Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2025 14:52 Fjórar MiG-31 herþotur á flugi yfir Moskvu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/MAXIM SHIPENKOV Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins. Flugvélunum ku hafa verið flogið inn í lofthelgina yfir Finnlandsflóa og það án leyfis frá yfirvöldum í Eistlandi. Flugmenn herþotanna svöruðu ekki skilaboðum flugumferðarstjóra í Eistlandi. Þá eru þeir einnig sagðir hafa flogið í átt að Tallinn, höfuðborg Eistlands. MiG-31 herþotur geta meðal annars borið ofurhljóðfráar stýriflaugar. Ítalskir flugmenn á F-35 herþotum, sem eru í loftrýmisgæslu í Eistlandi, voru sendir af stað frá Ämari-flugstöðinni og fylgdu þeir Rússunum á brott. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Eistlands er þetta í fjórða sinn sem Rússar fara inn fyrir lofthelgi ríkisins á þessu ári en yfirgangurinn í dag er sagður sá lang alvarlegasti. Sendiherra Rússlands hefur verið kallaður á teppið í Tallinn. Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands segir Rússa leggja meira kapp á að herskáa hegðun sem þessa og mæta þurfi henni af hörku. Þotunum mun hafa verið flogið inn í lofthelgi Eistlands yfir Finnlandsflóa og í átt að Tallinn. Eistneskir miðlar segja flugvélunum hafa verið flogið að Vaindloo-eyju á Finnlandsflóa. Ekki einangrað atvik Stutt er síðan nítján rússneskum drónum var flogið inn í lofthelgi Póllands sem olli miklum taugatitringi þar í landi og víðar í Evrópu. Ráðamenn í Póllandi eru harðir á því að ekki hafi verið um mistök að ræða, eins og Rússar hafa haldið fram. Þess í stað segja þeir að Rússar vilji með þessu láta reyna að varnir og samheldni NATO. Rússneskir drónar hafa einnig farið inn í lofthelgi Rúmeníu, sem er einnig í NATO. Fyrr í vikunni sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, að Rússar ættu „augljóslega“ í stríði við ríki NATO, vegna stuðnings þeirra við Úkraínu. Ummælin lét Peskóv falla eftir að Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sem var staddur í Kænugarði í Úkraínu, sagði að NATO væri ekki í stríði við Rússa. Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, segir að um gífurlega alvarlega ögrun sé að ræða. Þetta sé í þriðja sinn á nokkrum dögum sambærilegt atvik eigi sér stað í lofthelgi ESB. Hún segir einnig að Pútín sé að láta reyna á seiglu Vesturlanda og ekki megi sýna veikleika gegn honum. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnarinnar, opinberaði í morgun enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi. I am in close contact with the Estonian government.We will continue to support our member states in strengthening their defences with European resources.Putin is testing the West's resolve. We must not show weakness. (2/2)— Kaja Kallas (@kajakallas) September 19, 2025 Talskona NATO segir þetta enn eitt dæmið um óvarlega hegðun Rússa og einnig dæmi um viðbrögð NATO. Hún heldur því fram að sveitir NATO hafi brugðist tafarlaust við, þó rússnesku herþoturnar hafi verið í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur. Earlier today, Russian jets violated Estonian airspace. NATO responded immediately and intercepted the Russian aircraft. This is yet another example of reckless Russian behaviour and NATO’s ability to respond.— NATO Spokesperson (@NATOpress) September 19, 2025 Árið 2015 var rússneskri herþotu flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands frá Sýrlandi. Hún hafði verið inn í lofthelgi Tyrklands í tæpar tuttugu sekúndur þegar Tyrkir skutu á hana og skutu hana niður. Fréttin hefur verið uppfærð. Eistland Rússland NATO Fréttir af flugi Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Flugvélunum ku hafa verið flogið inn í lofthelgina yfir Finnlandsflóa og það án leyfis frá yfirvöldum í Eistlandi. Flugmenn herþotanna svöruðu ekki skilaboðum flugumferðarstjóra í Eistlandi. Þá eru þeir einnig sagðir hafa flogið í átt að Tallinn, höfuðborg Eistlands. MiG-31 herþotur geta meðal annars borið ofurhljóðfráar stýriflaugar. Ítalskir flugmenn á F-35 herþotum, sem eru í loftrýmisgæslu í Eistlandi, voru sendir af stað frá Ämari-flugstöðinni og fylgdu þeir Rússunum á brott. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Eistlands er þetta í fjórða sinn sem Rússar fara inn fyrir lofthelgi ríkisins á þessu ári en yfirgangurinn í dag er sagður sá lang alvarlegasti. Sendiherra Rússlands hefur verið kallaður á teppið í Tallinn. Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands segir Rússa leggja meira kapp á að herskáa hegðun sem þessa og mæta þurfi henni af hörku. Þotunum mun hafa verið flogið inn í lofthelgi Eistlands yfir Finnlandsflóa og í átt að Tallinn. Eistneskir miðlar segja flugvélunum hafa verið flogið að Vaindloo-eyju á Finnlandsflóa. Ekki einangrað atvik Stutt er síðan nítján rússneskum drónum var flogið inn í lofthelgi Póllands sem olli miklum taugatitringi þar í landi og víðar í Evrópu. Ráðamenn í Póllandi eru harðir á því að ekki hafi verið um mistök að ræða, eins og Rússar hafa haldið fram. Þess í stað segja þeir að Rússar vilji með þessu láta reyna að varnir og samheldni NATO. Rússneskir drónar hafa einnig farið inn í lofthelgi Rúmeníu, sem er einnig í NATO. Fyrr í vikunni sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, að Rússar ættu „augljóslega“ í stríði við ríki NATO, vegna stuðnings þeirra við Úkraínu. Ummælin lét Peskóv falla eftir að Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sem var staddur í Kænugarði í Úkraínu, sagði að NATO væri ekki í stríði við Rússa. Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, segir að um gífurlega alvarlega ögrun sé að ræða. Þetta sé í þriðja sinn á nokkrum dögum sambærilegt atvik eigi sér stað í lofthelgi ESB. Hún segir einnig að Pútín sé að láta reyna á seiglu Vesturlanda og ekki megi sýna veikleika gegn honum. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnarinnar, opinberaði í morgun enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi. I am in close contact with the Estonian government.We will continue to support our member states in strengthening their defences with European resources.Putin is testing the West's resolve. We must not show weakness. (2/2)— Kaja Kallas (@kajakallas) September 19, 2025 Talskona NATO segir þetta enn eitt dæmið um óvarlega hegðun Rússa og einnig dæmi um viðbrögð NATO. Hún heldur því fram að sveitir NATO hafi brugðist tafarlaust við, þó rússnesku herþoturnar hafi verið í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur. Earlier today, Russian jets violated Estonian airspace. NATO responded immediately and intercepted the Russian aircraft. This is yet another example of reckless Russian behaviour and NATO’s ability to respond.— NATO Spokesperson (@NATOpress) September 19, 2025 Árið 2015 var rússneskri herþotu flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands frá Sýrlandi. Hún hafði verið inn í lofthelgi Tyrklands í tæpar tuttugu sekúndur þegar Tyrkir skutu á hana og skutu hana niður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eistland Rússland NATO Fréttir af flugi Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna