Kastrup lokað vegna drónaflugs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2025 19:57 Mynd er úr safni. Arroyo Moreno/Getty Images Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. Í fréttum danskra miðla er haft eftir Henrik Stormer yfirmanni Kaupmannahafnarlögreglunnar að hún sé með töluverðan viðbúnað á flugvellinum. Málið sé litið alvarlegum augum. Fimmtán flugvélum hafi verið beint annað vegna drónanna. Hluti þeirra muni lenda í Billund. Þar hafi verið kallaður út auka mannskapur. Þá hefur þremur flugvélum verið beint til Álaborgar og munu sænskir flugvellir, til að mynda í Malmö einnig taka við flugvélum. TV2 ræðir við farþega í einni af flugvélunum sem send var til Billund. Hann segir að flugstjórinn ætli sér að taka eldsneyti í Billund og fljúga til Kaupmannahafnar þegar kostur er. Einni flugvél hafi verið leyft að lenda á flugvellinum nú fyrir skemmstu. Ástæðan er sú að eldsneytið var á þrotum. Ekki kemur fram um hve marga dróna sé að ræða að svo stöddu. Þá hafa danskir fjölmiðlar ekki fengið upplýsingar um stærð þeirra. CPH Lufthavn er pt lukket for start og landing, idet 2-3 større droner er set flyve i området. Tidshorisonten er pt. ukendt.#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) September 22, 2025 Tveir handteknir í Noregi Þá vekur það athygli danskra miðla að á sama tíma berist fréttir frá Noregi af því að tveir hafi verið handteknir í kvöld fyrir að fljúga dróna nálægt herstöð í Osló. Samkvæmt fréttum norska ríkisútvarpsins eru þar á ferðinni tveir erlendir ríkisborgarar. Þeir hafi flogið dróna sínum yfir Akershus virki norska hersins í Osló borg. Ekki sé vitað hvað þeim hafi gengið til. Tekið er fram í frétt TV2 af málinu að ekkert bendi til þess á þessum tímapunkti að drónaflugin í Noregi og Danmörku tengist. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Fréttir af flugi Noregur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Sjá meira
Í fréttum danskra miðla er haft eftir Henrik Stormer yfirmanni Kaupmannahafnarlögreglunnar að hún sé með töluverðan viðbúnað á flugvellinum. Málið sé litið alvarlegum augum. Fimmtán flugvélum hafi verið beint annað vegna drónanna. Hluti þeirra muni lenda í Billund. Þar hafi verið kallaður út auka mannskapur. Þá hefur þremur flugvélum verið beint til Álaborgar og munu sænskir flugvellir, til að mynda í Malmö einnig taka við flugvélum. TV2 ræðir við farþega í einni af flugvélunum sem send var til Billund. Hann segir að flugstjórinn ætli sér að taka eldsneyti í Billund og fljúga til Kaupmannahafnar þegar kostur er. Einni flugvél hafi verið leyft að lenda á flugvellinum nú fyrir skemmstu. Ástæðan er sú að eldsneytið var á þrotum. Ekki kemur fram um hve marga dróna sé að ræða að svo stöddu. Þá hafa danskir fjölmiðlar ekki fengið upplýsingar um stærð þeirra. CPH Lufthavn er pt lukket for start og landing, idet 2-3 større droner er set flyve i området. Tidshorisonten er pt. ukendt.#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) September 22, 2025 Tveir handteknir í Noregi Þá vekur það athygli danskra miðla að á sama tíma berist fréttir frá Noregi af því að tveir hafi verið handteknir í kvöld fyrir að fljúga dróna nálægt herstöð í Osló. Samkvæmt fréttum norska ríkisútvarpsins eru þar á ferðinni tveir erlendir ríkisborgarar. Þeir hafi flogið dróna sínum yfir Akershus virki norska hersins í Osló borg. Ekki sé vitað hvað þeim hafi gengið til. Tekið er fram í frétt TV2 af málinu að ekkert bendi til þess á þessum tímapunkti að drónaflugin í Noregi og Danmörku tengist. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Fréttir af flugi Noregur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Sjá meira