Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 9. október 2025 09:01 Það er vert að vekja athygli landsmanna á að RÚV mun sýna heimildarmyndina „Acting Normal with CVI“ eða „Fyrir allra augum“ á alþjóðlega sjónverndardeginum þann 9. október. Þetta er fyrsta og enn sem komið er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu (CVI - Cerebral visual impairment), sem er nokkuð merkileg staðreynd í ljósi þess að talið er að um 3% mannkyns eða 1 af hverjum 30 (og mögulega fleiri í dag) séu með CVI – en fæstir vita af því. Við þessar aðstæður geta augun í sjálfu sér verið í fullkomnu lagi en sjónskerðingin orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Myndin markaði þannig tímamót í vitundarvakningu um áhrif heilatengdrar sjónskerðingar. En sjón er sögu ríkari og hvet ég alla til að horfa. Myndin verður sýnd á sama tíma á RÚV 2 með íslenskri sjónlýsingu. Það eru ekki síður eftirminnileg tímamót því að þetta verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á sjónlýsingu í íslensku sjónvarpi. En sjónlýsing er þegar sjónræn upplifun er færð yfir í orð þannig að þau sem ekki sjá geri sér grein fyrir hvað er að gerast. Sjónlýsingar eru notaðar við margs konar aðstæður og tilefni. Svo sem eins og í söfnum til að lýsa því sem er til sýnis, í leikhúsum og í sjónvarps- og kvikmyndum til að lýsa því sem er að gerast og einnig við hvers konar aðrar athafnir, eins og brúðkaup, íþróttakappleiki og fleira. Sjónlýsing er þannig mikilvægt aðgengisverkfæri sem opnar dyrnar að menningar- og afþreyingarefni fyrir sjónhamlað fólk. Vöntun á sjónlýsingum gerir það ekki aðeins að verkum að sjónhamlað fólk missir af að njóta þess efnis sem í boði er. Heldur hefur það einnig í för með sér keðjuverkandi áhrif því að þú verður út undan í samfélaginu þegar þú upplifir ekki það sama og fólkið í kringum þig og tilheyrir þar með ekki sama reynsluheimi. Gildir þar einu hvort um er að ræða afþreyingar-, menningar- eða barnaefni. Það er allt í senn ánægjuleg og sorgleg staðreynd að verið er að sýna sjónlýst efni í sjónvarpi allra landsmanna í fyrsta sinn í kvöld. Ánægjuleg því með þessu er vissulega brotið blað og er vonandi fyrsti vísir að því sem koma skal. Sorgleg af því að þessi tímamót hefðu að réttu átt að gerast fyrir löngu síðan og sjónlýsingar þar með að vera jafn sjálfsagðar og textun á erlendu efni. Það er sérkennileg staðreynd að íslenskir sjónvarpsþættir sem framleiddir eru fyrir erlendar streymisveitur eru sýndir með sjónlýsingu. Þá hlýtur að mega álykta að innlendar stöðvar geti gert slíkt hið sama. Vissulega þarf vandvirkni og fagmennsku til að gera góða sjónlýsingu en fyrirhöfnin og kostnaðurinn er mun lægri en halda mætti við fyrstu sýn. Til að liðka fyrir sjónlýsingum í innlendri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð mætti taka tillit til þess við úthlutun opinberra framleiðslustyrkja og jafnvel gera það að skilyrði. Það er með réttu eðlileg krafa að sjónlýsing verði normið en ekki undantekning við framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. En nú er tími til að fagna tímamótunum og njóta myndarinnar „Fyrir allra augum“ á RÚV klukkan 21.00 í kvöld Fyrir þau sem njóta þess að hafa góða sjón er þetta líka kjörið tækifæri til að stilla á RÚV 2 og upplifa hvernig sjónlýsing virkar. Höfundur er formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er vert að vekja athygli landsmanna á að RÚV mun sýna heimildarmyndina „Acting Normal with CVI“ eða „Fyrir allra augum“ á alþjóðlega sjónverndardeginum þann 9. október. Þetta er fyrsta og enn sem komið er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu (CVI - Cerebral visual impairment), sem er nokkuð merkileg staðreynd í ljósi þess að talið er að um 3% mannkyns eða 1 af hverjum 30 (og mögulega fleiri í dag) séu með CVI – en fæstir vita af því. Við þessar aðstæður geta augun í sjálfu sér verið í fullkomnu lagi en sjónskerðingin orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Myndin markaði þannig tímamót í vitundarvakningu um áhrif heilatengdrar sjónskerðingar. En sjón er sögu ríkari og hvet ég alla til að horfa. Myndin verður sýnd á sama tíma á RÚV 2 með íslenskri sjónlýsingu. Það eru ekki síður eftirminnileg tímamót því að þetta verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á sjónlýsingu í íslensku sjónvarpi. En sjónlýsing er þegar sjónræn upplifun er færð yfir í orð þannig að þau sem ekki sjá geri sér grein fyrir hvað er að gerast. Sjónlýsingar eru notaðar við margs konar aðstæður og tilefni. Svo sem eins og í söfnum til að lýsa því sem er til sýnis, í leikhúsum og í sjónvarps- og kvikmyndum til að lýsa því sem er að gerast og einnig við hvers konar aðrar athafnir, eins og brúðkaup, íþróttakappleiki og fleira. Sjónlýsing er þannig mikilvægt aðgengisverkfæri sem opnar dyrnar að menningar- og afþreyingarefni fyrir sjónhamlað fólk. Vöntun á sjónlýsingum gerir það ekki aðeins að verkum að sjónhamlað fólk missir af að njóta þess efnis sem í boði er. Heldur hefur það einnig í för með sér keðjuverkandi áhrif því að þú verður út undan í samfélaginu þegar þú upplifir ekki það sama og fólkið í kringum þig og tilheyrir þar með ekki sama reynsluheimi. Gildir þar einu hvort um er að ræða afþreyingar-, menningar- eða barnaefni. Það er allt í senn ánægjuleg og sorgleg staðreynd að verið er að sýna sjónlýst efni í sjónvarpi allra landsmanna í fyrsta sinn í kvöld. Ánægjuleg því með þessu er vissulega brotið blað og er vonandi fyrsti vísir að því sem koma skal. Sorgleg af því að þessi tímamót hefðu að réttu átt að gerast fyrir löngu síðan og sjónlýsingar þar með að vera jafn sjálfsagðar og textun á erlendu efni. Það er sérkennileg staðreynd að íslenskir sjónvarpsþættir sem framleiddir eru fyrir erlendar streymisveitur eru sýndir með sjónlýsingu. Þá hlýtur að mega álykta að innlendar stöðvar geti gert slíkt hið sama. Vissulega þarf vandvirkni og fagmennsku til að gera góða sjónlýsingu en fyrirhöfnin og kostnaðurinn er mun lægri en halda mætti við fyrstu sýn. Til að liðka fyrir sjónlýsingum í innlendri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð mætti taka tillit til þess við úthlutun opinberra framleiðslustyrkja og jafnvel gera það að skilyrði. Það er með réttu eðlileg krafa að sjónlýsing verði normið en ekki undantekning við framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. En nú er tími til að fagna tímamótunum og njóta myndarinnar „Fyrir allra augum“ á RÚV klukkan 21.00 í kvöld Fyrir þau sem njóta þess að hafa góða sjón er þetta líka kjörið tækifæri til að stilla á RÚV 2 og upplifa hvernig sjónlýsing virkar. Höfundur er formaður Blindrafélagsins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun