Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2025 09:26 Kona reynir að kæla sig í gosbrunni í miðborg Rómar í sterkri hitabylgju í byrjun júlí. Rauð viðvörun vegna hita var gefin út í fjölda ítalskra borga í hitabylgjunni. Vísir/EPA Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. Sumarið var það þriðja hlýjasta í mælingasögunni samkvæmt gögnum loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Áætlað er að loftslag í helstu stórborgum Evrópu sé nú 2,2 gráðum hlýrra en það var fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Alls voru 24.400 dauðsföll rakin beint til sumarhitans í ár í þeim 854 borgum sem rannsóknin náði til. Nærri sjötíu prósent þeirra sem létust eru talin hafa látist vegna þeirrar hlýnunar sem menn hafa valdið, a því er segir í frétt dagblaðsins Politico um rannsóknina. „Þessar tölur tákna raunverulegt fólk sem lést undanfarna mánuði vegna ofsafengins hita. Margir hefðu ekki látist ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College London sem átti þátt í rannsókninni. Garyfallos Konstantinoudis frá Grantham-loftlagsbreytingastofnuninni, segir að þó að hitabylgjur verði aðeins tveimur til fjórum gráðum heitari en ella geti það skilið á milli lífs og dauða fyrir þúsundir manna. Langflestir þeirra sem létust voru 65 ára eða eldri. Það er sagt undirstrika þá hættu sem stafar af hlýnandi loftslagi í ljósi þess að Evrópuþjóðir eru að eldast að meðaltali. Flest dauðsföllin urðu á Ítalíu og Spáni, 4.597 í fyrrnefnda ríkinu en 2.841 í því síðarnefnda. Dauðsföllin í Evrópu í sumar voru líklega enn fleiri en fram kemur í rannsókninni þar sem hún náði aðeins til borga með fleiri en fimmtíu þúsund íbúa í Evrópusambandsríkjum og Bretlandi. Um þrjátíu prósent íbúa álfunnar búa í þeim. Þó að færri látist af völdum öfgahita í Norður-Evrópu segja rannsakendurnir að hærra hlutfall þeirra sem látast þar megi rekja beint til hnattrænnar hlýnunar. Loftslagsmál Heilbrigðismál Spánn Ítalía Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Sumarið var það þriðja hlýjasta í mælingasögunni samkvæmt gögnum loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Áætlað er að loftslag í helstu stórborgum Evrópu sé nú 2,2 gráðum hlýrra en það var fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Alls voru 24.400 dauðsföll rakin beint til sumarhitans í ár í þeim 854 borgum sem rannsóknin náði til. Nærri sjötíu prósent þeirra sem létust eru talin hafa látist vegna þeirrar hlýnunar sem menn hafa valdið, a því er segir í frétt dagblaðsins Politico um rannsóknina. „Þessar tölur tákna raunverulegt fólk sem lést undanfarna mánuði vegna ofsafengins hita. Margir hefðu ekki látist ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College London sem átti þátt í rannsókninni. Garyfallos Konstantinoudis frá Grantham-loftlagsbreytingastofnuninni, segir að þó að hitabylgjur verði aðeins tveimur til fjórum gráðum heitari en ella geti það skilið á milli lífs og dauða fyrir þúsundir manna. Langflestir þeirra sem létust voru 65 ára eða eldri. Það er sagt undirstrika þá hættu sem stafar af hlýnandi loftslagi í ljósi þess að Evrópuþjóðir eru að eldast að meðaltali. Flest dauðsföllin urðu á Ítalíu og Spáni, 4.597 í fyrrnefnda ríkinu en 2.841 í því síðarnefnda. Dauðsföllin í Evrópu í sumar voru líklega enn fleiri en fram kemur í rannsókninni þar sem hún náði aðeins til borga með fleiri en fimmtíu þúsund íbúa í Evrópusambandsríkjum og Bretlandi. Um þrjátíu prósent íbúa álfunnar búa í þeim. Þó að færri látist af völdum öfgahita í Norður-Evrópu segja rannsakendurnir að hærra hlutfall þeirra sem látast þar megi rekja beint til hnattrænnar hlýnunar.
Loftslagsmál Heilbrigðismál Spánn Ítalía Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira