Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal og Magnús Magnússon skrifa 16. september 2025 14:30 Þjóðarmorð Ísraelsríkis í Palestínu hafði staðið yfir í 700 daga þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, kynnti aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar gegn árásum Ísraelsríkis. Innihald aðgerðanna er í engu samræmi við alvarleika stöðunnar á Gaza, og rímar ekki heldur við afstöðu íslensku þjóðarinnar sem tveim dögum áður hafði komið saman á fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði, fjöldafundar sem 185 verkalýðsfélög, mannréttindasamtök, almannaheillasamtök og stofnanir stóðu að 6. september. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru í fjórum liðum: - Ríkisstjórnin ætlar ekki að uppfæra fríverslunarsamning við Ísrael. Þetta er ársgömul frétt og Þórdís Kolbrún þáverandi utanríkisráðherra sagði að ekki stæði til að uppfæra þennan fríverslunarsamning. - Komubann verður sett á tvo ráðherra Ísraelsstjórnar, Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Bráðlega mun Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gefa út ákæru á hendur þeim og Íslandi verður skylt að handtaka þá. Hollendingar hafa nú þegar meinað þeim innkomu á Schengen svæðið. Nær væri að setja komubann á alla sem með einhverjum hætti tengjast þjóðarmorðinu. Á Íslandi dvelja reglulega ísraelskir hermenn til að safna kröftum fyrir áframhaldandi árásir á Gaza. - Ríkisstjórnin ætlar „að skoða það af auknum þunga að skila greinargerð í máli S-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum.“ Þessi „aukni þungi“ eru bara orð til að fela aðgerðaleysi. - Ein aðgerðin er „merkingar á vörum frá ólöglegum landnemabyggðum.“ Þessi aðgerð er búin að liggja ósamþykkt í skúffu Alþingis síðan 2012. Alþjóðadómstóllinn og Allsherjarþing SÞ (með samþykki Íslands) hafa fyrirskipað að öll viðskipti við ólöglegar landræningjabyggðir Ísraels séu ólögleg og þeir sem taka þátt í eða hagnist á hernáminu skulu sæta refsingum. Þrátt fyrir þetta hefur ÁTVR hefur selt vín frá ólöglegum landránsbyggðum með fölskum upprunamerkingum í fjölda ára og gerir enn. Þessar aðgerðir eru engar aðgerðir og hafa engin áhrif á framferði Ísraelshers. Þær munu engu breyta fyrir mæðurnar á Gaza sem horfa á börn sín deyja vegna manngerðar hungursneyðar Ísraelsríkis. Það sem blasir við er að ríkisstjórn Íslands skortir siðferðilegt hugrekki! Á meðan íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvarðanir um aðgerðir sem geta skipt máli hafa íslensk íþróttalið keppt við lið frá Ísrael og íslensk tónlistaratriði á vegum Ríkisútvarpsins deilt sviði með Ísrael í Eurovision sönglagakeppninni eins og ekkert hafi í skorist. Á sama tíma og þjóðarmorðið er á fullu hefur ríkisstjórnir Íslands haldið uppi viðskiptasambandi við Ísrael. Það er búið að reyna á samtalið við Ísrael. Tíminn er runninn út, Gazaströndin hefur verið lögð í eyði og hundruð þúsunda Palestínumanna hafa verið drepnir af Ísraelsher. Það er öllum ljóst, einnig ríkisstjórn Íslands, að Ísrael mun ekki stöðva þjóðarmorðið fyrr en að alþjóðasamfélagið þvingar það til þess. Kröfur okkar til ríkisstjórnar Íslands eru því: Takið þátt í kæru Suður-Afríku á hendur Ísraels fyrir brot á Sáttmála sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði ásamt Írlandi, Níkaragúa, Kólumbíu, Mexíkó, Líbíu, Bólivíu, Tyrklandi, Maldíveyjum, Síle, Spáni,og Ríki Palestínu Gangið til liðs við Haag-hópinn, alþjóðlegt samband ríkja sem hefur skuldbundið sig til að grípa til „samræmdra lagalegra og diplómatískra aðgerða“ til varnar alþjóðalögum og samstöðu með palestínsku þjóðinni. Setjið viðskiptaþvinganir á Ísrael og bannið sölu á öllum vörum frá Ísrael Utanríkisràðherra verður að fylgja eftir yfirlýsingu um að Ísland eigi ekki að verða griðarstaður fyrir þá sem fremja stríðsglæpi og setja tafarlaust ferðatakmarkanir á meðlimi ísraelska hersins sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Palestínu eins og Spánverjar hafa gert. Íslenskir ráðamenn eiga að veita hjálparstarfsfólki vernd með því að sigla með þeim til Gaza með hjálpargögn, lyf og matvæli. Einangrið og útskúfið Ísrael frá öllu alþjóðasamstarfi á sviði vísinda, menningar vog íþrótta Rekið Ísrael úr SÞ eftir gegndarlaus morð Ísraels á starfsfólki SÞ og eyðileggingu Ísraels á stofnunum SÞ. Slítið stjórnmálasambandi við Ísrael Ný skýrsla frá rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð í Palestínu. Skýrslan er í fullu samræmi við niðurstöður Alþjóðadómstólsins, Amnesty International, Human Rights Watch, Barnaheill - Save the children, Lækna án landamæra, Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og annara mannréttindasamtaka: Ísrael er að fremja þjóðarmorð. Ríkisstjórn Íslands ber skylda til að grípa til raunverulegra aðgerða til að stöðva þjóðarmorð. Belgía, Írland, Spánn, Slóvenía, Suður-Afríka, Kólumbía og fleiri lönd hafa gripið til sterkra aðgerða. Nú þurfa Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að sýna hugrekki og gera slíkt hið sama. Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félagsins Ísland-Palestína og Magnús Magnússon stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þjóðarmorð Ísraelsríkis í Palestínu hafði staðið yfir í 700 daga þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, kynnti aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar gegn árásum Ísraelsríkis. Innihald aðgerðanna er í engu samræmi við alvarleika stöðunnar á Gaza, og rímar ekki heldur við afstöðu íslensku þjóðarinnar sem tveim dögum áður hafði komið saman á fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði, fjöldafundar sem 185 verkalýðsfélög, mannréttindasamtök, almannaheillasamtök og stofnanir stóðu að 6. september. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru í fjórum liðum: - Ríkisstjórnin ætlar ekki að uppfæra fríverslunarsamning við Ísrael. Þetta er ársgömul frétt og Þórdís Kolbrún þáverandi utanríkisráðherra sagði að ekki stæði til að uppfæra þennan fríverslunarsamning. - Komubann verður sett á tvo ráðherra Ísraelsstjórnar, Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Bráðlega mun Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gefa út ákæru á hendur þeim og Íslandi verður skylt að handtaka þá. Hollendingar hafa nú þegar meinað þeim innkomu á Schengen svæðið. Nær væri að setja komubann á alla sem með einhverjum hætti tengjast þjóðarmorðinu. Á Íslandi dvelja reglulega ísraelskir hermenn til að safna kröftum fyrir áframhaldandi árásir á Gaza. - Ríkisstjórnin ætlar „að skoða það af auknum þunga að skila greinargerð í máli S-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum.“ Þessi „aukni þungi“ eru bara orð til að fela aðgerðaleysi. - Ein aðgerðin er „merkingar á vörum frá ólöglegum landnemabyggðum.“ Þessi aðgerð er búin að liggja ósamþykkt í skúffu Alþingis síðan 2012. Alþjóðadómstóllinn og Allsherjarþing SÞ (með samþykki Íslands) hafa fyrirskipað að öll viðskipti við ólöglegar landræningjabyggðir Ísraels séu ólögleg og þeir sem taka þátt í eða hagnist á hernáminu skulu sæta refsingum. Þrátt fyrir þetta hefur ÁTVR hefur selt vín frá ólöglegum landránsbyggðum með fölskum upprunamerkingum í fjölda ára og gerir enn. Þessar aðgerðir eru engar aðgerðir og hafa engin áhrif á framferði Ísraelshers. Þær munu engu breyta fyrir mæðurnar á Gaza sem horfa á börn sín deyja vegna manngerðar hungursneyðar Ísraelsríkis. Það sem blasir við er að ríkisstjórn Íslands skortir siðferðilegt hugrekki! Á meðan íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvarðanir um aðgerðir sem geta skipt máli hafa íslensk íþróttalið keppt við lið frá Ísrael og íslensk tónlistaratriði á vegum Ríkisútvarpsins deilt sviði með Ísrael í Eurovision sönglagakeppninni eins og ekkert hafi í skorist. Á sama tíma og þjóðarmorðið er á fullu hefur ríkisstjórnir Íslands haldið uppi viðskiptasambandi við Ísrael. Það er búið að reyna á samtalið við Ísrael. Tíminn er runninn út, Gazaströndin hefur verið lögð í eyði og hundruð þúsunda Palestínumanna hafa verið drepnir af Ísraelsher. Það er öllum ljóst, einnig ríkisstjórn Íslands, að Ísrael mun ekki stöðva þjóðarmorðið fyrr en að alþjóðasamfélagið þvingar það til þess. Kröfur okkar til ríkisstjórnar Íslands eru því: Takið þátt í kæru Suður-Afríku á hendur Ísraels fyrir brot á Sáttmála sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði ásamt Írlandi, Níkaragúa, Kólumbíu, Mexíkó, Líbíu, Bólivíu, Tyrklandi, Maldíveyjum, Síle, Spáni,og Ríki Palestínu Gangið til liðs við Haag-hópinn, alþjóðlegt samband ríkja sem hefur skuldbundið sig til að grípa til „samræmdra lagalegra og diplómatískra aðgerða“ til varnar alþjóðalögum og samstöðu með palestínsku þjóðinni. Setjið viðskiptaþvinganir á Ísrael og bannið sölu á öllum vörum frá Ísrael Utanríkisràðherra verður að fylgja eftir yfirlýsingu um að Ísland eigi ekki að verða griðarstaður fyrir þá sem fremja stríðsglæpi og setja tafarlaust ferðatakmarkanir á meðlimi ísraelska hersins sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Palestínu eins og Spánverjar hafa gert. Íslenskir ráðamenn eiga að veita hjálparstarfsfólki vernd með því að sigla með þeim til Gaza með hjálpargögn, lyf og matvæli. Einangrið og útskúfið Ísrael frá öllu alþjóðasamstarfi á sviði vísinda, menningar vog íþrótta Rekið Ísrael úr SÞ eftir gegndarlaus morð Ísraels á starfsfólki SÞ og eyðileggingu Ísraels á stofnunum SÞ. Slítið stjórnmálasambandi við Ísrael Ný skýrsla frá rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð í Palestínu. Skýrslan er í fullu samræmi við niðurstöður Alþjóðadómstólsins, Amnesty International, Human Rights Watch, Barnaheill - Save the children, Lækna án landamæra, Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og annara mannréttindasamtaka: Ísrael er að fremja þjóðarmorð. Ríkisstjórn Íslands ber skylda til að grípa til raunverulegra aðgerða til að stöðva þjóðarmorð. Belgía, Írland, Spánn, Slóvenía, Suður-Afríka, Kólumbía og fleiri lönd hafa gripið til sterkra aðgerða. Nú þurfa Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að sýna hugrekki og gera slíkt hið sama. Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félagsins Ísland-Palestína og Magnús Magnússon stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun