„Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 14:38 Katrín Júlíusdóttir hefur skilið við stjórnmálin. Foreldrahlutverkið og bókaskrif eiga hug hennar allan. Vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og rithöfundur segir af og frá að hún íhugi framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðstankur hennar sé tómur og hugur hennar sé við glæpasagnaskrif. Katrín var þingmaður Samfylkingarinnar árin 2003 til 2016, iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra eitt ár til. Eftir skilin við stjórnmálin gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu í sex ár en hefur síðan sinnt ráðgjafaverkefnum og skrifað glæpabækur. Því var slegið upp í frétt á Mbl.is í dag að sá orðrómur gengi fjöllunum hærri að Katrín íhugaði að bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar gegn Heiðu Björgu Hilmisdóttur. Katrín hló þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið. Býr í Garðabæ og hjartað í Kópavogi „Þetta er svo mikið kast,“ segir Katrín. Hún svarar því heiðarlega að enginn hafi komið að máli við sig, eins og svo algengt er. Þá sé hún ekki einu sinni Reykvíkingur. „Ég bý í Garðabæ og hjartað er í Kópavogi svo líkurnar á þessu eru engar. Minn framboðstankur er tómur.“ Hún sé ekki á leið í nokkurt framboð. Eðlilegt sé að fólk velti ýmsu fyrir sér og hún hafi heyrt umræddan orðróm úr einni átt. En það sé allt og sumt. „Ég er bara mamma í Garðabæ sem er að gefa út bók fyrir jólin. Ég er með hugann þar.“ Alls enginn komið að máli við sig Sá frasi er algengur þegar fólk er orðað við hitt og þetta í íslensku samfélagi, meðal annars framboð, að fólk svari því til að það geti ekki neitað því að komið hafi verið að máli við það. „Ég er þakklát fyrir að einhver muni eftir mér en það hefur ekki verið komið beint að máli við mig,“ segir Katrín og bætir svo við: „Bara alls ekki!“ Mjög ánægð með Heiðu Hún segir von á spennandi sveitarstjórnarkosningum í mörgum sveitarfélögum. „Ég ætla að vona að það verði stuð og stemmning og fólk gefi sig í pólitíkina almennt. Það er rosalega mikilvægt að það sé góð þátttaka,“ segir Katrín. Hún hvetur öflugt fólk sem íhugi framboð til að láta vaða. „En ekkert endilega gegn Heiðu (Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra). Bara almennt í pólitík. Mér finnst Heiða hafa staðið sig rosalega vel og dytti aldrei í hug að bjóða mig fram gegn henni.“ Samfylkingin Bókmenntir Sveitarstjórnarkosningar 2026 Garðabær Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Katrín var þingmaður Samfylkingarinnar árin 2003 til 2016, iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra eitt ár til. Eftir skilin við stjórnmálin gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu í sex ár en hefur síðan sinnt ráðgjafaverkefnum og skrifað glæpabækur. Því var slegið upp í frétt á Mbl.is í dag að sá orðrómur gengi fjöllunum hærri að Katrín íhugaði að bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar gegn Heiðu Björgu Hilmisdóttur. Katrín hló þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið. Býr í Garðabæ og hjartað í Kópavogi „Þetta er svo mikið kast,“ segir Katrín. Hún svarar því heiðarlega að enginn hafi komið að máli við sig, eins og svo algengt er. Þá sé hún ekki einu sinni Reykvíkingur. „Ég bý í Garðabæ og hjartað er í Kópavogi svo líkurnar á þessu eru engar. Minn framboðstankur er tómur.“ Hún sé ekki á leið í nokkurt framboð. Eðlilegt sé að fólk velti ýmsu fyrir sér og hún hafi heyrt umræddan orðróm úr einni átt. En það sé allt og sumt. „Ég er bara mamma í Garðabæ sem er að gefa út bók fyrir jólin. Ég er með hugann þar.“ Alls enginn komið að máli við sig Sá frasi er algengur þegar fólk er orðað við hitt og þetta í íslensku samfélagi, meðal annars framboð, að fólk svari því til að það geti ekki neitað því að komið hafi verið að máli við það. „Ég er þakklát fyrir að einhver muni eftir mér en það hefur ekki verið komið beint að máli við mig,“ segir Katrín og bætir svo við: „Bara alls ekki!“ Mjög ánægð með Heiðu Hún segir von á spennandi sveitarstjórnarkosningum í mörgum sveitarfélögum. „Ég ætla að vona að það verði stuð og stemmning og fólk gefi sig í pólitíkina almennt. Það er rosalega mikilvægt að það sé góð þátttaka,“ segir Katrín. Hún hvetur öflugt fólk sem íhugi framboð til að láta vaða. „En ekkert endilega gegn Heiðu (Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra). Bara almennt í pólitík. Mér finnst Heiða hafa staðið sig rosalega vel og dytti aldrei í hug að bjóða mig fram gegn henni.“
Samfylkingin Bókmenntir Sveitarstjórnarkosningar 2026 Garðabær Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira