Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. september 2025 07:01 Milljarðar evra streyma enn í fjárhirzlur Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins fyrir rússneska olíu og gas þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr í þeim efnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Vonir standa til þess að endanlega verði hægt að skrúfa fyrir kaupin í byrjun árs 2028 samþykki ríkin það. Eftir tvö og hálft ár og sex árum eftir innrásina. Þá hefur sambandið viðurkennt að ríki þess hafi með kaupunum fjármagnað hernaður Valdimírs Pútíns. Fram kom á fréttavef brezka ríkisútvarpsins BBC síðastliðinn laugardag að frá innrás rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar 2022 hefðu ríki sambandsins varið 210 milljörðum evra til kaupa á rússneskri olíu og gasi samkvæmt rannsókn hugveitunnar Centre for Research on Energy and Clean Air eða sem nemur rúmum 30 þúsund milljörðum íslenzkra króna. Ljóst væri að stór hluti þess fjármagns hefði verið notaður til þess að fjármagna innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fréttamaðurinn Steve Sedgwick fjallaði um það á vef fréttastöðvarinnar CNBC 11. september að þrátt fyrir tal forystumanna Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gagnvart rússneskum stjórnvöldum ættu sér enn stað viðskipti á milli ríkja sambandsins og Rússlands upp á tugi milljarða evra á ári. Ríki þess hefðu til að mynda verið stærsti kaupandi rússnesks gass í fljótandi formi undanfarin ár og á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefði kaup þeirra farið vaxandi í evrum talið. Fjallað var um málið í frétt brezka dagblaðsins Guardian 24. febrúar síðastliðinn þar sem fram kom að á síðasta ári hefðu ríki Evrópusambandsins greitt um 22 milljarða evra (rúmum 3.000 milljörðum króna) fyrir rússneska olíu og gas samkvæmt rannsókn Centre for Research on Energy and Clean Air. Á sama tíma hefðu ríki sambandsins veitt Úkraínu fjárhagslegan stuðning upp á 19 milljarða evra miðað við rannsókn hugveitunnar Kiel Institut für Weltwirtschaft. „Kaup á rússnesku jarðefnaeldsneyti eru, hreint út sagt, á við það að veita rússneskum stjórnvöldum fjarhagsaðstoð og gera þeim kleift að hrinda innrásinni í framkvæmd. Framganga sem verður að stöðva strax, ekki aðeins til þess að tryggja framtíð Úkraínu heldur einnig orkuöryggi Evrópusambandsins,“ er haft eftir Vaibhav Raghunandan, sérfræðingi hjá Centre for Research on Energy and Clean Air og einum af þeim sem stóðu að rannsókninni, í frétt Guardian. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þrýst á Evrópusambandið að flýta fyrir því að ríki þess verði ekki lengur háð rússneskri orku en forystumenn sambandsins telja það ekki raunhæft fyrr en í byrjun 2028 sem fyrr segir. Ríki Evrópusambandsins hafa áratugum saman keypt rússneska orku og voru lengi vel stærsti kaupandi hennar en helztu orkufyrirtæki Rússlands eru í ríkiseigu og tekjur þeirra renna í ríkissjóð landsins. Þá er útflutningur á orku helzta tekjulind hans. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með kaupunum á rússneskri orku í áratugi hafi hernaður Rússlands verið fjármagnaður. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu 9. marz 2022. Þvert á móti hefðu ríkin keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Þetta er fólkið sem sumir telja treystandi fyrir öryggi Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Rússland Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Milljarðar evra streyma enn í fjárhirzlur Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins fyrir rússneska olíu og gas þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr í þeim efnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Vonir standa til þess að endanlega verði hægt að skrúfa fyrir kaupin í byrjun árs 2028 samþykki ríkin það. Eftir tvö og hálft ár og sex árum eftir innrásina. Þá hefur sambandið viðurkennt að ríki þess hafi með kaupunum fjármagnað hernaður Valdimírs Pútíns. Fram kom á fréttavef brezka ríkisútvarpsins BBC síðastliðinn laugardag að frá innrás rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar 2022 hefðu ríki sambandsins varið 210 milljörðum evra til kaupa á rússneskri olíu og gasi samkvæmt rannsókn hugveitunnar Centre for Research on Energy and Clean Air eða sem nemur rúmum 30 þúsund milljörðum íslenzkra króna. Ljóst væri að stór hluti þess fjármagns hefði verið notaður til þess að fjármagna innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fréttamaðurinn Steve Sedgwick fjallaði um það á vef fréttastöðvarinnar CNBC 11. september að þrátt fyrir tal forystumanna Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gagnvart rússneskum stjórnvöldum ættu sér enn stað viðskipti á milli ríkja sambandsins og Rússlands upp á tugi milljarða evra á ári. Ríki þess hefðu til að mynda verið stærsti kaupandi rússnesks gass í fljótandi formi undanfarin ár og á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefði kaup þeirra farið vaxandi í evrum talið. Fjallað var um málið í frétt brezka dagblaðsins Guardian 24. febrúar síðastliðinn þar sem fram kom að á síðasta ári hefðu ríki Evrópusambandsins greitt um 22 milljarða evra (rúmum 3.000 milljörðum króna) fyrir rússneska olíu og gas samkvæmt rannsókn Centre for Research on Energy and Clean Air. Á sama tíma hefðu ríki sambandsins veitt Úkraínu fjárhagslegan stuðning upp á 19 milljarða evra miðað við rannsókn hugveitunnar Kiel Institut für Weltwirtschaft. „Kaup á rússnesku jarðefnaeldsneyti eru, hreint út sagt, á við það að veita rússneskum stjórnvöldum fjarhagsaðstoð og gera þeim kleift að hrinda innrásinni í framkvæmd. Framganga sem verður að stöðva strax, ekki aðeins til þess að tryggja framtíð Úkraínu heldur einnig orkuöryggi Evrópusambandsins,“ er haft eftir Vaibhav Raghunandan, sérfræðingi hjá Centre for Research on Energy and Clean Air og einum af þeim sem stóðu að rannsókninni, í frétt Guardian. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þrýst á Evrópusambandið að flýta fyrir því að ríki þess verði ekki lengur háð rússneskri orku en forystumenn sambandsins telja það ekki raunhæft fyrr en í byrjun 2028 sem fyrr segir. Ríki Evrópusambandsins hafa áratugum saman keypt rússneska orku og voru lengi vel stærsti kaupandi hennar en helztu orkufyrirtæki Rússlands eru í ríkiseigu og tekjur þeirra renna í ríkissjóð landsins. Þá er útflutningur á orku helzta tekjulind hans. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með kaupunum á rússneskri orku í áratugi hafi hernaður Rússlands verið fjármagnaður. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu 9. marz 2022. Þvert á móti hefðu ríkin keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Þetta er fólkið sem sumir telja treystandi fyrir öryggi Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun