Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. september 2025 18:58 Haraldur Ingi Þorleifsson segir biðina eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð geta reynst aðstandendum erfið. Allt að sjö ára bið er eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk eða NPA. Baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson segir reynt að fæla fólk frá því að sækja um. Aðstandendur séu settir í þá stöðu að fórna sér fyrir ástvini og endi jafnvel sjálfir á örorku og brotnir. NPA er lögbundin þjónusta fyrir fatlað fólk sem sveitarfélög eiga að veita og hefur verið í boði á Íslandi frá árinu 2012. Það var mikið baráttumál að hún yrði að veruleika og fötluðu fólki gert kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og að fatlað fólk ráði því hvar það búi og hvernig og hver veiti því aðstoð. Þrátt fyrir að þjónustan sé í boði er hún langt því frá aðgengileg öllum. Í dag bíða til að mynda til hátt í þrjátíu manns eftir þjónustunni í Reykjavík og hafa sumir þeirra beðið í allt að sjö ár. Aðstandendur brotna undan álaginu Einn þeirra sem er á biðlistanum er baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson sem komst að því þegar hann fór að skoða málið að það væri flókið að fá þjónustuna. „Ég fór í smá leiðangur fyrir rúmlega ári síðan. Þá fór ég að reyna að skilja hvernig þetta ferli virkaði og ég komast að því að það er eiginlega ekkert ferli. Það er verið að reyna að ýta fólki frá því að vera að sækja um vegna þess að sveitarfélögin eru ekki með fjármagn. Þegar þetta fór yfir til sveitarfélaganna þá fylgdi ekki fjármagnið sem þurfti og þau eru öll í raun og veru að reyna að forðast það að fólk fari á þessa biðlista af því að þessir biðlistar eru bara að lengjast og þau er ekki að ná að klára að uppfylla þessar lagalegu skyldur.“ Hann hefur nú verið á biðlistanum í eitt ár og fengið þau svör að hann þurfi líklega að bíða í fjögur ár til viðbótar. Hann segir aðstandendur þeirra sem bíða eftir þjónustu setta í erfiða stöðu. „Það sem hefur gerst hjá mjög mörgum er að fólk hefur verið sett í þá stöðu að sinna aðstandendum eða þá að gefast upp á þeim og fólk sem er þá sett í þá stöðu að fórna sér fyrir þá sem þá elskar og oft endar þetta fólk sjálft með örorku af því það algjörlega brotnar.“ Dæmi eru um að fólk hafi látist meðan það er á biðlista eftir þjónustunni og skorar Haraldur Ingi á stjórnvöld að bregðast við. „Inga Sæland er náttúrulega ráðherra þessa máls og hún ætti með réttu að taka þetta upp og fara í slaginn um að fá þennan pening til að fullfjármagna og klára þessa biðlista. Þannig að fólk sem þarf þessa þjónustu fái hana áður en það deyr.“ Alþingi Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir NPA miðstöðin 15 ára Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. 16. júní 2025 10:48 Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7. mars 2025 19:38 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
NPA er lögbundin þjónusta fyrir fatlað fólk sem sveitarfélög eiga að veita og hefur verið í boði á Íslandi frá árinu 2012. Það var mikið baráttumál að hún yrði að veruleika og fötluðu fólki gert kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og að fatlað fólk ráði því hvar það búi og hvernig og hver veiti því aðstoð. Þrátt fyrir að þjónustan sé í boði er hún langt því frá aðgengileg öllum. Í dag bíða til að mynda til hátt í þrjátíu manns eftir þjónustunni í Reykjavík og hafa sumir þeirra beðið í allt að sjö ár. Aðstandendur brotna undan álaginu Einn þeirra sem er á biðlistanum er baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson sem komst að því þegar hann fór að skoða málið að það væri flókið að fá þjónustuna. „Ég fór í smá leiðangur fyrir rúmlega ári síðan. Þá fór ég að reyna að skilja hvernig þetta ferli virkaði og ég komast að því að það er eiginlega ekkert ferli. Það er verið að reyna að ýta fólki frá því að vera að sækja um vegna þess að sveitarfélögin eru ekki með fjármagn. Þegar þetta fór yfir til sveitarfélaganna þá fylgdi ekki fjármagnið sem þurfti og þau eru öll í raun og veru að reyna að forðast það að fólk fari á þessa biðlista af því að þessir biðlistar eru bara að lengjast og þau er ekki að ná að klára að uppfylla þessar lagalegu skyldur.“ Hann hefur nú verið á biðlistanum í eitt ár og fengið þau svör að hann þurfi líklega að bíða í fjögur ár til viðbótar. Hann segir aðstandendur þeirra sem bíða eftir þjónustu setta í erfiða stöðu. „Það sem hefur gerst hjá mjög mörgum er að fólk hefur verið sett í þá stöðu að sinna aðstandendum eða þá að gefast upp á þeim og fólk sem er þá sett í þá stöðu að fórna sér fyrir þá sem þá elskar og oft endar þetta fólk sjálft með örorku af því það algjörlega brotnar.“ Dæmi eru um að fólk hafi látist meðan það er á biðlista eftir þjónustunni og skorar Haraldur Ingi á stjórnvöld að bregðast við. „Inga Sæland er náttúrulega ráðherra þessa máls og hún ætti með réttu að taka þetta upp og fara í slaginn um að fá þennan pening til að fullfjármagna og klára þessa biðlista. Þannig að fólk sem þarf þessa þjónustu fái hana áður en það deyr.“
Alþingi Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir NPA miðstöðin 15 ára Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. 16. júní 2025 10:48 Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7. mars 2025 19:38 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
NPA miðstöðin 15 ára Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. 16. júní 2025 10:48
Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7. mars 2025 19:38
Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03