Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2025 09:26 Kona reynir að kæla sig í gosbrunni í miðborg Rómar í sterkri hitabylgju í byrjun júlí. Rauð viðvörun vegna hita var gefin út í fjölda ítalskra borga í hitabylgjunni. Vísir/EPA Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. Sumarið var það þriðja hlýjasta í mælingasögunni samkvæmt gögnum loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Áætlað er að loftslag í helstu stórborgum Evrópu sé nú 2,2 gráðum hlýrra en það var fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Alls voru 24.400 dauðsföll rakin beint til sumarhitans í ár í þeim 854 borgum sem rannsóknin náði til. Nærri sjötíu prósent þeirra sem létust eru talin hafa látist vegna þeirrar hlýnunar sem menn hafa valdið, a því er segir í frétt dagblaðsins Politico um rannsóknina. „Þessar tölur tákna raunverulegt fólk sem lést undanfarna mánuði vegna ofsafengins hita. Margir hefðu ekki látist ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College London sem átti þátt í rannsókninni. Garyfallos Konstantinoudis frá Grantham-loftlagsbreytingastofnuninni, segir að þó að hitabylgjur verði aðeins tveimur til fjórum gráðum heitari en ella geti það skilið á milli lífs og dauða fyrir þúsundir manna. Langflestir þeirra sem létust voru 65 ára eða eldri. Það er sagt undirstrika þá hættu sem stafar af hlýnandi loftslagi í ljósi þess að Evrópuþjóðir eru að eldast að meðaltali. Flest dauðsföllin urðu á Ítalíu og Spáni, 4.597 í fyrrnefnda ríkinu en 2.841 í því síðarnefnda. Dauðsföllin í Evrópu í sumar voru líklega enn fleiri en fram kemur í rannsókninni þar sem hún náði aðeins til borga með fleiri en fimmtíu þúsund íbúa í Evrópusambandsríkjum og Bretlandi. Um þrjátíu prósent íbúa álfunnar búa í þeim. Þó að færri látist af völdum öfgahita í Norður-Evrópu segja rannsakendurnir að hærra hlutfall þeirra sem látast þar megi rekja beint til hnattrænnar hlýnunar. Loftslagsmál Heilbrigðismál Spánn Ítalía Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Sumarið var það þriðja hlýjasta í mælingasögunni samkvæmt gögnum loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Áætlað er að loftslag í helstu stórborgum Evrópu sé nú 2,2 gráðum hlýrra en það var fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Alls voru 24.400 dauðsföll rakin beint til sumarhitans í ár í þeim 854 borgum sem rannsóknin náði til. Nærri sjötíu prósent þeirra sem létust eru talin hafa látist vegna þeirrar hlýnunar sem menn hafa valdið, a því er segir í frétt dagblaðsins Politico um rannsóknina. „Þessar tölur tákna raunverulegt fólk sem lést undanfarna mánuði vegna ofsafengins hita. Margir hefðu ekki látist ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College London sem átti þátt í rannsókninni. Garyfallos Konstantinoudis frá Grantham-loftlagsbreytingastofnuninni, segir að þó að hitabylgjur verði aðeins tveimur til fjórum gráðum heitari en ella geti það skilið á milli lífs og dauða fyrir þúsundir manna. Langflestir þeirra sem létust voru 65 ára eða eldri. Það er sagt undirstrika þá hættu sem stafar af hlýnandi loftslagi í ljósi þess að Evrópuþjóðir eru að eldast að meðaltali. Flest dauðsföllin urðu á Ítalíu og Spáni, 4.597 í fyrrnefnda ríkinu en 2.841 í því síðarnefnda. Dauðsföllin í Evrópu í sumar voru líklega enn fleiri en fram kemur í rannsókninni þar sem hún náði aðeins til borga með fleiri en fimmtíu þúsund íbúa í Evrópusambandsríkjum og Bretlandi. Um þrjátíu prósent íbúa álfunnar búa í þeim. Þó að færri látist af völdum öfgahita í Norður-Evrópu segja rannsakendurnir að hærra hlutfall þeirra sem látast þar megi rekja beint til hnattrænnar hlýnunar.
Loftslagsmál Heilbrigðismál Spánn Ítalía Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent