Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 22. september 2025 13:00 Af hverju ættum við ekki að byggja upp land þar sem samgöngukerfi vistvænna ferðamáta flytur 40–60% af fólkinu sem er á ferðinni um landið? Hvers vegna ætti Ísland ekki að vera fyrirmynd í sjálfbærum samgöngum – með græna ásýnd, frelsi í ferðamáta og samfélag sem styður við framtíðina? Íslensk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á orkuskipti í samgöngum – að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagnsbíla. Það er þó orðið sífellt augljósara að sú nálgun ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Hún er ekki aðeins takmörkuð í áhrifum – hún er líka dýr, ósanngjörn og útilokar raunverulegt frelsi fólks. Hvar er frelsið fyrir einstaklinginn? Rannsóknir og reynsla sýna að ungt fólk kýs fjölbreytta ferðamáta – gangandi, hjólandi, samnýtingu og almenningssamgöngur – ef það hefur raunverulegt val. En á landsbyggðinni er valið ekki til staðar. Almenningssamgöngur eru stopular, innviðir fyrir hjól og gangandi vegfarendur ófullnægjandi, og skipulag byggðarinnar oft óhentugt fyrir vistvæna ferðamáta. Þetta skapar ójafnræði og útilokar fólk frá þátttöku í sjálfbærri framtíð samfélagsins. Ungt fólk sem vill lifa vistvænt þarf að aðlagast kerfi sem krefst bílaeignar – kerfi sem er dýrt, óhagkvæmt og óumhverfisvænt. Dýrt að einblína á einkabílinn Á landsbyggðinni er einkabíllinn oft eini raunhæfi ferðamátinn. Þetta hefur leitt til mikillar bílavæðingar sem krefst sífellt meiri fjárfestingar í innviðum – sérstaklega bílastæðum. Sveitarfélög standa frammi fyrir því að þurfa að útvega bílastæði fyrir íbúa, stofnanir og sívaxandi fjölda ferðamanna, án þess að fá nægilegt fjármagn eða stuðning frá ríkinu. Þetta er dýrt, tekur mikið landrými og ýtir undir áframhaldandi notkun einkabílsins. Þegar horft er til heildarkostnaðar – vegaframkvæmda, viðhalds, bílastæða og orkuskiptatengdra innviða – verður ljóst að einhliða áhersla á einkabílinn er ekki hagkvæm leið til framtíðar. Hvað þarf að gera? Í stað þess að einblína á orkuskipti einkabíla þarf að hugsa stærra. Ríkið þarf að ráðast í eftirfarandi aðgerðir: Samgöngur: Kortleggja flutningsgetu bætta almenningssamgangna Kortleggja flutningsgetu hjólastígakerfis fyrir allt landið Greina legu eldri/ónýttra bílvega fyrir hjólastíga Tryggja að öll framtíðarjarðgöng verði fyrir virka ferðamáta Greina og bæta tengingar milli allra samgöngukerfa, flugvalla, strætó, hjól og fl. Skipulag: Samþætta alla húsnæðisuppbyggingu við virka ferðamáta. Þétta og blanda byggð í öllu þéttbýli á landinu þar sem net almenningssamgangna getur tengst byggð. Síðan þarf að fara í átak sem fyrst á eftirfarandi aðgerðum. Auka tíðni strætó og fjölga leiðum Byggja upp net hjólastíga sem tengir saman helstu þéttbýli og allra vinsælustu ferðamannastaðina Byggja upp vandaðar og öflugar stoppistöðvar, e.Transport hub, þar verða fjölbreyttir ferðamátar og þjónusta við fólk í fyrirrúmi. Strætóstoppistöðvar megar ekki vera eins og þær eru í dag. Örsmátt skilti á á staur á bak við bensínstöð. Þær eiga að vera aðlaðandi umhverfi með byggingum og gróðri sem mynda skjól, með kaffihúsi, litlum verslunum, umfangsmiklum upplýsingaskiltum og yfirbyggðum hleðslustæðum fyrir rafmagnshjól. Áskorun til stjórnvalda Ég skora á stjórnvöld til að endurskoða forgangsröðun í loftslagsmálum. Orkuskipti eru mikilvæg, en þau verða að fara saman með breytingum á ferðavenjum og uppbyggingu innviða sem gera vistvæna samgöngukosti að raunhæfum valkosti – sérstaklega á landsbyggðinni. Það er ekki nóg að skipta út bensínbílum fyrir rafmagnsbíla; við verðum að skapa samfélag þar sem fólk getur ferðast á sjálfbæran hátt – án þess að þurfa að eiga bíl. Það er kominn tími til að hugsa stærra. Það er kominn tími til að skapa raunverulegt frelsi. Höfundur er landslagsarkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Samgöngur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Af hverju ættum við ekki að byggja upp land þar sem samgöngukerfi vistvænna ferðamáta flytur 40–60% af fólkinu sem er á ferðinni um landið? Hvers vegna ætti Ísland ekki að vera fyrirmynd í sjálfbærum samgöngum – með græna ásýnd, frelsi í ferðamáta og samfélag sem styður við framtíðina? Íslensk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á orkuskipti í samgöngum – að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagnsbíla. Það er þó orðið sífellt augljósara að sú nálgun ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Hún er ekki aðeins takmörkuð í áhrifum – hún er líka dýr, ósanngjörn og útilokar raunverulegt frelsi fólks. Hvar er frelsið fyrir einstaklinginn? Rannsóknir og reynsla sýna að ungt fólk kýs fjölbreytta ferðamáta – gangandi, hjólandi, samnýtingu og almenningssamgöngur – ef það hefur raunverulegt val. En á landsbyggðinni er valið ekki til staðar. Almenningssamgöngur eru stopular, innviðir fyrir hjól og gangandi vegfarendur ófullnægjandi, og skipulag byggðarinnar oft óhentugt fyrir vistvæna ferðamáta. Þetta skapar ójafnræði og útilokar fólk frá þátttöku í sjálfbærri framtíð samfélagsins. Ungt fólk sem vill lifa vistvænt þarf að aðlagast kerfi sem krefst bílaeignar – kerfi sem er dýrt, óhagkvæmt og óumhverfisvænt. Dýrt að einblína á einkabílinn Á landsbyggðinni er einkabíllinn oft eini raunhæfi ferðamátinn. Þetta hefur leitt til mikillar bílavæðingar sem krefst sífellt meiri fjárfestingar í innviðum – sérstaklega bílastæðum. Sveitarfélög standa frammi fyrir því að þurfa að útvega bílastæði fyrir íbúa, stofnanir og sívaxandi fjölda ferðamanna, án þess að fá nægilegt fjármagn eða stuðning frá ríkinu. Þetta er dýrt, tekur mikið landrými og ýtir undir áframhaldandi notkun einkabílsins. Þegar horft er til heildarkostnaðar – vegaframkvæmda, viðhalds, bílastæða og orkuskiptatengdra innviða – verður ljóst að einhliða áhersla á einkabílinn er ekki hagkvæm leið til framtíðar. Hvað þarf að gera? Í stað þess að einblína á orkuskipti einkabíla þarf að hugsa stærra. Ríkið þarf að ráðast í eftirfarandi aðgerðir: Samgöngur: Kortleggja flutningsgetu bætta almenningssamgangna Kortleggja flutningsgetu hjólastígakerfis fyrir allt landið Greina legu eldri/ónýttra bílvega fyrir hjólastíga Tryggja að öll framtíðarjarðgöng verði fyrir virka ferðamáta Greina og bæta tengingar milli allra samgöngukerfa, flugvalla, strætó, hjól og fl. Skipulag: Samþætta alla húsnæðisuppbyggingu við virka ferðamáta. Þétta og blanda byggð í öllu þéttbýli á landinu þar sem net almenningssamgangna getur tengst byggð. Síðan þarf að fara í átak sem fyrst á eftirfarandi aðgerðum. Auka tíðni strætó og fjölga leiðum Byggja upp net hjólastíga sem tengir saman helstu þéttbýli og allra vinsælustu ferðamannastaðina Byggja upp vandaðar og öflugar stoppistöðvar, e.Transport hub, þar verða fjölbreyttir ferðamátar og þjónusta við fólk í fyrirrúmi. Strætóstoppistöðvar megar ekki vera eins og þær eru í dag. Örsmátt skilti á á staur á bak við bensínstöð. Þær eiga að vera aðlaðandi umhverfi með byggingum og gróðri sem mynda skjól, með kaffihúsi, litlum verslunum, umfangsmiklum upplýsingaskiltum og yfirbyggðum hleðslustæðum fyrir rafmagnshjól. Áskorun til stjórnvalda Ég skora á stjórnvöld til að endurskoða forgangsröðun í loftslagsmálum. Orkuskipti eru mikilvæg, en þau verða að fara saman með breytingum á ferðavenjum og uppbyggingu innviða sem gera vistvæna samgöngukosti að raunhæfum valkosti – sérstaklega á landsbyggðinni. Það er ekki nóg að skipta út bensínbílum fyrir rafmagnsbíla; við verðum að skapa samfélag þar sem fólk getur ferðast á sjálfbæran hátt – án þess að þurfa að eiga bíl. Það er kominn tími til að hugsa stærra. Það er kominn tími til að skapa raunverulegt frelsi. Höfundur er landslagsarkitekt.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun