„Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. september 2025 07:01 Þóranna K. Jónsdóttir AI leiðbeinandi gefur okkur fullt af góðum ráðum og hugmyndum um það hvernig við getum nýtt okkur gervigreindina í auknum mæli í vinnunni. En það skiptir miklu máli að fylgja eftir leiðbeiningunum hennar um hvernig. Vísir/Anton Brink Það er ekki laust við að manni finnist samtal við Þórönnu K. Jónsdóttur AI leiðbeinenda aðeins vera fyrir þá sem eru „lengra komnir.“ Svona með tilliti til þekkingar á gervigreindinni. Því er þó öðru nær því eitt af því Þóranna segist einmitt ekki vera sérfræðingur. „Það fyrsta sem ég segi við fólk á vinnustofunum mínum eða einkakennslu er að ég er ekki sérfræðingur um gervigreind. Enda rýndi ég eitt sinn í það með gervigreindinni sjálfri hvort það væri eitthvað til sem héti að vera sérfræðingur í gervigreind. Og svarið frá gervigreindinni var einfaldlega: Nei,“ segir Þóranna. Sem í dag svo sannarlega mun kenna okkur ýmislegt um það, hvernig við getum orðið betri í að nýta gervigreindina, skilja gervigreindina, þjálfa okkur í gervigreindinni eða undirbúa okkur betur undir komandi framtíð; Þar sem gervigreindin verður órjúfanlegur partur af lífi heimsins. Til viðbótar við að þjálfa fólk og fyrirtæki í notkun gervigreindarinnar, er Þóranna að klára nám hjá NextMBA sem heitir AI in Business. „Í náminu nýti ég AI oft í til dæmis hugmyndavinnu. Bið kannski um tíu hugmyndir að einhverju ritgerðarefni með rökstuðningi um hvers vegna ég ætti að taka efnið fyrir. Og met síðan sjálf hvað af þessu mér finnst vera áhugavert,“ segir Þóranna og kastar með þessu því fræi til okkar hinna hvernig við einfaldlega getum nýtt gervigreindina fyrir ýmiss konar verkefni í leik og starfi, þar sem við einfaldlega segjum: Sendu mér tíu góðar hugmyndir um þetta eða hitt…. Í dag og á morgun fær Atvinnulífið fullt af góðum ráðum og hugmyndum um hvernig fólk og fyrirtæki geta byrjað að nýta sér gervigreindina í auknu mæli í vinnunni. Nördar og tungumál AI Við erum mörg hver á því stigi að vera annars vegar búin að uppgötva hvurslags snilld gervigreindin er, en hins vegar enn að þreifa fyrir okkur hvernig við getum nýtt hana betur. Í samtali við Þórönnu kemur líka í ljós að valmöguleikarnir eru eflaust mun fleiri en okkur venjulega fólkinu grunar. „Sumir sérfræðingar deila oft um hvað í raun er gervigreind og hvað er forrituð véltækni, en ég tala bara um þetta sem AI,” segir Þóranna. Og viðurkennir að hún er algjört AI nörd. Í dag ætlum við þó ekkert að flækja málin um of, heldur tölum um gervigreindina sem gervigreind eða AI, án þess að ætla að kafa of djúpt í tæknimálin. Þó þurfum við að læra aðeins smá orðanotkun þessu tengt. Því Þóranna nefnir til dæmis oft orðið „prompt“ og síðan talar hún um módel. Prompt: Það eru skiptar skoðanir á því, hvernig réttast væri að þýða prompt. En það sem prompt þýðir AI tengt er það sem þú biður, óskar eftir, skipar, leiðbeinir, skrifar, hannar eða matar gervigreindina á, þannig að hún viti til hvers er ætlast. Í skemmtilegu spjalli á LinkdInþræði Þórönnu segjast sumir nota orð eins og kvaðningarhönnuður en tillögur gervigreindarinnar sjálfrar eru einfaldlega mismunandi eftir því hvaða gervigreind er verið að spyrja. Módel: Þegar Þóranna talar um módel, er hún að vísa í ólíkar tegundir af gervigreind. Því þótt flestir þekki ChatGpt, sem Þóranna kallar tjattarann, vísar hún oft líka í önnur tól, til dæmis Claude, eða Gemini frá Google. „Síðan eru módel eins og Copilot frá Microsoft, þar sem gervigreindin er í raun hluti af öllu frá þeim, til að nota með öllu sem Microsoft er með eða til að nota eitt og sér,” segir Þóranna og undirbýr okkur þannig undir það hvernig gervigreindin verður í raun órjúfanlegur partur af nánast öllu hjá okkur seinna meir. Rétt eins og við getum í raun notað marga mismunandi vafra, þegar við erum að nota internetið. En hefur gervigreindin alltaf rétt fyrir sér? „Nei biddu fyrir þér,“ svarar Þóranna. „Þú átt aldrei að treysta gervigreind þannig að þú sért ekki gagnrýnin á það sem hún segir þér eða gerir fyrir þig. Því þótt þetta sé frábært tæki, getur hún líka komið með alls kyns rugl og vitleysu. Ef þú setur rusl inn, færðu rusl til baka, segir Þóranna en mælir með því að það fyrsta sem fólk geri, sé að biðja AI um að segja sér hvernig gervigreindin getur unnið fyrir það eða með því í vinnunni; En skýra þá líka vinnuna mjög ítarlega og vel út!Vísir/Anton Brink Fáðu AI til að vinna fyrir þig Þóranna hefur verið með vinnustofur fyrir marga ólíka hópa; Vísindahópa, lögfræðistofur, almenn námskeið og einkaþjálfun. Hún segir flesta áhugasama um tvennt; Annars vegar hvernig hægt er að nota gervigreindina í vinnunni. Hins vegar hversu örugg hún er; Til dæmis varðandi gögn. Það hvernig vinnustaðir nota eða geta nýtt sér gervigreindina er afar mismunandi. Og fer mikið eftir því hver starfsemin er; Eitthvað sem Þóranna skoðar sérstaklega með hverjum kúnna. Og góðu ráðin einfaldlega vella uppúr henni: „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni. Hvernig getum við unnið meira saman og betur?“ segir Þóranna en útskýrir líka fyrir okkur hvernig við gerum það. En þú þarft að vanda þig: Segja AI hvað nákvæmlega þú gerir, í hverju starfið þitt felst. Hver eru algeng verkefni sem þú ert að glíma við eða hvaða verkefni eru oft á þinni könnu eða þú þarft að endurtaka aftur og aftur. Þetta getur þú sett inn sem prompt fyrir AI og ef þú nennir ekki að skrifa þetta allt saman, getur þú einfaldlega talað þetta inn,“ segir Þóranna og bætir við: „Og mundu að segja AI meira en minna. Vegna þess að því meira sem þú skýrir út, því meiri líkur eru á að AI skili þér niðurstöðum, svörum eða hugmyndum sem eiga við þig og þína vinnu.“ Þóranna tekur oft upp promptið sem raddupptöku og fær svo handrit af því sem hún var að segja sem hún svo rennir yfir og betrumbætir ef henni finnst þurfa áður en hún lætur AI-ið hafa það. Í þessu samhengi, minnir Þóranna á hversu mikilvægt það er að skýra þá líka út fyrir AI hvernig vinnuumhverfið okkar er. „Því AI veit bara það sem hefur birst á netinu og þekkir ekkert endilega íslenskt vinnuumhverfi. Hversu óformlegur kúltúr er hér og ýmislegt annað. Við þurfum því að skýra vinnuna okkar út eins vel og mögulegt er, til þess að fá eitthvað vitrænt til baka frá AI um hvernig AI getur unnið fyrir okkur og með okkur.“ Þóranna segir fólk samt þurfa að varast það að halda að gervigreindin sé besti sérfræðingurinn með ,,allt.“ „Fyrir stuttu vann ég að branding þar sem ég prófaði að biðja mismunandi módel af AI að búa til fyrir mig brand stefnu fyrir líftæknifyrirtæki. Ég fékk fullt af hugmyndum sem litu svakalega vel út. Að minnsta kosti fyrir leikmann sem ekki hefur mikla þekkingu á branding,“ segir Þóranna og bætir við: „Því í þessum bransa skipta alls kyns reglugerðir máli, sem geta verið mismunandi á milli landa en hafa áhrif á það hvernig varan er, hvernig umbúðir eru hannaðar utan um vörurnar eða hún kynnt.“ AI áttar sig ekki á svona hlutum eða nær ekki að setja hluti í samhengi. „Þannig að ég fékk til baka fullt af hugmyndum og útfærslum um rosa flottar leiðir, sem hefðu þó verið stór-varasamar fyrir líftæknifyrirtæki því að engin þessara hugmynda var að taka tillit til þeirra reglugerða sem gilda.“ Í þessu samhengi, segir Þóranna að ein helsta hættan við notkun gervigreindarinnar, sé þegar fólk fer að treysta um of á sérþekkinguna sem tæknin býr yfir. „Mikið af þeirri sérhæfingu eða sérþekking sem við mannfólkið höfum, veit AI ekki, hefur ekki reynsluna og tengir oft ekki hluti sem við vitum að hafa áhrif á hvor aðra“ segir Þóranna og nefnir líka að góð regla sé að biðja AI um rökstuðning, heimildir og fleira eftir því sem við á. Þóranna segir okkur alltaf eiga að vera gagnrýnin á það sem AI skilar til okkar. Enda skáki gervigreindin manneskjunni aldrei í sköpun, mati eða neinu sem kemur að sérþekkingu eða sérhæfni. AI getur þó sparað okkur heilmikinn tíma og vinnu og því um að gera að finna út úr því, hvernig gervigreindin getur nýst okkur.Vísir/Anton Brink Alls kyns fleiri góð ráð Enn eitt atriði sem einkennir tal Þórönnu í spjalli um gervigreindina, er að hún vísar oft í samtöl við gervigreindina á ensku. Talar þú ensku við gervigreindina? „Já ég geri það, enda allt sem ég les eða vinn með í dag á ensku, ekki síst í náminu,“ svarar Þóranna og bætir við: Enda er enska móðurmál gervigreindarinnar, á meðan íslenska er ör-mál. Þegar fólk eða fyrirtæki eru að nota gervigreindina í miklu mæli, þarf að hafa þetta á bakvið eyrað því mjög líklega færðu gæðalega betri niðurstöður eða svör, ef þú talar við gervigreindina á móðurmálinu hennar.“ En hvað með þetta öryggi og gervigreindina; Er hættulegt að hlaða upp gögnum í AI? „AI er ekki öruggt frekar en flest annað Myndi segja að ef þú vilt gulltryggja einhver gögn, þá yfir höfuð setur þú þau ekki á netið.“ Þóranna segir samt mismunandi áskriftir og mismunandi valmöguleika í boði sem taka tillit til öryggisvörslu gagna. „Og í sumum verkefnum, skiptir öryggið meira máli en í öðrum.“ Sem dæmi tekur Þóranna sína eigin stjórnarsetu í SVÞ. „Ég hef nýlega tekið sæti í stjórn SVÞ. AI hefur hjálpað mér mikið að koma mér inn í málin og ég, sem einstaklingur stjórn, nýti mér AI og þá í samræmi við það sem leyfilegt er. Þetta þýðir að ég gef AI engin stjórnargögn frá SVÞ en læt AI fylgjast með opinberum gögnum og hef líka matað hana á gögnum eins og samkeppnisréttarstefnu og samþykktum SVÞ." Og Þóranna bætir við: Ég, sem einstaklingur, nýti mér hins vegar AI til að aðstoða mig við rannsóknir og læt AI um að vakta alls kyns mál fyrir mig. Það gefur mér til dæmis tækifæri til að afla mögulega meiri tengdra upplýsinga og kafa meira i málin." Með þessu er Þóranna ekki aðeins að spara sér tíma, heldur líka að tryggja að henni yfirsjáist ekki neitt. „Ég er ekki ein þeirra sem ligg yfir öllum fréttum eða er alla daga að skoða vef Alþingis. Ég fæ að sjálfsögðu ítarlegar upplýsingar frá framkvæmdastjóra SVÞ en því til viðbótar finnst mér gott að fá reglulegt yfirlit frá AI um hvort ég þurfi að vita af einhverju. Er þó að sama skapi gagnrýnin á allt sem AI upplýsir mig um þessum málum tengdum, skoða upplýsingarnar því mjög vel og met sjálf til hlítar eftir því hvað við á hverju sinni.“ Enda er Þóranna þarna að koma að einu lykilatriðinu sem notendur gervigreindarinnar eru nokkuð fljótir að átta sig á: Þú veist nefnilega ekki hvað þú veist ekki.“ Sjálf talar Þóranna alltaf við AI á ensku, enda segir hún enskuna móðurmál AI og því eðlilegt að það sem hægt er að fá frá AI sé betra eða meira en á ör-tungumálinu íslensku. Þóranna nýtir sér raddupptökuna í miklu mæli, í stað þess að skrifa og sparar sér þannig tíma líka.Vísir/Anton Brink Munum eftirleiðis lifa með AI En hvað er hægt að hlaða inn mikið af gögnum og hvað er gervigreindin að ráða við flókin verkefni? „Ég er svo löngu hætt að vita nákvæmlega, hvað ókeypis útgáfurnar af AI eru að bjóða. En þetta er mismunandi eftir módelum og eins skiptir miklu máli hvaða prompt AI fær og hvernig gögnum er skilað til AI.“ Sem tilraunaverkefni fyrir þessa umfjöllun, óskaði Atvinnulífið eftir því að AI ChatGpt myndi taka saman nafnalista allra þeirra viðmælenda sem hafa verið í kaffispjalli Atvinnulífsins á Vísi síðan í janúar 2020; Skila þessum lista með dagsetningu birtingar, nafni viðmælanda, starfstitli og hvort viðkomandi væri A eða B týpa; Hefð sem viðmælendur kaffispjallsins einfaldlega bjuggu til sjálfir. En AI koxaði á verkefninu; Skilaði aftur og aftur frá sér einhverjum nafnalistum með nöfnum og starfstitlum á fólki sem blaðamaður hafði ekki hugmynd um hvaða fólk væri. „Já, það er svo dásamlega fyndið þegar AI fer að búa til eitthvað rugl frá grunni; Svona eins og ímynduð svör eða ímyndaðan veruleika (e.hallucination),“ segir Þóranna og skellihlær. Því já, það er víst staðreynd; Stundum kemur AI einfaldlega með einhverjar niðurstöður sem eru tilbúningur frá grunni. „Það er einmitt þess vegna sem það skiptir svo miklu máli að vera krítískur á niðurstöður frá AI. Biðja um heimildir. Eða segja einfaldlega: Þú ert í ruglinu!“ segir Þóranna og skýrir út hvernig hún án nokkurrar miskunnar lætur AI oft vita að það þurfi að endurvinna, endurhugsa, endurlesa, endurgreina eða endurmeta hlutina. Því já; Munum að það sem mannfólkið þyrfti mögulega einhverjar vikur, mánuði eða ár til að meta, kynna sér, rannsaka eða vita, getur AI rennt í gegnum á nánast augabragði. „Ég hefði samt mestan áhuga á að sjá hvernig promptið var sem þú settir inn; Hvers vegna AI réði ekki við þetta verkefni þitt,“ segir Þóranna allt í einu íbyggin á svip. Og uppljóstrar um leið að vandinn í þessu tilfelli snýst um vankunnáttu blaðamannsins við notkun og skilum á gögnum (e. prompt), frekar en því hvað gervigreindin getur eða getur ekki gert! Þóranna segir það misskilning að fyrirtæki nái forskoti með því að þjálfa sig vel í gervigreindinni. Hið rétta sé að enginn vinnustaður getur látið það óátalið hvernig best er að nýta gervigreindina. Þeir sem gera það ekki, eru einfaldlega ekki aðilar sem teljast í samkeppni við neinn.Vísir/Anton Brink En hver er staðan í dag: Er einhver vinnustaður sem getur leyft sér að skoða ekki hvað gervigreindin getur gert til að auðvelda þeim eða betrumbæta starfið eða starfsemi? „Nei,“ svarar Þóranna að bragði. „Mér dettur ekkert fyrirtæki í hug, stórt né smátt, sem getur leyft sér að skoða ekki hvað AI getur gert fyrir það. Að sama skapi verð ég oft vör við að fólk misskilji það að kynna sér hvað AI getur gert og heldur þar með sagt að það sé að mynda sér einhvers konar samkeppnisforskot,“ segir Þóranna og bætir við: „Það er mikill misskilningur. Því þótt þú sért að skoða hvað AI getur gert fyrir þig eða með þér í vinnunni, er ekkert annað en það sem allir aðrir í samkeppni við þig eru nú þegar að gera líka hvort eð er. Nú og þeir sem eru það ekki, eru yfir höfuð ekki aðilar sem teljast í þeim hópi þá lengur að vera samkeppnisaðili.“ En á þessum vinnustofum sem þú ert með fyrir vinnustaði; Er starfsfólk ekki komið mislangt eða stutt á veg að þekkja eða nota gervigreindina? „Jú, það er mjög áberandi,“ segir Þóranna og tekur undir að þetta sé eitt af því sem allir vinnustaðir þurfa að fara að huga að innan sinna liðsheilda; Að starfsfólk þekki og sé jafnvígara í sinni þekkingu, kunnáttu og skilning á gervigreindinni. Aðalmálið sé síðan að hver vinnustaður þjálfi sitt fólk í að horfa krítískt á niðurstöður, læra að gera góð prompt og að fylgja eftir öryggisreglum þegar það á við. „Lítið fyrirtæki getur til dæmis nýtt sér gervigreindina til að lesa úr bókhaldi og rekstri þannig að úr verða skýrslur og yfirsýn sem annars gætu kostað töluverða fjármuni en lítil fyrirtæki hafa oft ekki bolmagn til að greiða. Þetta er samt gott dæmi um notkun, þar sem viðkomandi þarf þá að vera vakandi yfir því að velja sér módel, sem býður sérstaklega upp á öryggisverndun gagna eða nota sk. security conscious prompting.“ Þóranna segir að því meira sem gervigreindin fer að vita um þig og þína vinnu, því betra, því þægilegra og því auðveldara. Sam Altman, forstjóri OpenAI sem er með ChatGpt segir að í framtíðinni muni gervigreindin í raun vita allt um þig frá því að þú ert í móðurkviði. Og fylgjast síðan að með þér út lífið sem nokkurs konar aðstoð í einu og öllu. Þetta hljómar eflaust mjög óhugnanlega í eyrum margra. En gæti þrátt fyrir það orðið að veruleika.“ Tækni Góðu ráðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00 Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu. 21. febrúar 2025 07:00 Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01 „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04 Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital. 8. maí 2025 07:00 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Því er þó öðru nær því eitt af því Þóranna segist einmitt ekki vera sérfræðingur. „Það fyrsta sem ég segi við fólk á vinnustofunum mínum eða einkakennslu er að ég er ekki sérfræðingur um gervigreind. Enda rýndi ég eitt sinn í það með gervigreindinni sjálfri hvort það væri eitthvað til sem héti að vera sérfræðingur í gervigreind. Og svarið frá gervigreindinni var einfaldlega: Nei,“ segir Þóranna. Sem í dag svo sannarlega mun kenna okkur ýmislegt um það, hvernig við getum orðið betri í að nýta gervigreindina, skilja gervigreindina, þjálfa okkur í gervigreindinni eða undirbúa okkur betur undir komandi framtíð; Þar sem gervigreindin verður órjúfanlegur partur af lífi heimsins. Til viðbótar við að þjálfa fólk og fyrirtæki í notkun gervigreindarinnar, er Þóranna að klára nám hjá NextMBA sem heitir AI in Business. „Í náminu nýti ég AI oft í til dæmis hugmyndavinnu. Bið kannski um tíu hugmyndir að einhverju ritgerðarefni með rökstuðningi um hvers vegna ég ætti að taka efnið fyrir. Og met síðan sjálf hvað af þessu mér finnst vera áhugavert,“ segir Þóranna og kastar með þessu því fræi til okkar hinna hvernig við einfaldlega getum nýtt gervigreindina fyrir ýmiss konar verkefni í leik og starfi, þar sem við einfaldlega segjum: Sendu mér tíu góðar hugmyndir um þetta eða hitt…. Í dag og á morgun fær Atvinnulífið fullt af góðum ráðum og hugmyndum um hvernig fólk og fyrirtæki geta byrjað að nýta sér gervigreindina í auknu mæli í vinnunni. Nördar og tungumál AI Við erum mörg hver á því stigi að vera annars vegar búin að uppgötva hvurslags snilld gervigreindin er, en hins vegar enn að þreifa fyrir okkur hvernig við getum nýtt hana betur. Í samtali við Þórönnu kemur líka í ljós að valmöguleikarnir eru eflaust mun fleiri en okkur venjulega fólkinu grunar. „Sumir sérfræðingar deila oft um hvað í raun er gervigreind og hvað er forrituð véltækni, en ég tala bara um þetta sem AI,” segir Þóranna. Og viðurkennir að hún er algjört AI nörd. Í dag ætlum við þó ekkert að flækja málin um of, heldur tölum um gervigreindina sem gervigreind eða AI, án þess að ætla að kafa of djúpt í tæknimálin. Þó þurfum við að læra aðeins smá orðanotkun þessu tengt. Því Þóranna nefnir til dæmis oft orðið „prompt“ og síðan talar hún um módel. Prompt: Það eru skiptar skoðanir á því, hvernig réttast væri að þýða prompt. En það sem prompt þýðir AI tengt er það sem þú biður, óskar eftir, skipar, leiðbeinir, skrifar, hannar eða matar gervigreindina á, þannig að hún viti til hvers er ætlast. Í skemmtilegu spjalli á LinkdInþræði Þórönnu segjast sumir nota orð eins og kvaðningarhönnuður en tillögur gervigreindarinnar sjálfrar eru einfaldlega mismunandi eftir því hvaða gervigreind er verið að spyrja. Módel: Þegar Þóranna talar um módel, er hún að vísa í ólíkar tegundir af gervigreind. Því þótt flestir þekki ChatGpt, sem Þóranna kallar tjattarann, vísar hún oft líka í önnur tól, til dæmis Claude, eða Gemini frá Google. „Síðan eru módel eins og Copilot frá Microsoft, þar sem gervigreindin er í raun hluti af öllu frá þeim, til að nota með öllu sem Microsoft er með eða til að nota eitt og sér,” segir Þóranna og undirbýr okkur þannig undir það hvernig gervigreindin verður í raun órjúfanlegur partur af nánast öllu hjá okkur seinna meir. Rétt eins og við getum í raun notað marga mismunandi vafra, þegar við erum að nota internetið. En hefur gervigreindin alltaf rétt fyrir sér? „Nei biddu fyrir þér,“ svarar Þóranna. „Þú átt aldrei að treysta gervigreind þannig að þú sért ekki gagnrýnin á það sem hún segir þér eða gerir fyrir þig. Því þótt þetta sé frábært tæki, getur hún líka komið með alls kyns rugl og vitleysu. Ef þú setur rusl inn, færðu rusl til baka, segir Þóranna en mælir með því að það fyrsta sem fólk geri, sé að biðja AI um að segja sér hvernig gervigreindin getur unnið fyrir það eða með því í vinnunni; En skýra þá líka vinnuna mjög ítarlega og vel út!Vísir/Anton Brink Fáðu AI til að vinna fyrir þig Þóranna hefur verið með vinnustofur fyrir marga ólíka hópa; Vísindahópa, lögfræðistofur, almenn námskeið og einkaþjálfun. Hún segir flesta áhugasama um tvennt; Annars vegar hvernig hægt er að nota gervigreindina í vinnunni. Hins vegar hversu örugg hún er; Til dæmis varðandi gögn. Það hvernig vinnustaðir nota eða geta nýtt sér gervigreindina er afar mismunandi. Og fer mikið eftir því hver starfsemin er; Eitthvað sem Þóranna skoðar sérstaklega með hverjum kúnna. Og góðu ráðin einfaldlega vella uppúr henni: „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni. Hvernig getum við unnið meira saman og betur?“ segir Þóranna en útskýrir líka fyrir okkur hvernig við gerum það. En þú þarft að vanda þig: Segja AI hvað nákvæmlega þú gerir, í hverju starfið þitt felst. Hver eru algeng verkefni sem þú ert að glíma við eða hvaða verkefni eru oft á þinni könnu eða þú þarft að endurtaka aftur og aftur. Þetta getur þú sett inn sem prompt fyrir AI og ef þú nennir ekki að skrifa þetta allt saman, getur þú einfaldlega talað þetta inn,“ segir Þóranna og bætir við: „Og mundu að segja AI meira en minna. Vegna þess að því meira sem þú skýrir út, því meiri líkur eru á að AI skili þér niðurstöðum, svörum eða hugmyndum sem eiga við þig og þína vinnu.“ Þóranna tekur oft upp promptið sem raddupptöku og fær svo handrit af því sem hún var að segja sem hún svo rennir yfir og betrumbætir ef henni finnst þurfa áður en hún lætur AI-ið hafa það. Í þessu samhengi, minnir Þóranna á hversu mikilvægt það er að skýra þá líka út fyrir AI hvernig vinnuumhverfið okkar er. „Því AI veit bara það sem hefur birst á netinu og þekkir ekkert endilega íslenskt vinnuumhverfi. Hversu óformlegur kúltúr er hér og ýmislegt annað. Við þurfum því að skýra vinnuna okkar út eins vel og mögulegt er, til þess að fá eitthvað vitrænt til baka frá AI um hvernig AI getur unnið fyrir okkur og með okkur.“ Þóranna segir fólk samt þurfa að varast það að halda að gervigreindin sé besti sérfræðingurinn með ,,allt.“ „Fyrir stuttu vann ég að branding þar sem ég prófaði að biðja mismunandi módel af AI að búa til fyrir mig brand stefnu fyrir líftæknifyrirtæki. Ég fékk fullt af hugmyndum sem litu svakalega vel út. Að minnsta kosti fyrir leikmann sem ekki hefur mikla þekkingu á branding,“ segir Þóranna og bætir við: „Því í þessum bransa skipta alls kyns reglugerðir máli, sem geta verið mismunandi á milli landa en hafa áhrif á það hvernig varan er, hvernig umbúðir eru hannaðar utan um vörurnar eða hún kynnt.“ AI áttar sig ekki á svona hlutum eða nær ekki að setja hluti í samhengi. „Þannig að ég fékk til baka fullt af hugmyndum og útfærslum um rosa flottar leiðir, sem hefðu þó verið stór-varasamar fyrir líftæknifyrirtæki því að engin þessara hugmynda var að taka tillit til þeirra reglugerða sem gilda.“ Í þessu samhengi, segir Þóranna að ein helsta hættan við notkun gervigreindarinnar, sé þegar fólk fer að treysta um of á sérþekkinguna sem tæknin býr yfir. „Mikið af þeirri sérhæfingu eða sérþekking sem við mannfólkið höfum, veit AI ekki, hefur ekki reynsluna og tengir oft ekki hluti sem við vitum að hafa áhrif á hvor aðra“ segir Þóranna og nefnir líka að góð regla sé að biðja AI um rökstuðning, heimildir og fleira eftir því sem við á. Þóranna segir okkur alltaf eiga að vera gagnrýnin á það sem AI skilar til okkar. Enda skáki gervigreindin manneskjunni aldrei í sköpun, mati eða neinu sem kemur að sérþekkingu eða sérhæfni. AI getur þó sparað okkur heilmikinn tíma og vinnu og því um að gera að finna út úr því, hvernig gervigreindin getur nýst okkur.Vísir/Anton Brink Alls kyns fleiri góð ráð Enn eitt atriði sem einkennir tal Þórönnu í spjalli um gervigreindina, er að hún vísar oft í samtöl við gervigreindina á ensku. Talar þú ensku við gervigreindina? „Já ég geri það, enda allt sem ég les eða vinn með í dag á ensku, ekki síst í náminu,“ svarar Þóranna og bætir við: Enda er enska móðurmál gervigreindarinnar, á meðan íslenska er ör-mál. Þegar fólk eða fyrirtæki eru að nota gervigreindina í miklu mæli, þarf að hafa þetta á bakvið eyrað því mjög líklega færðu gæðalega betri niðurstöður eða svör, ef þú talar við gervigreindina á móðurmálinu hennar.“ En hvað með þetta öryggi og gervigreindina; Er hættulegt að hlaða upp gögnum í AI? „AI er ekki öruggt frekar en flest annað Myndi segja að ef þú vilt gulltryggja einhver gögn, þá yfir höfuð setur þú þau ekki á netið.“ Þóranna segir samt mismunandi áskriftir og mismunandi valmöguleika í boði sem taka tillit til öryggisvörslu gagna. „Og í sumum verkefnum, skiptir öryggið meira máli en í öðrum.“ Sem dæmi tekur Þóranna sína eigin stjórnarsetu í SVÞ. „Ég hef nýlega tekið sæti í stjórn SVÞ. AI hefur hjálpað mér mikið að koma mér inn í málin og ég, sem einstaklingur stjórn, nýti mér AI og þá í samræmi við það sem leyfilegt er. Þetta þýðir að ég gef AI engin stjórnargögn frá SVÞ en læt AI fylgjast með opinberum gögnum og hef líka matað hana á gögnum eins og samkeppnisréttarstefnu og samþykktum SVÞ." Og Þóranna bætir við: Ég, sem einstaklingur, nýti mér hins vegar AI til að aðstoða mig við rannsóknir og læt AI um að vakta alls kyns mál fyrir mig. Það gefur mér til dæmis tækifæri til að afla mögulega meiri tengdra upplýsinga og kafa meira i málin." Með þessu er Þóranna ekki aðeins að spara sér tíma, heldur líka að tryggja að henni yfirsjáist ekki neitt. „Ég er ekki ein þeirra sem ligg yfir öllum fréttum eða er alla daga að skoða vef Alþingis. Ég fæ að sjálfsögðu ítarlegar upplýsingar frá framkvæmdastjóra SVÞ en því til viðbótar finnst mér gott að fá reglulegt yfirlit frá AI um hvort ég þurfi að vita af einhverju. Er þó að sama skapi gagnrýnin á allt sem AI upplýsir mig um þessum málum tengdum, skoða upplýsingarnar því mjög vel og met sjálf til hlítar eftir því hvað við á hverju sinni.“ Enda er Þóranna þarna að koma að einu lykilatriðinu sem notendur gervigreindarinnar eru nokkuð fljótir að átta sig á: Þú veist nefnilega ekki hvað þú veist ekki.“ Sjálf talar Þóranna alltaf við AI á ensku, enda segir hún enskuna móðurmál AI og því eðlilegt að það sem hægt er að fá frá AI sé betra eða meira en á ör-tungumálinu íslensku. Þóranna nýtir sér raddupptökuna í miklu mæli, í stað þess að skrifa og sparar sér þannig tíma líka.Vísir/Anton Brink Munum eftirleiðis lifa með AI En hvað er hægt að hlaða inn mikið af gögnum og hvað er gervigreindin að ráða við flókin verkefni? „Ég er svo löngu hætt að vita nákvæmlega, hvað ókeypis útgáfurnar af AI eru að bjóða. En þetta er mismunandi eftir módelum og eins skiptir miklu máli hvaða prompt AI fær og hvernig gögnum er skilað til AI.“ Sem tilraunaverkefni fyrir þessa umfjöllun, óskaði Atvinnulífið eftir því að AI ChatGpt myndi taka saman nafnalista allra þeirra viðmælenda sem hafa verið í kaffispjalli Atvinnulífsins á Vísi síðan í janúar 2020; Skila þessum lista með dagsetningu birtingar, nafni viðmælanda, starfstitli og hvort viðkomandi væri A eða B týpa; Hefð sem viðmælendur kaffispjallsins einfaldlega bjuggu til sjálfir. En AI koxaði á verkefninu; Skilaði aftur og aftur frá sér einhverjum nafnalistum með nöfnum og starfstitlum á fólki sem blaðamaður hafði ekki hugmynd um hvaða fólk væri. „Já, það er svo dásamlega fyndið þegar AI fer að búa til eitthvað rugl frá grunni; Svona eins og ímynduð svör eða ímyndaðan veruleika (e.hallucination),“ segir Þóranna og skellihlær. Því já, það er víst staðreynd; Stundum kemur AI einfaldlega með einhverjar niðurstöður sem eru tilbúningur frá grunni. „Það er einmitt þess vegna sem það skiptir svo miklu máli að vera krítískur á niðurstöður frá AI. Biðja um heimildir. Eða segja einfaldlega: Þú ert í ruglinu!“ segir Þóranna og skýrir út hvernig hún án nokkurrar miskunnar lætur AI oft vita að það þurfi að endurvinna, endurhugsa, endurlesa, endurgreina eða endurmeta hlutina. Því já; Munum að það sem mannfólkið þyrfti mögulega einhverjar vikur, mánuði eða ár til að meta, kynna sér, rannsaka eða vita, getur AI rennt í gegnum á nánast augabragði. „Ég hefði samt mestan áhuga á að sjá hvernig promptið var sem þú settir inn; Hvers vegna AI réði ekki við þetta verkefni þitt,“ segir Þóranna allt í einu íbyggin á svip. Og uppljóstrar um leið að vandinn í þessu tilfelli snýst um vankunnáttu blaðamannsins við notkun og skilum á gögnum (e. prompt), frekar en því hvað gervigreindin getur eða getur ekki gert! Þóranna segir það misskilning að fyrirtæki nái forskoti með því að þjálfa sig vel í gervigreindinni. Hið rétta sé að enginn vinnustaður getur látið það óátalið hvernig best er að nýta gervigreindina. Þeir sem gera það ekki, eru einfaldlega ekki aðilar sem teljast í samkeppni við neinn.Vísir/Anton Brink En hver er staðan í dag: Er einhver vinnustaður sem getur leyft sér að skoða ekki hvað gervigreindin getur gert til að auðvelda þeim eða betrumbæta starfið eða starfsemi? „Nei,“ svarar Þóranna að bragði. „Mér dettur ekkert fyrirtæki í hug, stórt né smátt, sem getur leyft sér að skoða ekki hvað AI getur gert fyrir það. Að sama skapi verð ég oft vör við að fólk misskilji það að kynna sér hvað AI getur gert og heldur þar með sagt að það sé að mynda sér einhvers konar samkeppnisforskot,“ segir Þóranna og bætir við: „Það er mikill misskilningur. Því þótt þú sért að skoða hvað AI getur gert fyrir þig eða með þér í vinnunni, er ekkert annað en það sem allir aðrir í samkeppni við þig eru nú þegar að gera líka hvort eð er. Nú og þeir sem eru það ekki, eru yfir höfuð ekki aðilar sem teljast í þeim hópi þá lengur að vera samkeppnisaðili.“ En á þessum vinnustofum sem þú ert með fyrir vinnustaði; Er starfsfólk ekki komið mislangt eða stutt á veg að þekkja eða nota gervigreindina? „Jú, það er mjög áberandi,“ segir Þóranna og tekur undir að þetta sé eitt af því sem allir vinnustaðir þurfa að fara að huga að innan sinna liðsheilda; Að starfsfólk þekki og sé jafnvígara í sinni þekkingu, kunnáttu og skilning á gervigreindinni. Aðalmálið sé síðan að hver vinnustaður þjálfi sitt fólk í að horfa krítískt á niðurstöður, læra að gera góð prompt og að fylgja eftir öryggisreglum þegar það á við. „Lítið fyrirtæki getur til dæmis nýtt sér gervigreindina til að lesa úr bókhaldi og rekstri þannig að úr verða skýrslur og yfirsýn sem annars gætu kostað töluverða fjármuni en lítil fyrirtæki hafa oft ekki bolmagn til að greiða. Þetta er samt gott dæmi um notkun, þar sem viðkomandi þarf þá að vera vakandi yfir því að velja sér módel, sem býður sérstaklega upp á öryggisverndun gagna eða nota sk. security conscious prompting.“ Þóranna segir að því meira sem gervigreindin fer að vita um þig og þína vinnu, því betra, því þægilegra og því auðveldara. Sam Altman, forstjóri OpenAI sem er með ChatGpt segir að í framtíðinni muni gervigreindin í raun vita allt um þig frá því að þú ert í móðurkviði. Og fylgjast síðan að með þér út lífið sem nokkurs konar aðstoð í einu og öllu. Þetta hljómar eflaust mjög óhugnanlega í eyrum margra. En gæti þrátt fyrir það orðið að veruleika.“
Tækni Góðu ráðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00 Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu. 21. febrúar 2025 07:00 Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01 „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04 Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital. 8. maí 2025 07:00 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00
Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu. 21. febrúar 2025 07:00
Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01
„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04
Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital. 8. maí 2025 07:00