Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. september 2025 18:58 Haraldur Ingi Þorleifsson segir biðina eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð geta reynst aðstandendum erfið. Allt að sjö ára bið er eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk eða NPA. Baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson segir reynt að fæla fólk frá því að sækja um. Aðstandendur séu settir í þá stöðu að fórna sér fyrir ástvini og endi jafnvel sjálfir á örorku og brotnir. NPA er lögbundin þjónusta fyrir fatlað fólk sem sveitarfélög eiga að veita og hefur verið í boði á Íslandi frá árinu 2012. Það var mikið baráttumál að hún yrði að veruleika og fötluðu fólki gert kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og að fatlað fólk ráði því hvar það búi og hvernig og hver veiti því aðstoð. Þrátt fyrir að þjónustan sé í boði er hún langt því frá aðgengileg öllum. Í dag bíða til að mynda til hátt í þrjátíu manns eftir þjónustunni í Reykjavík og hafa sumir þeirra beðið í allt að sjö ár. Aðstandendur brotna undan álaginu Einn þeirra sem er á biðlistanum er baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson sem komst að því þegar hann fór að skoða málið að það væri flókið að fá þjónustuna. „Ég fór í smá leiðangur fyrir rúmlega ári síðan. Þá fór ég að reyna að skilja hvernig þetta ferli virkaði og ég komast að því að það er eiginlega ekkert ferli. Það er verið að reyna að ýta fólki frá því að vera að sækja um vegna þess að sveitarfélögin eru ekki með fjármagn. Þegar þetta fór yfir til sveitarfélaganna þá fylgdi ekki fjármagnið sem þurfti og þau eru öll í raun og veru að reyna að forðast það að fólk fari á þessa biðlista af því að þessir biðlistar eru bara að lengjast og þau er ekki að ná að klára að uppfylla þessar lagalegu skyldur.“ Hann hefur nú verið á biðlistanum í eitt ár og fengið þau svör að hann þurfi líklega að bíða í fjögur ár til viðbótar. Hann segir aðstandendur þeirra sem bíða eftir þjónustu setta í erfiða stöðu. „Það sem hefur gerst hjá mjög mörgum er að fólk hefur verið sett í þá stöðu að sinna aðstandendum eða þá að gefast upp á þeim og fólk sem er þá sett í þá stöðu að fórna sér fyrir þá sem þá elskar og oft endar þetta fólk sjálft með örorku af því það algjörlega brotnar.“ Dæmi eru um að fólk hafi látist meðan það er á biðlista eftir þjónustunni og skorar Haraldur Ingi á stjórnvöld að bregðast við. „Inga Sæland er náttúrulega ráðherra þessa máls og hún ætti með réttu að taka þetta upp og fara í slaginn um að fá þennan pening til að fullfjármagna og klára þessa biðlista. Þannig að fólk sem þarf þessa þjónustu fái hana áður en það deyr.“ Alþingi Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir NPA miðstöðin 15 ára Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. 16. júní 2025 10:48 Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7. mars 2025 19:38 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
NPA er lögbundin þjónusta fyrir fatlað fólk sem sveitarfélög eiga að veita og hefur verið í boði á Íslandi frá árinu 2012. Það var mikið baráttumál að hún yrði að veruleika og fötluðu fólki gert kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og að fatlað fólk ráði því hvar það búi og hvernig og hver veiti því aðstoð. Þrátt fyrir að þjónustan sé í boði er hún langt því frá aðgengileg öllum. Í dag bíða til að mynda til hátt í þrjátíu manns eftir þjónustunni í Reykjavík og hafa sumir þeirra beðið í allt að sjö ár. Aðstandendur brotna undan álaginu Einn þeirra sem er á biðlistanum er baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson sem komst að því þegar hann fór að skoða málið að það væri flókið að fá þjónustuna. „Ég fór í smá leiðangur fyrir rúmlega ári síðan. Þá fór ég að reyna að skilja hvernig þetta ferli virkaði og ég komast að því að það er eiginlega ekkert ferli. Það er verið að reyna að ýta fólki frá því að vera að sækja um vegna þess að sveitarfélögin eru ekki með fjármagn. Þegar þetta fór yfir til sveitarfélaganna þá fylgdi ekki fjármagnið sem þurfti og þau eru öll í raun og veru að reyna að forðast það að fólk fari á þessa biðlista af því að þessir biðlistar eru bara að lengjast og þau er ekki að ná að klára að uppfylla þessar lagalegu skyldur.“ Hann hefur nú verið á biðlistanum í eitt ár og fengið þau svör að hann þurfi líklega að bíða í fjögur ár til viðbótar. Hann segir aðstandendur þeirra sem bíða eftir þjónustu setta í erfiða stöðu. „Það sem hefur gerst hjá mjög mörgum er að fólk hefur verið sett í þá stöðu að sinna aðstandendum eða þá að gefast upp á þeim og fólk sem er þá sett í þá stöðu að fórna sér fyrir þá sem þá elskar og oft endar þetta fólk sjálft með örorku af því það algjörlega brotnar.“ Dæmi eru um að fólk hafi látist meðan það er á biðlista eftir þjónustunni og skorar Haraldur Ingi á stjórnvöld að bregðast við. „Inga Sæland er náttúrulega ráðherra þessa máls og hún ætti með réttu að taka þetta upp og fara í slaginn um að fá þennan pening til að fullfjármagna og klára þessa biðlista. Þannig að fólk sem þarf þessa þjónustu fái hana áður en það deyr.“
Alþingi Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir NPA miðstöðin 15 ára Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. 16. júní 2025 10:48 Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7. mars 2025 19:38 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
NPA miðstöðin 15 ára Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. 16. júní 2025 10:48
Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7. mars 2025 19:38
Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03