætt að segja að vítið hafi verið miðpunktur umfjöllunar eftir leikinn og flestir eru á því að íslenska landsliðskonan hafi þar verið beitt miklu ranglæti. Fannst höndin vera í eðlilegri stöðu „Ég þarf að sjá atvikið aftur, en á þessari stundu fannst mér höndin á mér vera í eðlilegri stöðu. Mér fannst boltinn fara fyrst í lærið á mér og svo í höndina. Það er pirrandi að þetta skuli ráða úrslitum,“ sagði svekkt Arna Eiríksdóttir við NRK eftir leikinn. „Ég hef séð þetta á myndbandi eftir á. Þetta er svolítið skrítið. Þegar VAR getur skoðað myndir af þessu eftir á hefði þetta ekki átt að vera víti. Boltinn fer fyrst í mjöðmina á Örnu og svo í höndina. Þetta hefði ekki átt að vera víti,“ sagði Nils Lexerød, þjálfari Vålerenga, við NRK. Marc Skinner, þjálfari Manchester United, tók jafnvel undir með þeim þegar hann heyrði af því að boltinn hefði farið í lærið á Örnu og svo upp í höndina? Fréttin á síðu norska ríkisútvarpsins.NRK Sport Óheppni fyrir Vålerenga „Það smáatriði hef ég ekki séð. Ef það er rétt þá finnst þeim þetta örugglega strangur dómur. Allt sem ég sá var hendi. Ef það er rétt þá er þetta óheppni fyrir Vålerenga, en mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn,“ sagði Marc Skinner við NRK. „Mér finnst þetta mjög strangur dómur. Varnarmaðurinn er á hreyfingu, handleggurinn hennar virtist ekki svo langt frá, en hann breytir stefnu boltans. Ég væri móðguð ef ég væri hún,“ sagði fótboltasérfræðingurinn Anita Asante á Disney+. Aðeins of langt frá líkamanum „Þetta er auðvitað hrottalegt fyrir Vålerenga, en svona er þetta. Þegar það er spil og pressa inn í vítateignum þá er alltaf hætta á að svona gerist. Hefði dómarinn ekki dæmt víti, hefði VAR gripið inn í og breytt dómnum? Það er umræðan sem við erum að taka hér,“ sagði Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK. „Það er auðvitað mjög strangt að fá dæmda á sig vítaspyrnu fyrir þetta. Því miður er hönd Eiríksdóttur aðeins of langt frá líkamanum,“ sagði Kristoffer Løkberg, fótboltasérfræðingur NRK. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Norski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Það er óhætt að segja að vítið hafi verið miðpunktur umfjöllunar eftir leikinn og flestir eru á því að íslenska landsliðskonan hafi þar verið beitt miklu ranglæti. Fannst höndin vera í eðlilegri stöðu „Ég þarf að sjá atvikið aftur, en á þessari stundu fannst mér höndin á mér vera í eðlilegri stöðu. Mér fannst boltinn fara fyrst í lærið á mér og svo í höndina. Það er pirrandi að þetta skuli ráða úrslitum,“ sagði svekkt Arna Eiríksdóttir við NRK eftir leikinn. „Ég hef séð þetta á myndbandi eftir á. Þetta er svolítið skrítið. Þegar VAR getur skoðað myndir af þessu eftir á hefði þetta ekki átt að vera víti. Boltinn fer fyrst í mjöðmina á Örnu og svo í höndina. Þetta hefði ekki átt að vera víti,“ sagði Nils Lexerød, þjálfari Vålerenga, við NRK. Marc Skinner, þjálfari Manchester United, tók jafnvel undir með þeim þegar hann heyrði af því að boltinn hefði farið í lærið á Örnu og svo upp í höndina? Fréttin á síðu norska ríkisútvarpsins.NRK Sport Óheppni fyrir Vålerenga „Það smáatriði hef ég ekki séð. Ef það er rétt þá finnst þeim þetta örugglega strangur dómur. Allt sem ég sá var hendi. Ef það er rétt þá er þetta óheppni fyrir Vålerenga, en mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn,“ sagði Marc Skinner við NRK. „Mér finnst þetta mjög strangur dómur. Varnarmaðurinn er á hreyfingu, handleggurinn hennar virtist ekki svo langt frá, en hann breytir stefnu boltans. Ég væri móðguð ef ég væri hún,“ sagði fótboltasérfræðingurinn Anita Asante á Disney+. Aðeins of langt frá líkamanum „Þetta er auðvitað hrottalegt fyrir Vålerenga, en svona er þetta. Þegar það er spil og pressa inn í vítateignum þá er alltaf hætta á að svona gerist. Hefði dómarinn ekki dæmt víti, hefði VAR gripið inn í og breytt dómnum? Það er umræðan sem við erum að taka hér,“ sagði Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK. „Það er auðvitað mjög strangt að fá dæmda á sig vítaspyrnu fyrir þetta. Því miður er hönd Eiríksdóttur aðeins of langt frá líkamanum,“ sagði Kristoffer Løkberg, fótboltasérfræðingur NRK.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Norski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu