Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 3. október 2025 10:47 Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum. Í stað raunverulegra aðgerða til að fjölga starfsfólki, og treysta grundvöll leikskólastarfsins, er verið að þrýsta á foreldra að draga úr leikskóladvöl barna sinna og hækka gjaldskrá verulega á þau sem ekki hafa tök á því. Ný gjaldskrá er ósanngjörn og mjög flókin Uppbyggingin á drögum að nýrri gjaldskrá er mjög flókin og tekjutengingar og afslættir eru margþættir. Það verður erfitt fyrir foreldra að átta sig á endanlegu gjaldi og þeim áhrifum sem breytingar á tekjum eða þörf fyrir fulla dagvistun munu hafa á leikskólagjöld. ASÍ og BSRB hafa greint áhrif tillagnanna á gjöld foreldra fyrir leikskóladvöl barna sinna. Tekjumörkin í tillögum að nýrri gjaldskrá, sem afslættir miðast við, eru mjög lág. Þannig fá einstæðir foreldrar með laun talsvert undir meðallaunum á vinnumarkaði engan afslátt og foreldrar í sambúð sem bæði eru með laun rétt yfir lægstu launum greiða fullt gjald. Breytingarnar á gjaldskránni, sem ætlað er að mynda hvata til að stytta dvalartíma en eru í raun refsing fyrir þau sem þurfa heilsdagspláss, hafa lang mest áhrif til hækkunar hjá einstæðum foreldrum með mánaðartekjur yfir 542.000 kr. Þá auka breytingarnar einnig verulega gjaldtöku á sambúðarfólk með mánaðartekjur yfir 396.000 kr. á mann sem þurfa á dagvistun að halda í 8 stundir á dag eða meira. Sem dæmi hækka leikskólagjöld einstæðra foreldra sem nýta skráningardaga og eru með tekjur á bilinu 542.000 til 792.000 á mánuði um 65% ef barnið er 8 tíma á dag á leikskólanum og um 100% ef dvalartíminn er 8,5 tímar. Hafi foreldrið tekjur yfir 792.000 kr. á mánuði, sem er rétt undir miðgildi tekna, hækka leikskólagjöldin um 120% fyrir 8 tímana og 185% fyrir 8,5 tíma. Leikskólinn er fjöregg fjölskyldustefnunnar Leikskólinn er eitt helsta jöfnunar- og jafnréttistæki sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólarnir eru grundvöllur farsællar mennta- og fjölskyldustefnu og allar breytingar sem veikja þessa þætti kerfisins grafa undan velferð barnafjölskyldna. Foreldrar treysta á leikskólana sem eru lykilforsenda fyrir atvinnuþátttöku beggja foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Leikskólanir hafa auk þess veitt barnafjölskyldum mikilvægan stuðning í daglegu lífi Mörg þeirra sem starfa í leikskólunum eru félagsfólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Þau, flest konur, starfa á lágum launum undir miklu álagi vegna manneklu og húsnæðisvanda. Val Reykjavíkurborgar stendur á milli þess að fjölga starfsfólki og bæta starfsaðstæður eða fækka leikskólastundum barna með þeim áhrifum sem að ofan er lýst. Koma má í veg fyrir það með því að gera störfin á leikskólunum eftirsóknarverðari með betri kjörum. Nú reynir á forystuhlutverk Reykjavíkur Vandi leikskólastigsins er kerfisbundinn, snýr að vanfjármögnun og skorti á langtímastefnu. Viðbrögð sveitarfélaga hafa hingað til einkennst af bráðabirgðalausnum sem varpa byrðum yfir á foreldra og starfsfólk og hér bætist Reykjavíkurborg í hópinn. Sveitarfélög eiga að hafa metnað til að byggja samfélag okkar áfram á grunngildum jafnaðar og jafnréttis. Það veldur vonbrigðum að Reykjavíkurborg sem hefur verið leiðandi í þjónustu við fjölskyldur skuli leggja fram tillögur sem þessar. Við skorum á meirihlutann í Reykjavík að draga þessar tillögur til baka og finna lausnir sem marka upphafið að endurreisn leikskólakerfisins á Íslandi. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum. Í stað raunverulegra aðgerða til að fjölga starfsfólki, og treysta grundvöll leikskólastarfsins, er verið að þrýsta á foreldra að draga úr leikskóladvöl barna sinna og hækka gjaldskrá verulega á þau sem ekki hafa tök á því. Ný gjaldskrá er ósanngjörn og mjög flókin Uppbyggingin á drögum að nýrri gjaldskrá er mjög flókin og tekjutengingar og afslættir eru margþættir. Það verður erfitt fyrir foreldra að átta sig á endanlegu gjaldi og þeim áhrifum sem breytingar á tekjum eða þörf fyrir fulla dagvistun munu hafa á leikskólagjöld. ASÍ og BSRB hafa greint áhrif tillagnanna á gjöld foreldra fyrir leikskóladvöl barna sinna. Tekjumörkin í tillögum að nýrri gjaldskrá, sem afslættir miðast við, eru mjög lág. Þannig fá einstæðir foreldrar með laun talsvert undir meðallaunum á vinnumarkaði engan afslátt og foreldrar í sambúð sem bæði eru með laun rétt yfir lægstu launum greiða fullt gjald. Breytingarnar á gjaldskránni, sem ætlað er að mynda hvata til að stytta dvalartíma en eru í raun refsing fyrir þau sem þurfa heilsdagspláss, hafa lang mest áhrif til hækkunar hjá einstæðum foreldrum með mánaðartekjur yfir 542.000 kr. Þá auka breytingarnar einnig verulega gjaldtöku á sambúðarfólk með mánaðartekjur yfir 396.000 kr. á mann sem þurfa á dagvistun að halda í 8 stundir á dag eða meira. Sem dæmi hækka leikskólagjöld einstæðra foreldra sem nýta skráningardaga og eru með tekjur á bilinu 542.000 til 792.000 á mánuði um 65% ef barnið er 8 tíma á dag á leikskólanum og um 100% ef dvalartíminn er 8,5 tímar. Hafi foreldrið tekjur yfir 792.000 kr. á mánuði, sem er rétt undir miðgildi tekna, hækka leikskólagjöldin um 120% fyrir 8 tímana og 185% fyrir 8,5 tíma. Leikskólinn er fjöregg fjölskyldustefnunnar Leikskólinn er eitt helsta jöfnunar- og jafnréttistæki sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólarnir eru grundvöllur farsællar mennta- og fjölskyldustefnu og allar breytingar sem veikja þessa þætti kerfisins grafa undan velferð barnafjölskyldna. Foreldrar treysta á leikskólana sem eru lykilforsenda fyrir atvinnuþátttöku beggja foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Leikskólanir hafa auk þess veitt barnafjölskyldum mikilvægan stuðning í daglegu lífi Mörg þeirra sem starfa í leikskólunum eru félagsfólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Þau, flest konur, starfa á lágum launum undir miklu álagi vegna manneklu og húsnæðisvanda. Val Reykjavíkurborgar stendur á milli þess að fjölga starfsfólki og bæta starfsaðstæður eða fækka leikskólastundum barna með þeim áhrifum sem að ofan er lýst. Koma má í veg fyrir það með því að gera störfin á leikskólunum eftirsóknarverðari með betri kjörum. Nú reynir á forystuhlutverk Reykjavíkur Vandi leikskólastigsins er kerfisbundinn, snýr að vanfjármögnun og skorti á langtímastefnu. Viðbrögð sveitarfélaga hafa hingað til einkennst af bráðabirgðalausnum sem varpa byrðum yfir á foreldra og starfsfólk og hér bætist Reykjavíkurborg í hópinn. Sveitarfélög eiga að hafa metnað til að byggja samfélag okkar áfram á grunngildum jafnaðar og jafnréttis. Það veldur vonbrigðum að Reykjavíkurborg sem hefur verið leiðandi í þjónustu við fjölskyldur skuli leggja fram tillögur sem þessar. Við skorum á meirihlutann í Reykjavík að draga þessar tillögur til baka og finna lausnir sem marka upphafið að endurreisn leikskólakerfisins á Íslandi. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun