Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Árni Sæberg skrifar 30. september 2025 12:11 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að sér þætti ekki óeðlilegt ef farið verður yfir ákveðna þætti sem snúa að eftirliti með flugfélögum, í kjölfar falls Play. Kristrún var inn eftir viðbrögðum við falli Play í gær að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum fóru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og atvinnuvegaráðherra yfir stöðuna sem komin er upp vegna rekstrarstöðvunar Play. Þá ræddi félags-, og húsnæðismálaráðherra áhrif og viðbrögð Vinnumálastofnunar vegna stöðvunar starfsemi Play. „Þetta er auðvitað erfið staða, sérstaklega fyrir starfsfólkið og fyrir þá farþega sem um ræðir. Við höfum auðvitað vitað af flestöllöll, fylgst með í fjölmiðlum, hvernig staða félagsins hefur verið að þróast. En auðvitað vissi enginn að hlutirnir færu eins og þeir fóru í gærmorgun,“ sagði Kristrún. Mikið eftirlit nú þegar Play er annað íslenska flugfélagið sem fer í gjaldþrot á aðeins rúmum fimm árum. Rekstur Wow air var stöðvaður árið 2019 og fall þess hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Í því samhengi segir Kristrún að henni þætti ekki óeðlilegt ef farið yrði yfir það hvernig eftirliti með flugfélögum er háttað hér á landi. „En ég vil samt leggja áherslu á það að það var mikið eftirlit með félaginu, eða það sem eðlilegt getur talist, sérstaklega þegar lá fyrir að rekstrarstaða fyrirtækisins var farin að veikjast. Og það var allt sem benti til þess að það væri nægt svigrúm í rekstrinum til að reka það fram til áramóta. En þetta er auðvitað ákvörðun sem er tekin af stjórn félagsins, að í rauninni loka félaginu eða ákveða að slíta því vegna þess að þau voru kannski ekki komin að endastöð.“ Viðbragðssveit í gangi Hún segir að undanfarinn sólarhring hafi viðbragðssveit verið í ganga í stjórnsýslunni til þess að meta áhrif örlaga Play á þjóðarbúið. Þá hafi verkferlar verið virkjaðir, meðal annars sem snúa að starfsfólki félagsins og ábyrgðar á launum þess. „Við þurfum auðvitað síðan að velta fyrir okkur efnahagslegu sjónarmiðunum. Þetta er auðvitað minna í umfangi en þegar Wow féll á sínum tíma. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta að starfsfólkinu.“ Sjálfvirk kerfi fari í gang þegar 400 manns missa vinnuna, Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður. Hún hvetji starfsfólk til að leita réttar síns og segir að fylgst verði með því að það fái laun greidd samkvæmt sínum réttindum. „En ríkið auðvitað stendur sína plikt hvað þetta varðar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Kristrún var inn eftir viðbrögðum við falli Play í gær að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum fóru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og atvinnuvegaráðherra yfir stöðuna sem komin er upp vegna rekstrarstöðvunar Play. Þá ræddi félags-, og húsnæðismálaráðherra áhrif og viðbrögð Vinnumálastofnunar vegna stöðvunar starfsemi Play. „Þetta er auðvitað erfið staða, sérstaklega fyrir starfsfólkið og fyrir þá farþega sem um ræðir. Við höfum auðvitað vitað af flestöllöll, fylgst með í fjölmiðlum, hvernig staða félagsins hefur verið að þróast. En auðvitað vissi enginn að hlutirnir færu eins og þeir fóru í gærmorgun,“ sagði Kristrún. Mikið eftirlit nú þegar Play er annað íslenska flugfélagið sem fer í gjaldþrot á aðeins rúmum fimm árum. Rekstur Wow air var stöðvaður árið 2019 og fall þess hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Í því samhengi segir Kristrún að henni þætti ekki óeðlilegt ef farið yrði yfir það hvernig eftirliti með flugfélögum er háttað hér á landi. „En ég vil samt leggja áherslu á það að það var mikið eftirlit með félaginu, eða það sem eðlilegt getur talist, sérstaklega þegar lá fyrir að rekstrarstaða fyrirtækisins var farin að veikjast. Og það var allt sem benti til þess að það væri nægt svigrúm í rekstrinum til að reka það fram til áramóta. En þetta er auðvitað ákvörðun sem er tekin af stjórn félagsins, að í rauninni loka félaginu eða ákveða að slíta því vegna þess að þau voru kannski ekki komin að endastöð.“ Viðbragðssveit í gangi Hún segir að undanfarinn sólarhring hafi viðbragðssveit verið í ganga í stjórnsýslunni til þess að meta áhrif örlaga Play á þjóðarbúið. Þá hafi verkferlar verið virkjaðir, meðal annars sem snúa að starfsfólki félagsins og ábyrgðar á launum þess. „Við þurfum auðvitað síðan að velta fyrir okkur efnahagslegu sjónarmiðunum. Þetta er auðvitað minna í umfangi en þegar Wow féll á sínum tíma. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta að starfsfólkinu.“ Sjálfvirk kerfi fari í gang þegar 400 manns missa vinnuna, Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður. Hún hvetji starfsfólk til að leita réttar síns og segir að fylgst verði með því að það fái laun greidd samkvæmt sínum réttindum. „En ríkið auðvitað stendur sína plikt hvað þetta varðar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira