Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 2. október 2025 09:02 Veitur dreifa ómissandi lífsgæðum til fólks á hverjum degi. Við berum ábyrgð á því að fólk geti hitað húsin sín, farið í heitt bað, geti kveikt ljósin, sturtað niður og fái hreint vatn úr krönunum. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að barnabörnin okkar og þeirra barnabörn muni líka búa við þessi ómissandi lífsgæði. Ört stækkandi samfélag kallar á betri nýtingu, miklar nýframkvæmdir og öflugt viðhald á dreifikerfinu. Af hverju? Jú til þess að tryggja komandi kynslóðum örugga afhendingu á heitu vatni, rafmagni, sjálfbærri fráveitu og heilnæmu neysluvatni. Þegar við erum tengd getum við öll notið þessara lífsgæða . Lífsnauðsynlegir innviðir til framtíðar Áreiðanlegir innviðir kalla á kostnaðarsamar fjárfestingar á næstu árum. Undanfarin ár hefur samfélagið okkar vaxið gríðarlega og á sama tíma hefur viðhaldsþörf aukist. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða á þjónustusvæði Veitna sem kallar á stækkun flutningskerfisins og markvissa jarðhitaleit til að tryggja örugga afhendingu á heitu vatni svo dæmi sé tekið. Orkuskipti þjóðarinnar er einnig risavaxið viðfangsefni sem kallar á aukna aflgetu í rafmagni og styrkingu dreifikerfisins sem mun anna þessari miklu eftirspurn. Við vitum hvað þarf að gera. Fjárfestingaáætlun Veitna í ár er áætluð 17,5 ma kr. Fjárfestingar tímabils 2026-2030 eru áætlaðar 110,5 ma kr. Um er að ræða nauðsynlega uppbyggingu og endurnýjun sem tryggir öryggi og afhendingu til framtíðar. Fjárfestingar Veitna gera ráð fyrir að standa undir áætlunum um stækkun veitusvæðisins, endurnýjun eldri dreifi- og stofnkerfa, uppbyggingu nýrra þéttingarsvæða, jarðhitaleit til að standa undir vexti, fjárfestingum vegna orkuskipta og auknum kröfum um vatnsvernd og sjálfbærni svo eitthvað sé nefnt. Við þurfum nefnilega öll að vera tengd. Í dag og til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Veitur dreifa ómissandi lífsgæðum til fólks á hverjum degi. Við berum ábyrgð á því að fólk geti hitað húsin sín, farið í heitt bað, geti kveikt ljósin, sturtað niður og fái hreint vatn úr krönunum. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að barnabörnin okkar og þeirra barnabörn muni líka búa við þessi ómissandi lífsgæði. Ört stækkandi samfélag kallar á betri nýtingu, miklar nýframkvæmdir og öflugt viðhald á dreifikerfinu. Af hverju? Jú til þess að tryggja komandi kynslóðum örugga afhendingu á heitu vatni, rafmagni, sjálfbærri fráveitu og heilnæmu neysluvatni. Þegar við erum tengd getum við öll notið þessara lífsgæða . Lífsnauðsynlegir innviðir til framtíðar Áreiðanlegir innviðir kalla á kostnaðarsamar fjárfestingar á næstu árum. Undanfarin ár hefur samfélagið okkar vaxið gríðarlega og á sama tíma hefur viðhaldsþörf aukist. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða á þjónustusvæði Veitna sem kallar á stækkun flutningskerfisins og markvissa jarðhitaleit til að tryggja örugga afhendingu á heitu vatni svo dæmi sé tekið. Orkuskipti þjóðarinnar er einnig risavaxið viðfangsefni sem kallar á aukna aflgetu í rafmagni og styrkingu dreifikerfisins sem mun anna þessari miklu eftirspurn. Við vitum hvað þarf að gera. Fjárfestingaáætlun Veitna í ár er áætluð 17,5 ma kr. Fjárfestingar tímabils 2026-2030 eru áætlaðar 110,5 ma kr. Um er að ræða nauðsynlega uppbyggingu og endurnýjun sem tryggir öryggi og afhendingu til framtíðar. Fjárfestingar Veitna gera ráð fyrir að standa undir áætlunum um stækkun veitusvæðisins, endurnýjun eldri dreifi- og stofnkerfa, uppbyggingu nýrra þéttingarsvæða, jarðhitaleit til að standa undir vexti, fjárfestingum vegna orkuskipta og auknum kröfum um vatnsvernd og sjálfbærni svo eitthvað sé nefnt. Við þurfum nefnilega öll að vera tengd. Í dag og til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun