Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 7. október 2025 08:03 Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast. Niðurstöður eru fengnar úr tveimur rannsóknum annars vegar Heilsu og lífkjörum skólanema á Íslandi og hins vegar úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Yfir 80 þúsund skólabörn í sjötta, áttunda og tíunda bekk tóku þátt í þessum tveimur rannsóknum frá árinu 2006 til 2025. Samanlagt hlutfall eineltis í öllum bekkjunum, var 5,4 prósent árið 2006 en er komið upp í 8 prósent í ár og í fyrra. Hér þarf að taka til hendinni. Fara þarf í heildræna skoðun. Sem sálfræðingur til rúmlega þrjátíu ára voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og í starfi mínu kom ég iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem alþingismaður vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og hafa áhrif til að finna megi hvar pottur er brotinn í þessum viðkvæma málaflokki. Í gegnum árin hef ég lagt mikla áherslu á að skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu er að greina hvernig skólar sinna forvörnum, hver viðbrögð þeirra eru við kvörtunum um einelti, hver málastaðan er og hvernig hlúð er að þolendum og hvernig unnið er með gerendum og foreldrum þeirra. Yfirlit af þessu tagi gæti verið grundvöllur úrbóta. Það er mikilvægt að skólarnir standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í hverjum skóla ætti eftirfarandi að vera til staðar: 1. Tiltækir verkferlar, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta tekið við og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. 2. Tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun á heimasíðu skólans. 3. Lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg nemendum og foreldrum. Upplýsingar um eineltisteymi skólans séu aðgengilegar innan skólans og á heimasíðu hans. Mestu máli skiptir að uppfræða börn um skaðsemi eineltis um leið og þroski þeirra leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt og útskýra fyrir þeim hvaða hegðun er ekki liðin. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Það þarf líka að útskýra fyrir börnum að það sé ekki gott að hvetja þann sem beitir einelti áfram með því að standa hlægjandi og aðgerðarlaus hjá þegar einelti og ofbeldi er beitt. Börn þurfa að vita að verði þau vör við stríðni eða annað ofbeldi eigi þau strax að láta einhvern fullorðinn vita. Umræða um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Rannsókn Vöndu Sigurgeirsdóttur sýnir að þörf er á samhentu átaki alls skólasamfélagsins til að sporna gegn einelti í skólum og tómstundum. Einelti er dauðans alvara. Okkur ber öllum skylda til að verja hvert einasta barn fyrir einelti og ofbeldi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Börn og uppeldi Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast. Niðurstöður eru fengnar úr tveimur rannsóknum annars vegar Heilsu og lífkjörum skólanema á Íslandi og hins vegar úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Yfir 80 þúsund skólabörn í sjötta, áttunda og tíunda bekk tóku þátt í þessum tveimur rannsóknum frá árinu 2006 til 2025. Samanlagt hlutfall eineltis í öllum bekkjunum, var 5,4 prósent árið 2006 en er komið upp í 8 prósent í ár og í fyrra. Hér þarf að taka til hendinni. Fara þarf í heildræna skoðun. Sem sálfræðingur til rúmlega þrjátíu ára voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og í starfi mínu kom ég iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem alþingismaður vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og hafa áhrif til að finna megi hvar pottur er brotinn í þessum viðkvæma málaflokki. Í gegnum árin hef ég lagt mikla áherslu á að skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu er að greina hvernig skólar sinna forvörnum, hver viðbrögð þeirra eru við kvörtunum um einelti, hver málastaðan er og hvernig hlúð er að þolendum og hvernig unnið er með gerendum og foreldrum þeirra. Yfirlit af þessu tagi gæti verið grundvöllur úrbóta. Það er mikilvægt að skólarnir standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í hverjum skóla ætti eftirfarandi að vera til staðar: 1. Tiltækir verkferlar, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta tekið við og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. 2. Tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun á heimasíðu skólans. 3. Lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg nemendum og foreldrum. Upplýsingar um eineltisteymi skólans séu aðgengilegar innan skólans og á heimasíðu hans. Mestu máli skiptir að uppfræða börn um skaðsemi eineltis um leið og þroski þeirra leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt og útskýra fyrir þeim hvaða hegðun er ekki liðin. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Það þarf líka að útskýra fyrir börnum að það sé ekki gott að hvetja þann sem beitir einelti áfram með því að standa hlægjandi og aðgerðarlaus hjá þegar einelti og ofbeldi er beitt. Börn þurfa að vita að verði þau vör við stríðni eða annað ofbeldi eigi þau strax að láta einhvern fullorðinn vita. Umræða um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Rannsókn Vöndu Sigurgeirsdóttur sýnir að þörf er á samhentu átaki alls skólasamfélagsins til að sporna gegn einelti í skólum og tómstundum. Einelti er dauðans alvara. Okkur ber öllum skylda til að verja hvert einasta barn fyrir einelti og ofbeldi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun