Lífið

„Krist­rún Frostadóttir frá... Finn­landi?“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Neera Tanden ruglaðist aðeins á löndum en forsætisráðherrarnir fjórir létu það ekki á sig fá og hlógu bara.
Neera Tanden ruglaðist aðeins á löndum en forsætisráðherrarnir fjórir létu það ekki á sig fá og hlógu bara.

Fundarstjóri pallborðs með forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Ástralíu og Íslands ruglaðist aðeins á landafræðinni þegar hún kynnti inn Kristrúnu Frostadóttur fyrr í dag. 

Kristrún Frostadóttir er stödd á ráðstefnunni Global Progress Action Summit í Lundúnum, þar sem hún tekur þátt í pallborði ásamt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, og Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu.

Pallborðið er aðalviðburður ráðstefnunnar en yfirskrift þess er „Governing for Working People“, eða „Stjórnað fyrir vinnandi fólk“ og hófst það klukkan 10 í morgun.

Neera Tanden, forstjóri og framkvæmdastjóri bandarísku hugveitunnar Center for American Progress, stýrði pallborðinu og kynnti inn þáttakendur þess í upphafi. Eftir að hafa kynnt Carney og Albanese inn þá flæktist málið aðeins.

„Það er mér mikill heiður að bjóða velkomna forsætisráðherrana Mark Carney frá Kanada, Anthony Albanese frá Ástralíu og Kristrúnu Frostadóttur frá... Finnlandi?“ sagði Tanden.

Tanden biðs auðmjúk afsökunar.

„Íslandi,“ svöruðu forsætisráðherrarnir þá einum rómi.

„Mér þykir þetta svo leitt, mér þykir þetta svo leitt,“ sagði Tanden þá ansi vandræðaleg og bætti við: „Guð minn góður, þetta er svo vandræðalegt.“

Hún var þó fljót að jafna sig á mistökunum og hefja pallborðsumræðurnar sem hafa gengið snurðulaust fyrir sig eftir smá byrjunarörðugleika.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.