Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar 9. október 2025 08:02 Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Þessi umræða er ekki sprottin upp úr tómarúmi. Þingmönnum hafa borist fjölmargar ábendingar frá sjómönnum sem telja sig hafa verið hlunnfarna. Til að fá nánari upplýsingar um stöðuna fékk ég sem formaður atvinnuveganefndar fulltrúa Verðlagsstofu skiptaverðs á fund nefndarinnar. Í máli forsvarsmanns Verðlagsstofunnar kom meðal annars fram að stofnunina skorti greiðan aðgang að skilaverði sjávarafurða frá skattinum. Engu að síður bentu þau takmörkuðu gögn sem Verðlagsstofa hefði yfir að ráða eindregið til þess að gríðarlegur óútskýrður verðmunur væri á afla landað í Færeyjum og á Íslandi. Þörf á að aðskilja veiðar og vinnslu Verðlagsstofan hefur það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu uppgjöri. Nauðsynlegt er að tryggja greiðan aðgang stofnunarinnar að skilaverði meðal annars frá skattinum og efla þannig starfsemi Verðlagsstofu. En í dag vinna aðeins þrír hjá stofnuninni. Á meðan veiðar og vinnsla eru ekki aðskildar þarf stofnunin að hafa getu til að fylgjast með þessum málum. Hér er um mikla hagsmuni að tefla fyrir sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóð en verðmæti sjávarfangs er vel á annað hundrað milljarðar árlega. Í ljósi þeirrar samþjöppunar sem hefur orðið í sjávarútvegi, samþættri virðiskeðju og þeirra freistinga sem hún býður upp á, er nauðsynlegt að stórefla starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs. Á vordögum 2024 var lagt fram frumvarp sem gaf Verðlagsstofu skýra heimild til aðgangs að umræddum gögnum. Frumvarpið náði því miður ekki fram að ganga. Það er óskiljanlegt að þörf sé á heimild í lögum til að skatturinn miðli upplýsingum til annarra opinberra aðila. Aðgang að upplýsingum sem augljóslega tryggja rétt skattskil. Það er nauðsynlegt að fjármálaráðherra annars vegar og atvinnuvegaráðherra hins vegar fari hratt og vel yfir málið með það að markmiði að setja reglur sem greiða fyrir upplýsingagjöf til Verðlagsstofu. Enda eru sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóður að öllum líkindum að verða af miklum tekjum eins og staðan er í dag. Ef svo ólíklega vill til að ekki sé heimild í lögum til að miðla skilaverði milli stofnana er bráðnauðsynlegt að bæta þar úr. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Alþingi Verðlag Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Þessi umræða er ekki sprottin upp úr tómarúmi. Þingmönnum hafa borist fjölmargar ábendingar frá sjómönnum sem telja sig hafa verið hlunnfarna. Til að fá nánari upplýsingar um stöðuna fékk ég sem formaður atvinnuveganefndar fulltrúa Verðlagsstofu skiptaverðs á fund nefndarinnar. Í máli forsvarsmanns Verðlagsstofunnar kom meðal annars fram að stofnunina skorti greiðan aðgang að skilaverði sjávarafurða frá skattinum. Engu að síður bentu þau takmörkuðu gögn sem Verðlagsstofa hefði yfir að ráða eindregið til þess að gríðarlegur óútskýrður verðmunur væri á afla landað í Færeyjum og á Íslandi. Þörf á að aðskilja veiðar og vinnslu Verðlagsstofan hefur það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu uppgjöri. Nauðsynlegt er að tryggja greiðan aðgang stofnunarinnar að skilaverði meðal annars frá skattinum og efla þannig starfsemi Verðlagsstofu. En í dag vinna aðeins þrír hjá stofnuninni. Á meðan veiðar og vinnsla eru ekki aðskildar þarf stofnunin að hafa getu til að fylgjast með þessum málum. Hér er um mikla hagsmuni að tefla fyrir sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóð en verðmæti sjávarfangs er vel á annað hundrað milljarðar árlega. Í ljósi þeirrar samþjöppunar sem hefur orðið í sjávarútvegi, samþættri virðiskeðju og þeirra freistinga sem hún býður upp á, er nauðsynlegt að stórefla starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs. Á vordögum 2024 var lagt fram frumvarp sem gaf Verðlagsstofu skýra heimild til aðgangs að umræddum gögnum. Frumvarpið náði því miður ekki fram að ganga. Það er óskiljanlegt að þörf sé á heimild í lögum til að skatturinn miðli upplýsingum til annarra opinberra aðila. Aðgang að upplýsingum sem augljóslega tryggja rétt skattskil. Það er nauðsynlegt að fjármálaráðherra annars vegar og atvinnuvegaráðherra hins vegar fari hratt og vel yfir málið með það að markmiði að setja reglur sem greiða fyrir upplýsingagjöf til Verðlagsstofu. Enda eru sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóður að öllum líkindum að verða af miklum tekjum eins og staðan er í dag. Ef svo ólíklega vill til að ekki sé heimild í lögum til að miðla skilaverði milli stofnana er bráðnauðsynlegt að bæta þar úr. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun