Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar 25. september 2025 20:02 Kynjafræði er ekki bara fræðigrein, hún er lykill að réttlátara samfélagi. Með því að læra kynjafræði öðlast nemendur dýpri skilning á jafnrétti, valdatengslum og því hvernig staðalímyndir og mismunun geta haft áhrif á líf okkar allra. Þótt Ísland sé framarlega í jafnréttismálum þá vitum við að enn er til staðar kynbundinn launamunur, skekkt valdahlutföll og staðalímyndir sem takmarka möguleika stúlkna, stálpa og stráka. Kynjafræðin hjálpar okkur að sjá þessi ósýnilegu mynstur og að vinna að raunverulegum breytingum. Kynjafræðin, eins og allar fræðigreinar, eflir einnig gagnrýna hugsun . Hún kennir okkur að spyrja erfiðu spurninganna og átta okkur á því hvernig við getum sjálf haft áhrif á stöðuna ef hún er skekkt. Hún undirbýr okkur fyrir fjölbreyttan vinnumarkað framtíðarinnar, þar sem jafnrétti og samvinna skipta öllu máli. En fyrst og fremst snýst kynjafræði um fólk , um að skilja sjálft sig og aðra, sýna virðingu og byggja upp samfélag þar sem öll fá að njóta sín á eigin forsendum. Kynjafræði er einfaldlega góð fyrir íslenska nemendur sem og aðra í heiminum. Með auknum réttindum kemur alltaf bakslag og erum við að finna það núna frá ákveðnum hópum, þessir hópar hafa alltaf verið til. Sú hræðsla sem þau finna er algerlega óþörf því kynjafræði er ekki hættuleg. Nokkrar tölur Árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt (að stærstum hluta) þegar Danakonungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem veitti konum og vinnumönnum, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Íslenskar stúlkur fengu að mennta sig frá árinu 1880-1911, fór eftir skólastigum. Fyrsti kvenkyns bæjarstjórinn var Hulda Jakobsdóttir, hún var bæjarstjóri Kópavogs 1957-1962.Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fyrsta konan til þess að komast á framboðslista til alþingiskosninga árið 1915 en komst ekki á þing. Í sögulegu samhengi er mjög stutt síðan að konur fengu að mennta sig og en með menntun aukast völd kvenna og fólks í lægri stéttum. Karlar á Íslandi fengu fyrst sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs árið 2000, með löggjöf nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof. Hugsið ykkur hversu mikið feður og börnin þeirra hafa grætt á tengslunum fyrstu tvö árin.Ef við skoðum aðrar fræðigreinar, þá má leiða líkum að þvi að þær hafi fengið svipaðarmótbárur og kynjafræðin er að fá í dag. Þegar félagsfræðin var að verða sjálfstæð grein fannst mörgum hún vera ógn við hefðbundna heimspeki og trúarbrögð. Félagsfræðin skoðar vald, ójöfnuð og samfélagsmynstur með gagnrýnum hætti sem margir íhaldssamir hópar tóku illa í. Sálfræðin var upphaflega talin ósönn eða ekki vísindaleg, sérstaklega þegar hún fjallaði um dulvitundina, t.d. Út frá hugmyndum Freud. Sálfræðin var gagnrýnd fyrir að grafa undan hefðbundum hugmyndum um mannlegt eðli og siðferði. Þróunarkenning Darwins olli þvílíkum deilum því hún talaði á móti kenningum Sókratesar, Plató og Aristóteles um guð. Hún stangaðist á við trúarlegar hugmyndir um sköpun og var sögð ógna siðferðislegum grunni samfélagsins. Umhverfisfræði sem er tiltölulega ný fræðigrein og var hún oft afskrifuð sem óvísindaleg eða pólítísk. Hún bendir á að iðnvæðing og kapítalismi skaða umhverfið og fór það og fer enn illa í ráðandi öfl. Mannfræðin vakti upp óþægilegar tilfinningar þegar mannfræðingar fóru að gagnrýna nýlendustefnu og vald Evrópuríkja yfir öðrum menningarheimum. Mannfræðingar mættu mótstöðu frá þeim sem græddu á kerfinu. Hræðslan við kynjafræðina er alveg óþörf, hún er greiningartæki og skoðar margar rannsóknir og tölur um samfélagið okkar. Hún skoðar líka réttindarstöðu fólks í sögulegu ljósi. Hún er ótrúlega góð í að æfa ungmenni í samkennd sem PISA sagði að íslensk ungmenni skorti. Hvernig getur manneskja tapað á því að æfa sig í að setja sig í spor annarra? Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur verk og rannsóknir: bell hooks (hún er með nokkrar bækur á Storytel) Simone de Beauvoir Judith Butler Raewyn Connel Joan Scott Kimberlé Crenshaw Gyða Margrét Pétursdóttir Finnborg Salome Steinþórsdóttir Og fleiri. Takið nú upp bók og fræðið ykkur, því mennt er máttur! Höfundur er félagsfræði- og kynjafræðikennara í framhaldsskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kynjafræði er ekki bara fræðigrein, hún er lykill að réttlátara samfélagi. Með því að læra kynjafræði öðlast nemendur dýpri skilning á jafnrétti, valdatengslum og því hvernig staðalímyndir og mismunun geta haft áhrif á líf okkar allra. Þótt Ísland sé framarlega í jafnréttismálum þá vitum við að enn er til staðar kynbundinn launamunur, skekkt valdahlutföll og staðalímyndir sem takmarka möguleika stúlkna, stálpa og stráka. Kynjafræðin hjálpar okkur að sjá þessi ósýnilegu mynstur og að vinna að raunverulegum breytingum. Kynjafræðin, eins og allar fræðigreinar, eflir einnig gagnrýna hugsun . Hún kennir okkur að spyrja erfiðu spurninganna og átta okkur á því hvernig við getum sjálf haft áhrif á stöðuna ef hún er skekkt. Hún undirbýr okkur fyrir fjölbreyttan vinnumarkað framtíðarinnar, þar sem jafnrétti og samvinna skipta öllu máli. En fyrst og fremst snýst kynjafræði um fólk , um að skilja sjálft sig og aðra, sýna virðingu og byggja upp samfélag þar sem öll fá að njóta sín á eigin forsendum. Kynjafræði er einfaldlega góð fyrir íslenska nemendur sem og aðra í heiminum. Með auknum réttindum kemur alltaf bakslag og erum við að finna það núna frá ákveðnum hópum, þessir hópar hafa alltaf verið til. Sú hræðsla sem þau finna er algerlega óþörf því kynjafræði er ekki hættuleg. Nokkrar tölur Árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt (að stærstum hluta) þegar Danakonungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem veitti konum og vinnumönnum, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Íslenskar stúlkur fengu að mennta sig frá árinu 1880-1911, fór eftir skólastigum. Fyrsti kvenkyns bæjarstjórinn var Hulda Jakobsdóttir, hún var bæjarstjóri Kópavogs 1957-1962.Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fyrsta konan til þess að komast á framboðslista til alþingiskosninga árið 1915 en komst ekki á þing. Í sögulegu samhengi er mjög stutt síðan að konur fengu að mennta sig og en með menntun aukast völd kvenna og fólks í lægri stéttum. Karlar á Íslandi fengu fyrst sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs árið 2000, með löggjöf nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof. Hugsið ykkur hversu mikið feður og börnin þeirra hafa grætt á tengslunum fyrstu tvö árin.Ef við skoðum aðrar fræðigreinar, þá má leiða líkum að þvi að þær hafi fengið svipaðarmótbárur og kynjafræðin er að fá í dag. Þegar félagsfræðin var að verða sjálfstæð grein fannst mörgum hún vera ógn við hefðbundna heimspeki og trúarbrögð. Félagsfræðin skoðar vald, ójöfnuð og samfélagsmynstur með gagnrýnum hætti sem margir íhaldssamir hópar tóku illa í. Sálfræðin var upphaflega talin ósönn eða ekki vísindaleg, sérstaklega þegar hún fjallaði um dulvitundina, t.d. Út frá hugmyndum Freud. Sálfræðin var gagnrýnd fyrir að grafa undan hefðbundum hugmyndum um mannlegt eðli og siðferði. Þróunarkenning Darwins olli þvílíkum deilum því hún talaði á móti kenningum Sókratesar, Plató og Aristóteles um guð. Hún stangaðist á við trúarlegar hugmyndir um sköpun og var sögð ógna siðferðislegum grunni samfélagsins. Umhverfisfræði sem er tiltölulega ný fræðigrein og var hún oft afskrifuð sem óvísindaleg eða pólítísk. Hún bendir á að iðnvæðing og kapítalismi skaða umhverfið og fór það og fer enn illa í ráðandi öfl. Mannfræðin vakti upp óþægilegar tilfinningar þegar mannfræðingar fóru að gagnrýna nýlendustefnu og vald Evrópuríkja yfir öðrum menningarheimum. Mannfræðingar mættu mótstöðu frá þeim sem græddu á kerfinu. Hræðslan við kynjafræðina er alveg óþörf, hún er greiningartæki og skoðar margar rannsóknir og tölur um samfélagið okkar. Hún skoðar líka réttindarstöðu fólks í sögulegu ljósi. Hún er ótrúlega góð í að æfa ungmenni í samkennd sem PISA sagði að íslensk ungmenni skorti. Hvernig getur manneskja tapað á því að æfa sig í að setja sig í spor annarra? Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur verk og rannsóknir: bell hooks (hún er með nokkrar bækur á Storytel) Simone de Beauvoir Judith Butler Raewyn Connel Joan Scott Kimberlé Crenshaw Gyða Margrét Pétursdóttir Finnborg Salome Steinþórsdóttir Og fleiri. Takið nú upp bók og fræðið ykkur, því mennt er máttur! Höfundur er félagsfræði- og kynjafræðikennara í framhaldsskóla
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun