Viðskipti innlent

Verð­bólgan fer upp á milli mánaða

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Neysluverðsvísitalan hækkar milli mánaða.
Neysluverðsvísitalan hækkar milli mánaða. Vísir/Ívar Fannar

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur neysluverðsvísitalan hækkað um 4,1% en hækkunin nemur 3,2% sé húsnæði tekið út fyrir sviga.

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september á þessu ári er 658,3 stig hækkar þannig frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 525,8 stig og lækkar um 0,13% frá því í ágúst 2025.

„Föt og skór hækkuðu um 2,9% (áhrif á vísitölu 0,10%) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (0,18%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 15,4% (-0,39%),“ segir meðal annars í tilkynningu Hagstofunnar.

Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,1% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2%. „Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2025, sem er 658,3 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2025,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Þróun vísitölu neysluverðs má sjá í grafinu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×