Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar 25. september 2025 13:00 Á Íslandi eru engar kröfur um lágmarksbirgðir eldsneytis. Þetta er alvarlegt mál. Alþjóðaorkumálastofnunin mælist til að ríki hafi ávallt yfir að ráða 90 daga olíubirgðum. Evrópusambandið leggur slíka kröfu á aðildarríki sín. Augljósasta viðbragðið við stöðunni í dag Í dag bólar hins vegar ekki á umbótum þrátt fyrir að óvissa í alþjóðamálum hafi aukist verulega og öryggi og alþjóðasamvinna séu kynnt sem efstu mál ríkisstjórnarinnar. Þetta ætti þó að vera eitt augljósasta og mikilvægasta viðbragð við óvissu í öryggismálum Íslands í dag. Þjóðaröryggisráð hefur ítrekað fjallað um birgðastöðu eldsneytis og segir m.a. í matskýrslu þeirra frá 2022: Eldsneytismarkaðurinn á Íslandi er rekinn á samkeppnisgrunni þar sem engar kvaðir gilda um að fyrirtækin sem þar starfa viðhaldi lágmarksbirgðum af eldsneyti í landinu. Þannig eru oft takmarkaðar olíubirgðir til innanlands og hafa jafnvel farið niður í nokkurra daga birgðir. Dýrkeypt að gera ekki neitt Það blasir við að það felur í sér kostnað að tryggja neyðarbirgðir eldsneytis sem vonandi þarf aldrei að nýta. Það getur þó líka verið dýrkeypt fyrir eyríkið Ísland að gera ekki neitt því allar okkar samgöngur, landbúnaður, fiskveiðar og millilandasiglingar krefjast eldsneytis. Ef aðfangakeðjur brotna og skortur verður á eldsneyti lamast samfélagið hratt. Það getur tekið allt að sex vikur að bregðast við eftirspurn umfram sveigjanleika birgða sem eru til staðar hverju sinni og hér er ekki gert ráð fyrir mögulegum áhrifum alþjóðlegra átaka. Fleiri áskoranir geta aukið olíuþörf hratt hér á landi. Eldgosin á Reykjanesi ógnuðu til dæmis hitaveituinnviðum sem hefði getað snögglega aukið þörf á olíukyndingu. Neyðarbirgðir eldsneytis eiga því alltaf við og gildir þá einu hvort allt er með kyrrum kjörum hér heima eða erlendis. Hvaða leiðir eru í boði? Neyðarbirgðir eldsneytis eru kostnaðarsamar. Góðu fréttirnar eru að ákveðið birgðapláss er til staðar í landinu, olíufélögin eru öflugir samstarfsaðilar og vinveittir olíuframleiðendur, líkt og Noregur, eru fyrir hendi sömuleiðis. Í þessu ljósi mætti hugsa sér blandaða leið til að tryggja neyðarbirgðir, annars vegar með raunbirgðum sem væru staðsettar á Íslandi og hins vegar með samningum við tiltekin ríki sem virkjaðir væru í neyð. Útfærsla viðbragsðáætlunar væri sömuleiðis nauðsynleg og væntanlega á hendi Almannavarna. Getur olíuleit á Íslandi eða rafeldsneyti leyst málið? Getur olíuleit við Ísland eða rafeldsneyti sem framleitt væri hér á landi ekki leyst málið, kann einhver að spyrja? Svarið er fræðilega já. En sá tími sem þarf í að þróa slík verkefni er ekki án óvissu og spannar mörg ár eða áratugi. Þó er vert að nefna að við erum einstaklega heppin að hafa farið í umhverfisvæna jarðhitaleit og rafvætt okkar samfélag, sem gerir okkur óháð innfluttri orku fyrir húshitun og rafmagn í dag. Áframhaldandi jarðhitaleit sem boðuð hefur verið er dæmi um öryggisverkefni næstu ára sem ber að fagna og það sama á við um orkuskiptaverkefni í víðara samhengi. Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Gangið í málið Málefni orkuöryggis hafa ekkert með stjórnmál eða stjórnmálaskoðanir að gera. Við verðum að ganga í takt fyrir Ísland. Við verðum að bæta orkuöryggi á óvissutímum með því að innleiða birgðarskyldu á eldsneyti. Slíkt er skynsamlegt viðbragð við aukinni óvissu í alþjóðamálum og með því fylgjum við ráðleggingum Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Alþingi Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru engar kröfur um lágmarksbirgðir eldsneytis. Þetta er alvarlegt mál. Alþjóðaorkumálastofnunin mælist til að ríki hafi ávallt yfir að ráða 90 daga olíubirgðum. Evrópusambandið leggur slíka kröfu á aðildarríki sín. Augljósasta viðbragðið við stöðunni í dag Í dag bólar hins vegar ekki á umbótum þrátt fyrir að óvissa í alþjóðamálum hafi aukist verulega og öryggi og alþjóðasamvinna séu kynnt sem efstu mál ríkisstjórnarinnar. Þetta ætti þó að vera eitt augljósasta og mikilvægasta viðbragð við óvissu í öryggismálum Íslands í dag. Þjóðaröryggisráð hefur ítrekað fjallað um birgðastöðu eldsneytis og segir m.a. í matskýrslu þeirra frá 2022: Eldsneytismarkaðurinn á Íslandi er rekinn á samkeppnisgrunni þar sem engar kvaðir gilda um að fyrirtækin sem þar starfa viðhaldi lágmarksbirgðum af eldsneyti í landinu. Þannig eru oft takmarkaðar olíubirgðir til innanlands og hafa jafnvel farið niður í nokkurra daga birgðir. Dýrkeypt að gera ekki neitt Það blasir við að það felur í sér kostnað að tryggja neyðarbirgðir eldsneytis sem vonandi þarf aldrei að nýta. Það getur þó líka verið dýrkeypt fyrir eyríkið Ísland að gera ekki neitt því allar okkar samgöngur, landbúnaður, fiskveiðar og millilandasiglingar krefjast eldsneytis. Ef aðfangakeðjur brotna og skortur verður á eldsneyti lamast samfélagið hratt. Það getur tekið allt að sex vikur að bregðast við eftirspurn umfram sveigjanleika birgða sem eru til staðar hverju sinni og hér er ekki gert ráð fyrir mögulegum áhrifum alþjóðlegra átaka. Fleiri áskoranir geta aukið olíuþörf hratt hér á landi. Eldgosin á Reykjanesi ógnuðu til dæmis hitaveituinnviðum sem hefði getað snögglega aukið þörf á olíukyndingu. Neyðarbirgðir eldsneytis eiga því alltaf við og gildir þá einu hvort allt er með kyrrum kjörum hér heima eða erlendis. Hvaða leiðir eru í boði? Neyðarbirgðir eldsneytis eru kostnaðarsamar. Góðu fréttirnar eru að ákveðið birgðapláss er til staðar í landinu, olíufélögin eru öflugir samstarfsaðilar og vinveittir olíuframleiðendur, líkt og Noregur, eru fyrir hendi sömuleiðis. Í þessu ljósi mætti hugsa sér blandaða leið til að tryggja neyðarbirgðir, annars vegar með raunbirgðum sem væru staðsettar á Íslandi og hins vegar með samningum við tiltekin ríki sem virkjaðir væru í neyð. Útfærsla viðbragsðáætlunar væri sömuleiðis nauðsynleg og væntanlega á hendi Almannavarna. Getur olíuleit á Íslandi eða rafeldsneyti leyst málið? Getur olíuleit við Ísland eða rafeldsneyti sem framleitt væri hér á landi ekki leyst málið, kann einhver að spyrja? Svarið er fræðilega já. En sá tími sem þarf í að þróa slík verkefni er ekki án óvissu og spannar mörg ár eða áratugi. Þó er vert að nefna að við erum einstaklega heppin að hafa farið í umhverfisvæna jarðhitaleit og rafvætt okkar samfélag, sem gerir okkur óháð innfluttri orku fyrir húshitun og rafmagn í dag. Áframhaldandi jarðhitaleit sem boðuð hefur verið er dæmi um öryggisverkefni næstu ára sem ber að fagna og það sama á við um orkuskiptaverkefni í víðara samhengi. Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Gangið í málið Málefni orkuöryggis hafa ekkert með stjórnmál eða stjórnmálaskoðanir að gera. Við verðum að ganga í takt fyrir Ísland. Við verðum að bæta orkuöryggi á óvissutímum með því að innleiða birgðarskyldu á eldsneyti. Slíkt er skynsamlegt viðbragð við aukinni óvissu í alþjóðamálum og með því fylgjum við ráðleggingum Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun