Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2025 14:52 Fjórar MiG-31 herþotur á flugi yfir Moskvu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/MAXIM SHIPENKOV Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins. Flugvélunum ku hafa verið flogið inn í lofthelgina yfir Finnlandsflóa og það án leyfis frá yfirvöldum í Eistlandi. Flugmenn herþotanna svöruðu ekki skilaboðum flugumferðarstjóra í Eistlandi. Þá eru þeir einnig sagðir hafa flogið í átt að Tallinn, höfuðborg Eistlands. MiG-31 herþotur geta meðal annars borið ofurhljóðfráar stýriflaugar. Ítalskir flugmenn á F-35 herþotum, sem eru í loftrýmisgæslu í Eistlandi, voru sendir af stað frá Ämari-flugstöðinni og fylgdu þeir Rússunum á brott. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Eistlands er þetta í fjórða sinn sem Rússar fara inn fyrir lofthelgi ríkisins á þessu ári en yfirgangurinn í dag er sagður sá lang alvarlegasti. Sendiherra Rússlands hefur verið kallaður á teppið í Tallinn. Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands segir Rússa leggja meira kapp á að herskáa hegðun sem þessa og mæta þurfi henni af hörku. Þotunum mun hafa verið flogið inn í lofthelgi Eistlands yfir Finnlandsflóa og í átt að Tallinn. Eistneskir miðlar segja flugvélunum hafa verið flogið að Vaindloo-eyju á Finnlandsflóa. Ekki einangrað atvik Stutt er síðan nítján rússneskum drónum var flogið inn í lofthelgi Póllands sem olli miklum taugatitringi þar í landi og víðar í Evrópu. Ráðamenn í Póllandi eru harðir á því að ekki hafi verið um mistök að ræða, eins og Rússar hafa haldið fram. Þess í stað segja þeir að Rússar vilji með þessu láta reyna að varnir og samheldni NATO. Rússneskir drónar hafa einnig farið inn í lofthelgi Rúmeníu, sem er einnig í NATO. Fyrr í vikunni sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, að Rússar ættu „augljóslega“ í stríði við ríki NATO, vegna stuðnings þeirra við Úkraínu. Ummælin lét Peskóv falla eftir að Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sem var staddur í Kænugarði í Úkraínu, sagði að NATO væri ekki í stríði við Rússa. Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, segir að um gífurlega alvarlega ögrun sé að ræða. Þetta sé í þriðja sinn á nokkrum dögum sambærilegt atvik eigi sér stað í lofthelgi ESB. Hún segir einnig að Pútín sé að láta reyna á seiglu Vesturlanda og ekki megi sýna veikleika gegn honum. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnarinnar, opinberaði í morgun enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi. I am in close contact with the Estonian government.We will continue to support our member states in strengthening their defences with European resources.Putin is testing the West's resolve. We must not show weakness. (2/2)— Kaja Kallas (@kajakallas) September 19, 2025 Talskona NATO segir þetta enn eitt dæmið um óvarlega hegðun Rússa og einnig dæmi um viðbrögð NATO. Hún heldur því fram að sveitir NATO hafi brugðist tafarlaust við, þó rússnesku herþoturnar hafi verið í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur. Earlier today, Russian jets violated Estonian airspace. NATO responded immediately and intercepted the Russian aircraft. This is yet another example of reckless Russian behaviour and NATO’s ability to respond.— NATO Spokesperson (@NATOpress) September 19, 2025 Árið 2015 var rússneskri herþotu flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands frá Sýrlandi. Hún hafði verið inn í lofthelgi Tyrklands í tæpar tuttugu sekúndur þegar Tyrkir skutu á hana og skutu hana niður. Fréttin hefur verið uppfærð. Eistland Rússland NATO Fréttir af flugi Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Flugvélunum ku hafa verið flogið inn í lofthelgina yfir Finnlandsflóa og það án leyfis frá yfirvöldum í Eistlandi. Flugmenn herþotanna svöruðu ekki skilaboðum flugumferðarstjóra í Eistlandi. Þá eru þeir einnig sagðir hafa flogið í átt að Tallinn, höfuðborg Eistlands. MiG-31 herþotur geta meðal annars borið ofurhljóðfráar stýriflaugar. Ítalskir flugmenn á F-35 herþotum, sem eru í loftrýmisgæslu í Eistlandi, voru sendir af stað frá Ämari-flugstöðinni og fylgdu þeir Rússunum á brott. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Eistlands er þetta í fjórða sinn sem Rússar fara inn fyrir lofthelgi ríkisins á þessu ári en yfirgangurinn í dag er sagður sá lang alvarlegasti. Sendiherra Rússlands hefur verið kallaður á teppið í Tallinn. Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands segir Rússa leggja meira kapp á að herskáa hegðun sem þessa og mæta þurfi henni af hörku. Þotunum mun hafa verið flogið inn í lofthelgi Eistlands yfir Finnlandsflóa og í átt að Tallinn. Eistneskir miðlar segja flugvélunum hafa verið flogið að Vaindloo-eyju á Finnlandsflóa. Ekki einangrað atvik Stutt er síðan nítján rússneskum drónum var flogið inn í lofthelgi Póllands sem olli miklum taugatitringi þar í landi og víðar í Evrópu. Ráðamenn í Póllandi eru harðir á því að ekki hafi verið um mistök að ræða, eins og Rússar hafa haldið fram. Þess í stað segja þeir að Rússar vilji með þessu láta reyna að varnir og samheldni NATO. Rússneskir drónar hafa einnig farið inn í lofthelgi Rúmeníu, sem er einnig í NATO. Fyrr í vikunni sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, að Rússar ættu „augljóslega“ í stríði við ríki NATO, vegna stuðnings þeirra við Úkraínu. Ummælin lét Peskóv falla eftir að Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sem var staddur í Kænugarði í Úkraínu, sagði að NATO væri ekki í stríði við Rússa. Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, segir að um gífurlega alvarlega ögrun sé að ræða. Þetta sé í þriðja sinn á nokkrum dögum sambærilegt atvik eigi sér stað í lofthelgi ESB. Hún segir einnig að Pútín sé að láta reyna á seiglu Vesturlanda og ekki megi sýna veikleika gegn honum. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnarinnar, opinberaði í morgun enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi. I am in close contact with the Estonian government.We will continue to support our member states in strengthening their defences with European resources.Putin is testing the West's resolve. We must not show weakness. (2/2)— Kaja Kallas (@kajakallas) September 19, 2025 Talskona NATO segir þetta enn eitt dæmið um óvarlega hegðun Rússa og einnig dæmi um viðbrögð NATO. Hún heldur því fram að sveitir NATO hafi brugðist tafarlaust við, þó rússnesku herþoturnar hafi verið í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur. Earlier today, Russian jets violated Estonian airspace. NATO responded immediately and intercepted the Russian aircraft. This is yet another example of reckless Russian behaviour and NATO’s ability to respond.— NATO Spokesperson (@NATOpress) September 19, 2025 Árið 2015 var rússneskri herþotu flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands frá Sýrlandi. Hún hafði verið inn í lofthelgi Tyrklands í tæpar tuttugu sekúndur þegar Tyrkir skutu á hana og skutu hana niður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eistland Rússland NATO Fréttir af flugi Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira