Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2025 09:02 Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað. Alþingi samþykkti nýlega þróunarsamvinnustefnu þar sem stefnan var sett á að ná loksins að uppfylla loforð Íslands um að verja 0,7% af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Varða á þeirri leið átti að vera framlög upp í 0,4% á næsta ári, en nú stefnir í að hlutfallið verði aðeins 0,35%. Munurinn þar á millinemur um 2,3 milljörðum króna. Hvað þýðir þetta í raun? Við þurfum að velja hvar við stöðvum lífsbjargandi verkefni og göngum í burtu frá samfélögum sem við höfum heitið aðstoð. Á að veita meðferð fyrir vannærð börn eða á að velja að hjálpa nýfæddum börnum á stríðssvæðum? Siðferðisleg áskorun sem enginn á að standa frammi fyrir. Til að setja þetta í samhengi Fyrir 2,3 milljarða króna væri hægt að veita hundruðum þúsunda barna aðgang að hreinu vatni, næringu, skólum og heilbrigðisþjónustu. Við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, vinnum í löndum þar sem þessi þjónusta getur skipt sköpum og við sjáum daglega afleiðingar þess þegar hún bregst. Þróunar- og mannúðaraðstoð er nefnilega ekki góðgerðarmál – hún er strategísk fjárfesting í friði, stöðugleika og mannréttindum . Þegar við hjálpumst ekki að við að útrýma fátækt, óstöðuleika og faröldrum verður heimurinn hættulegri. Það ýtir undir landsflótta, efnahagslegar krísur og átök. Þessi vandamál virða engin landamæri og mun koma niður á okkur öllum fyrr en varir. Þetta er kjarna öryggismál og siðferðisleg skylda okkar allra. Við getum gert betur Þetta er nefnilega spurning um forgangsröðun – ekki fjármagn. Ísland hefur efni á að standa við skuldbindingar sínar, allt er þetta spurning um hvaða ákvarðanir kjörnir fulltrúar taka. Vissulega þyrfti að stíga stór skref til að uppfylla loforð Íslands í þróunarsamvinnu, en aðstæður í heiminum kalla einmitt á stjórnvöld sem hafa kjark til að taka stór og metnaðarfull skref. Til að mæta óstöðugleika í heiminum leggur ríkisstjórnin til að auka framlög til öryggis- og varnarmála um helming eða 52,5%. Þróunarsamvinna snýst líka um að draga úr óstöðugleika í heiminum en þar hækkar krónutalan bara um 9% til samanburðar. Stjórnvöld verða að standa við loforð um þróunarsamvinnu Barnaheill hvetja stjórnvöld til að standa við eigin stefnu og tryggja að framlög til þróunarsamvinnu hækki eins og lofað var. Það skiptir ekki bara máli fyrir orðspor Íslands – heldur fyrir líf barna um allan heim. Þegar við segjum að börn eigi rétt á framtíð, verðum við að sýna það í verki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Alþingi Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað. Alþingi samþykkti nýlega þróunarsamvinnustefnu þar sem stefnan var sett á að ná loksins að uppfylla loforð Íslands um að verja 0,7% af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Varða á þeirri leið átti að vera framlög upp í 0,4% á næsta ári, en nú stefnir í að hlutfallið verði aðeins 0,35%. Munurinn þar á millinemur um 2,3 milljörðum króna. Hvað þýðir þetta í raun? Við þurfum að velja hvar við stöðvum lífsbjargandi verkefni og göngum í burtu frá samfélögum sem við höfum heitið aðstoð. Á að veita meðferð fyrir vannærð börn eða á að velja að hjálpa nýfæddum börnum á stríðssvæðum? Siðferðisleg áskorun sem enginn á að standa frammi fyrir. Til að setja þetta í samhengi Fyrir 2,3 milljarða króna væri hægt að veita hundruðum þúsunda barna aðgang að hreinu vatni, næringu, skólum og heilbrigðisþjónustu. Við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, vinnum í löndum þar sem þessi þjónusta getur skipt sköpum og við sjáum daglega afleiðingar þess þegar hún bregst. Þróunar- og mannúðaraðstoð er nefnilega ekki góðgerðarmál – hún er strategísk fjárfesting í friði, stöðugleika og mannréttindum . Þegar við hjálpumst ekki að við að útrýma fátækt, óstöðuleika og faröldrum verður heimurinn hættulegri. Það ýtir undir landsflótta, efnahagslegar krísur og átök. Þessi vandamál virða engin landamæri og mun koma niður á okkur öllum fyrr en varir. Þetta er kjarna öryggismál og siðferðisleg skylda okkar allra. Við getum gert betur Þetta er nefnilega spurning um forgangsröðun – ekki fjármagn. Ísland hefur efni á að standa við skuldbindingar sínar, allt er þetta spurning um hvaða ákvarðanir kjörnir fulltrúar taka. Vissulega þyrfti að stíga stór skref til að uppfylla loforð Íslands í þróunarsamvinnu, en aðstæður í heiminum kalla einmitt á stjórnvöld sem hafa kjark til að taka stór og metnaðarfull skref. Til að mæta óstöðugleika í heiminum leggur ríkisstjórnin til að auka framlög til öryggis- og varnarmála um helming eða 52,5%. Þróunarsamvinna snýst líka um að draga úr óstöðugleika í heiminum en þar hækkar krónutalan bara um 9% til samanburðar. Stjórnvöld verða að standa við loforð um þróunarsamvinnu Barnaheill hvetja stjórnvöld til að standa við eigin stefnu og tryggja að framlög til þróunarsamvinnu hækki eins og lofað var. Það skiptir ekki bara máli fyrir orðspor Íslands – heldur fyrir líf barna um allan heim. Þegar við segjum að börn eigi rétt á framtíð, verðum við að sýna það í verki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun