Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar 9. október 2025 08:02 Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Þessi umræða er ekki sprottin upp úr tómarúmi. Þingmönnum hafa borist fjölmargar ábendingar frá sjómönnum sem telja sig hafa verið hlunnfarna. Til að fá nánari upplýsingar um stöðuna fékk ég sem formaður atvinnuveganefndar fulltrúa Verðlagsstofu skiptaverðs á fund nefndarinnar. Í máli forsvarsmanns Verðlagsstofunnar kom meðal annars fram að stofnunina skorti greiðan aðgang að skilaverði sjávarafurða frá skattinum. Engu að síður bentu þau takmörkuðu gögn sem Verðlagsstofa hefði yfir að ráða eindregið til þess að gríðarlegur óútskýrður verðmunur væri á afla landað í Færeyjum og á Íslandi. Þörf á að aðskilja veiðar og vinnslu Verðlagsstofan hefur það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu uppgjöri. Nauðsynlegt er að tryggja greiðan aðgang stofnunarinnar að skilaverði meðal annars frá skattinum og efla þannig starfsemi Verðlagsstofu. En í dag vinna aðeins þrír hjá stofnuninni. Á meðan veiðar og vinnsla eru ekki aðskildar þarf stofnunin að hafa getu til að fylgjast með þessum málum. Hér er um mikla hagsmuni að tefla fyrir sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóð en verðmæti sjávarfangs er vel á annað hundrað milljarðar árlega. Í ljósi þeirrar samþjöppunar sem hefur orðið í sjávarútvegi, samþættri virðiskeðju og þeirra freistinga sem hún býður upp á, er nauðsynlegt að stórefla starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs. Á vordögum 2024 var lagt fram frumvarp sem gaf Verðlagsstofu skýra heimild til aðgangs að umræddum gögnum. Frumvarpið náði því miður ekki fram að ganga. Það er óskiljanlegt að þörf sé á heimild í lögum til að skatturinn miðli upplýsingum til annarra opinberra aðila. Aðgang að upplýsingum sem augljóslega tryggja rétt skattskil. Það er nauðsynlegt að fjármálaráðherra annars vegar og atvinnuvegaráðherra hins vegar fari hratt og vel yfir málið með það að markmiði að setja reglur sem greiða fyrir upplýsingagjöf til Verðlagsstofu. Enda eru sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóður að öllum líkindum að verða af miklum tekjum eins og staðan er í dag. Ef svo ólíklega vill til að ekki sé heimild í lögum til að miðla skilaverði milli stofnana er bráðnauðsynlegt að bæta þar úr. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Alþingi Verðlag Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Þessi umræða er ekki sprottin upp úr tómarúmi. Þingmönnum hafa borist fjölmargar ábendingar frá sjómönnum sem telja sig hafa verið hlunnfarna. Til að fá nánari upplýsingar um stöðuna fékk ég sem formaður atvinnuveganefndar fulltrúa Verðlagsstofu skiptaverðs á fund nefndarinnar. Í máli forsvarsmanns Verðlagsstofunnar kom meðal annars fram að stofnunina skorti greiðan aðgang að skilaverði sjávarafurða frá skattinum. Engu að síður bentu þau takmörkuðu gögn sem Verðlagsstofa hefði yfir að ráða eindregið til þess að gríðarlegur óútskýrður verðmunur væri á afla landað í Færeyjum og á Íslandi. Þörf á að aðskilja veiðar og vinnslu Verðlagsstofan hefur það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu uppgjöri. Nauðsynlegt er að tryggja greiðan aðgang stofnunarinnar að skilaverði meðal annars frá skattinum og efla þannig starfsemi Verðlagsstofu. En í dag vinna aðeins þrír hjá stofnuninni. Á meðan veiðar og vinnsla eru ekki aðskildar þarf stofnunin að hafa getu til að fylgjast með þessum málum. Hér er um mikla hagsmuni að tefla fyrir sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóð en verðmæti sjávarfangs er vel á annað hundrað milljarðar árlega. Í ljósi þeirrar samþjöppunar sem hefur orðið í sjávarútvegi, samþættri virðiskeðju og þeirra freistinga sem hún býður upp á, er nauðsynlegt að stórefla starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs. Á vordögum 2024 var lagt fram frumvarp sem gaf Verðlagsstofu skýra heimild til aðgangs að umræddum gögnum. Frumvarpið náði því miður ekki fram að ganga. Það er óskiljanlegt að þörf sé á heimild í lögum til að skatturinn miðli upplýsingum til annarra opinberra aðila. Aðgang að upplýsingum sem augljóslega tryggja rétt skattskil. Það er nauðsynlegt að fjármálaráðherra annars vegar og atvinnuvegaráðherra hins vegar fari hratt og vel yfir málið með það að markmiði að setja reglur sem greiða fyrir upplýsingagjöf til Verðlagsstofu. Enda eru sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóður að öllum líkindum að verða af miklum tekjum eins og staðan er í dag. Ef svo ólíklega vill til að ekki sé heimild í lögum til að miðla skilaverði milli stofnana er bráðnauðsynlegt að bæta þar úr. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun