Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 20. september 2025 11:00 Nýverið kynnti ég hugmyndir um að styrkja framhaldsskólakerfið okkar. Þær byggja á þeirri hugmynd að við getum gert betur, bæði faglega og félagslega, fyrir nemendur og starfsfólk. Þetta snýst um að efla stuðning við alla framhaldsskóla landsins, ekki síst þá minni. Jafnframt er lögð áhersla á að veita nemendum aukinn námslegan og félagslegan stuðning, til dæmis með frekari náms- og starfsráðgjöf, sálfræðiþjónustu og annarri sérfræðiþjónustu. Því í skóla skiptir ekki aðeins máli hvað við lærum, heldur líka hvernig okkur líður þar. ·Það er mikilvægt að hafa í huga að það er ekki verið að sameina skóla né er þetta skref í þá átt. ·Allir framhaldsskólar halda sínum sérkennum, nafni, sérstöðu og sínum eigin skólastjóra. ·Allir kennarar halda áfram að kenna og samfélagið í kringum skólana byggir áfram á hinum öfluga mannauði sem þar er. ·Þetta eru alls ekki hagræðingarhugmyndir heldur hugmyndir um að veita öflugri þjónustu og byggja upp stoðkerfi utan um framhaldsskólastigið. Þetta eru m.a. hugmyndir sem hafa heyrst frá skólasamfélaginu sjálfu í því mikla samráði sem við mennta- og barnamálaráðuneytið áttum við skólasamfélagið í tengslum við uppbyggingu skólaþjónustu á öllum skólastigum. Af hverju núna? Framhaldsskólakerfið stendur frammi fyrir mörgum verkefnum. Hlutfall ungmenna sem fara í framhaldsskóla er nú allt að 99%, sem er talsverð breyting frá því sem var og því ber að fagna. Á sama tíma hefur fjöldi barna í viðkvæmri stöðu aukist og þörf fyrir fjölbreytta þjónustu margfaldast. Framhaldsskólar landsins eru mjög fjölbreyttir og þar fer fram stórkostlegt starf á degi hverjum. Framhaldsskólakerfið, þá er ég að tala um þann stuðning sem við erum að veita skólunum, hefur ekki þróast í takt við þarfirnar og þetta veldur því að nemendur njóta mismunandi stuðnings og námsframboðs eftir því hvar þeir eru í námi. Við viljum snúa þessari þróun við. Það er tímabært að styrkja þetta mikilvæga skólastig. Við þurfum að efla þjónustu, auka gæði, stytta boðleiðir og byggja stoðkerfi utan um framhaldsskólana. Við viljum skapa kennurum betri tækifæri til starfsþróunar og skólastjórnendum færi á að einbeita sér að því sem skiptir mestu máli sem er fagleg leiðsögn og eflingu skólastarfsins. Við viljum gera góða skóla enn betri. Styrkjum landsbyggðirnar Ég vil sérstaklega árétta að markmið breytinganna er ekki að fækka störfum eða hagræða heldur að bæta þjónustuna. Með nýju fyrirkomulagi skapast aukin tækifæri til starfsþróunar og sérhæfingar. Við getum haldið úti fjölbreyttari sérfræðiþjónustu en áður og staðið betur við þær skyldur sem ríkið hefur gagnvart börnum og ungmennum. Það er lykilatriði að störfin haldist innan kerfisins og verði nær skólunum. Þannig styrkjum við svæðin, skólastjórnendur og starfsfólkið sjálft. Ég sé þetta sem tækifæri til að styrkja faglegt starf út á landi og þar af leiðandi hagsmuni landsbyggðanna. Samhliða því ætlum við að halda áfram að styrkja iðn- og verknám og ráðast í stórfellda uppbyggingu á verknámshúsnæði um allt land. Af hverju þessi leið en ekki sameiningar? Hugmyndin tryggir að allir opinberu framhaldsskólarnir, 27 talsins, halda nafni sínu og sérstöðu. Með því að sameina stjórnsýslu og færa til dæmis hluta af rekstrar- og mannauðsmálum til svæðisskrifstofa fá skólarnir betri þjónustu og betri stjórnsýslu. Skólastjórnendur fá þá meira svigrúm til að einbeita sér að faglegu starfi, nemendur fá jöfnuð í þjónustu óháð búsetu og boðleiðir styttast. Þetta er leið til að tryggja að minni skólar, sem oft hafa ekki bolmagn til að halda úti allri nauðsynlegri sérfræðiþjónustu, geti sinnt verkefnum sínum eins og þeir vilja gera. Með svæðisbundinni þjónustu nýtum við mannauðinn betur, byggjum upp sérþekkingu á staðbundnu umhverfi og stöndum við bakið á öllum framhaldsskólum landsins. Samtal og samráð framundan Þetta eru hins vegar hugmyndir sem þarfnast samtals. Ég legg mikla áherslu á að hlusta á sjónarmið skólasamfélagsins. Því hefst nú víðtækt samráð. Ég vona að skólasamfélagið skoði þessar hugmyndir með opnum huga og bæti þær. Ég vona að fólk fari ekki að skjóta í kaf á fyrstu dögum samráðs, hugmyndir sem hafa það meginmarkmið að bæta þjónustu gagnvart framhaldsskólum og nemendum á öllu landinu. Auðvitað vakna áhyggjur af tilteknum svæðum og mun ég að sjálfsögðu taka tillit til þeirra. Ég mun heimsækja á næstunni alla framhaldsskóla landsins, funda með starfsfólki og hlusta á raddir þeirra sem vinna dag hvern að menntun og farsæld ungs fólks. Ég mun líka hitta nemendur og hlusta á raddir þeirra enda eru breytingarnar gerðar fyrir þá. Þá vil ég vera í þéttu samstarfi við forsvarsfólk lykilstétta skólafólks. Markmiðið er skýrt. Að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, stuðning og tækifæri, óháð því hvar þeir búa. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Flokkur fólksins Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nýverið kynnti ég hugmyndir um að styrkja framhaldsskólakerfið okkar. Þær byggja á þeirri hugmynd að við getum gert betur, bæði faglega og félagslega, fyrir nemendur og starfsfólk. Þetta snýst um að efla stuðning við alla framhaldsskóla landsins, ekki síst þá minni. Jafnframt er lögð áhersla á að veita nemendum aukinn námslegan og félagslegan stuðning, til dæmis með frekari náms- og starfsráðgjöf, sálfræðiþjónustu og annarri sérfræðiþjónustu. Því í skóla skiptir ekki aðeins máli hvað við lærum, heldur líka hvernig okkur líður þar. ·Það er mikilvægt að hafa í huga að það er ekki verið að sameina skóla né er þetta skref í þá átt. ·Allir framhaldsskólar halda sínum sérkennum, nafni, sérstöðu og sínum eigin skólastjóra. ·Allir kennarar halda áfram að kenna og samfélagið í kringum skólana byggir áfram á hinum öfluga mannauði sem þar er. ·Þetta eru alls ekki hagræðingarhugmyndir heldur hugmyndir um að veita öflugri þjónustu og byggja upp stoðkerfi utan um framhaldsskólastigið. Þetta eru m.a. hugmyndir sem hafa heyrst frá skólasamfélaginu sjálfu í því mikla samráði sem við mennta- og barnamálaráðuneytið áttum við skólasamfélagið í tengslum við uppbyggingu skólaþjónustu á öllum skólastigum. Af hverju núna? Framhaldsskólakerfið stendur frammi fyrir mörgum verkefnum. Hlutfall ungmenna sem fara í framhaldsskóla er nú allt að 99%, sem er talsverð breyting frá því sem var og því ber að fagna. Á sama tíma hefur fjöldi barna í viðkvæmri stöðu aukist og þörf fyrir fjölbreytta þjónustu margfaldast. Framhaldsskólar landsins eru mjög fjölbreyttir og þar fer fram stórkostlegt starf á degi hverjum. Framhaldsskólakerfið, þá er ég að tala um þann stuðning sem við erum að veita skólunum, hefur ekki þróast í takt við þarfirnar og þetta veldur því að nemendur njóta mismunandi stuðnings og námsframboðs eftir því hvar þeir eru í námi. Við viljum snúa þessari þróun við. Það er tímabært að styrkja þetta mikilvæga skólastig. Við þurfum að efla þjónustu, auka gæði, stytta boðleiðir og byggja stoðkerfi utan um framhaldsskólana. Við viljum skapa kennurum betri tækifæri til starfsþróunar og skólastjórnendum færi á að einbeita sér að því sem skiptir mestu máli sem er fagleg leiðsögn og eflingu skólastarfsins. Við viljum gera góða skóla enn betri. Styrkjum landsbyggðirnar Ég vil sérstaklega árétta að markmið breytinganna er ekki að fækka störfum eða hagræða heldur að bæta þjónustuna. Með nýju fyrirkomulagi skapast aukin tækifæri til starfsþróunar og sérhæfingar. Við getum haldið úti fjölbreyttari sérfræðiþjónustu en áður og staðið betur við þær skyldur sem ríkið hefur gagnvart börnum og ungmennum. Það er lykilatriði að störfin haldist innan kerfisins og verði nær skólunum. Þannig styrkjum við svæðin, skólastjórnendur og starfsfólkið sjálft. Ég sé þetta sem tækifæri til að styrkja faglegt starf út á landi og þar af leiðandi hagsmuni landsbyggðanna. Samhliða því ætlum við að halda áfram að styrkja iðn- og verknám og ráðast í stórfellda uppbyggingu á verknámshúsnæði um allt land. Af hverju þessi leið en ekki sameiningar? Hugmyndin tryggir að allir opinberu framhaldsskólarnir, 27 talsins, halda nafni sínu og sérstöðu. Með því að sameina stjórnsýslu og færa til dæmis hluta af rekstrar- og mannauðsmálum til svæðisskrifstofa fá skólarnir betri þjónustu og betri stjórnsýslu. Skólastjórnendur fá þá meira svigrúm til að einbeita sér að faglegu starfi, nemendur fá jöfnuð í þjónustu óháð búsetu og boðleiðir styttast. Þetta er leið til að tryggja að minni skólar, sem oft hafa ekki bolmagn til að halda úti allri nauðsynlegri sérfræðiþjónustu, geti sinnt verkefnum sínum eins og þeir vilja gera. Með svæðisbundinni þjónustu nýtum við mannauðinn betur, byggjum upp sérþekkingu á staðbundnu umhverfi og stöndum við bakið á öllum framhaldsskólum landsins. Samtal og samráð framundan Þetta eru hins vegar hugmyndir sem þarfnast samtals. Ég legg mikla áherslu á að hlusta á sjónarmið skólasamfélagsins. Því hefst nú víðtækt samráð. Ég vona að skólasamfélagið skoði þessar hugmyndir með opnum huga og bæti þær. Ég vona að fólk fari ekki að skjóta í kaf á fyrstu dögum samráðs, hugmyndir sem hafa það meginmarkmið að bæta þjónustu gagnvart framhaldsskólum og nemendum á öllu landinu. Auðvitað vakna áhyggjur af tilteknum svæðum og mun ég að sjálfsögðu taka tillit til þeirra. Ég mun heimsækja á næstunni alla framhaldsskóla landsins, funda með starfsfólki og hlusta á raddir þeirra sem vinna dag hvern að menntun og farsæld ungs fólks. Ég mun líka hitta nemendur og hlusta á raddir þeirra enda eru breytingarnar gerðar fyrir þá. Þá vil ég vera í þéttu samstarfi við forsvarsfólk lykilstétta skólafólks. Markmiðið er skýrt. Að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, stuðning og tækifæri, óháð því hvar þeir búa. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun