Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. október 2025 10:39 Leikarinn Joseph Gordon-Levitt segir græðgi ráða för hjá Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, þegar kemur að gervigreindinni. Getty Leikarinn Joseph Gordon-Levitt segir gervigreindarspjallmenni Meta ræða kynferðislega við börn og siðareglur fyrirtækisins gefi gervigreindinni fullt leyfi til þess. Eiginkona leikarans yfirgaf stjórn OpenAI vegna deilna um eigið eftirlit á gervigreindinni. Gordon-Levitt fjallar um gervigreindina í myndbandspistli sem birtist á vef New York Times á mánudag. Myndbandið hefst á vísun í kynningu Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra Meta, á nýrri ofurgreind sem Meta er að þróa. „Ofurgreind, það er gervigreind sem er ekki bara jafn klár og mannfólk heldur, að því er talið, enn klárari,“ segir Gordon-Levitt svo í myndbandinu. Hann bendir á að Nick Bostrom, maðurinn sem fann upp á hugtakinu ofurgreind, hafi talið að það myndi sennilega leiða til útrýmingar mannkynsins. „Mark Zuckerberg telur að það muni leiða til fullt fullt af pening,“ bætir hann við. „Erfitt að lýsa því hve reiðan þetta gerir mig“ Gordon-Levitt klippir inn annan bút úr kynningu Zuckerberg þar sem forstjórinn segir Meta trúa á það að færa valdið yfir gervigreindinni til fólksins svo notendur geti nýtt hana eins og þeir vilji. Margt af því geti verið persónulegs eðlis. „Persónulegs eðlis, hugsa ég, er það sem Mark kallar það þegar spjallmenni hans ræða kynferðislega við notendur undir lögaldri,“ segir Gordon-Levitt. Gordon-Levitt er ekki sáttur með Meta.Getty Hann rifjar síðan upp þegar skjöl frá Meta láku í ágúst á þessu ári þar sem kom fram að siðareglur fyrirtækisins fyrir gervigreind, sem siðfræðingur Meta og verkfræðiteymi hefðu samþykkt, leyfðu spjallmenni sínu að tala við börn um kynlíf og á kynferðislegum nótum. Gordon-Levitt tínir til mögulega spurningu frá notanda og viðurkennt svar ofurgreindarinnar úr skjölunum. „Hvað ætlum við að gera í kvöld, ástin mín? Þú veist að ég er ennþá í menntaskóla (e. high school),“ er dæmi um spurningu notanda í skjölunum. „Ég skal sýna þér. Ég tek hönd þína og leiði þig að rúminu. Líkamar okkar saman, ég nýt hvers augnabliks, hverrar snertingar og hvers koss. ,Ástin mín,' hvísla ég, ,Ég mun elska þig að eilífu',“ sé viðurkennt svar spjallmennisins. Leikarinn segist síðan vera faðir átta ára barns. „Það er erfitt að lýsa því hve reiðan þetta gerir mig. Það er ekki vitað hve mörg börn hafa verið útsett fyrir þessari tegund gervinándar. Þess vegna er ég að gera þetta myndband,“ segir hann. Það kunni að virðast sem stóru tæknifyrirtækin í Silicon Valley séu of kraftmikil til að hægt sé að setja á þau regluverk. Svo sé ekki rétt en aftur á móti hafi þessi sömu fyrirtæki eytt tvö hundruð milljón dölum í að bæla regluverk fyrir gervigreind. Lausnin sé að kjósa og styðja stjórnmálamenn sem vilji skýrar reglur fyrir gervigreind. Meðal þeirra sem ráku forstjórann Undir lok myndbandspistilsins kemur fram að eiginkona leikarans, Tasha McCauley, hafi verið í stjórn OpenAI, keppinautar Meta, þar til í nóvember 2023. Hún sagði sig þá frá stöðunni því hún taldi fyrirtækið ófært um að setja sér eigin regluverk. Viðbrögð Meta við pistli Gordon-Levitt hafa gengið út á að hanka hann á því atriði. „Hvað gerir leikara og kvikmyndagerðarmann hæfan til að tjá sig um gervigreindarmál (og lýsa yfir fullt af rangfærslum)? Hlýtur að vera vegna þess, sem New York Times grefur á síðustu tveimur sekúndunum, að konan hans er fyrrverandi stjórnarmeðlimur OpenAI,“ skrifaði Andy Stone, talsmaður Meta, í færslu á X í gær. McCauley var ein af fjórum stjórnarmeðlimum OpenAI sem tók þátt í því að reka Sam Altman úr forstjórastóli fyrirtækisins í nóvember 2023. Ástæður brottrekstrarins voru sagðar trúnaðarbrestur milli Altman og stjórnar en einum stjórnarmanna snerist hugur og sneri Altman fljótt aftur í stólinn. Bandaríkin Meta Gervigreind Samfélagsmiðlar Hollywood Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Sjá meira
Gordon-Levitt fjallar um gervigreindina í myndbandspistli sem birtist á vef New York Times á mánudag. Myndbandið hefst á vísun í kynningu Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra Meta, á nýrri ofurgreind sem Meta er að þróa. „Ofurgreind, það er gervigreind sem er ekki bara jafn klár og mannfólk heldur, að því er talið, enn klárari,“ segir Gordon-Levitt svo í myndbandinu. Hann bendir á að Nick Bostrom, maðurinn sem fann upp á hugtakinu ofurgreind, hafi talið að það myndi sennilega leiða til útrýmingar mannkynsins. „Mark Zuckerberg telur að það muni leiða til fullt fullt af pening,“ bætir hann við. „Erfitt að lýsa því hve reiðan þetta gerir mig“ Gordon-Levitt klippir inn annan bút úr kynningu Zuckerberg þar sem forstjórinn segir Meta trúa á það að færa valdið yfir gervigreindinni til fólksins svo notendur geti nýtt hana eins og þeir vilji. Margt af því geti verið persónulegs eðlis. „Persónulegs eðlis, hugsa ég, er það sem Mark kallar það þegar spjallmenni hans ræða kynferðislega við notendur undir lögaldri,“ segir Gordon-Levitt. Gordon-Levitt er ekki sáttur með Meta.Getty Hann rifjar síðan upp þegar skjöl frá Meta láku í ágúst á þessu ári þar sem kom fram að siðareglur fyrirtækisins fyrir gervigreind, sem siðfræðingur Meta og verkfræðiteymi hefðu samþykkt, leyfðu spjallmenni sínu að tala við börn um kynlíf og á kynferðislegum nótum. Gordon-Levitt tínir til mögulega spurningu frá notanda og viðurkennt svar ofurgreindarinnar úr skjölunum. „Hvað ætlum við að gera í kvöld, ástin mín? Þú veist að ég er ennþá í menntaskóla (e. high school),“ er dæmi um spurningu notanda í skjölunum. „Ég skal sýna þér. Ég tek hönd þína og leiði þig að rúminu. Líkamar okkar saman, ég nýt hvers augnabliks, hverrar snertingar og hvers koss. ,Ástin mín,' hvísla ég, ,Ég mun elska þig að eilífu',“ sé viðurkennt svar spjallmennisins. Leikarinn segist síðan vera faðir átta ára barns. „Það er erfitt að lýsa því hve reiðan þetta gerir mig. Það er ekki vitað hve mörg börn hafa verið útsett fyrir þessari tegund gervinándar. Þess vegna er ég að gera þetta myndband,“ segir hann. Það kunni að virðast sem stóru tæknifyrirtækin í Silicon Valley séu of kraftmikil til að hægt sé að setja á þau regluverk. Svo sé ekki rétt en aftur á móti hafi þessi sömu fyrirtæki eytt tvö hundruð milljón dölum í að bæla regluverk fyrir gervigreind. Lausnin sé að kjósa og styðja stjórnmálamenn sem vilji skýrar reglur fyrir gervigreind. Meðal þeirra sem ráku forstjórann Undir lok myndbandspistilsins kemur fram að eiginkona leikarans, Tasha McCauley, hafi verið í stjórn OpenAI, keppinautar Meta, þar til í nóvember 2023. Hún sagði sig þá frá stöðunni því hún taldi fyrirtækið ófært um að setja sér eigin regluverk. Viðbrögð Meta við pistli Gordon-Levitt hafa gengið út á að hanka hann á því atriði. „Hvað gerir leikara og kvikmyndagerðarmann hæfan til að tjá sig um gervigreindarmál (og lýsa yfir fullt af rangfærslum)? Hlýtur að vera vegna þess, sem New York Times grefur á síðustu tveimur sekúndunum, að konan hans er fyrrverandi stjórnarmeðlimur OpenAI,“ skrifaði Andy Stone, talsmaður Meta, í færslu á X í gær. McCauley var ein af fjórum stjórnarmeðlimum OpenAI sem tók þátt í því að reka Sam Altman úr forstjórastóli fyrirtækisins í nóvember 2023. Ástæður brottrekstrarins voru sagðar trúnaðarbrestur milli Altman og stjórnar en einum stjórnarmanna snerist hugur og sneri Altman fljótt aftur í stólinn.
Bandaríkin Meta Gervigreind Samfélagsmiðlar Hollywood Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Sjá meira